Halldór Grétar efstur öðlingaHalldór Grétar Einarsson (2236) er efstur með 4,5 vinning að lokinni fimmtu umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Halldór vann Kristján Guðmundsson (2277).  Kristján, Benedikt Jónasson (2237), Þorsteinn Þorsteinsson (2237), Björn Freyr Björnsson (2164) og Hrafn Loftsson (2210) eru næstir með 4 vinninga.   Tvær frestaðar skákir eru tefldar á morgun og verður pörun 6. og næstsíðustu umferðar birt af þeim loknum.