Laugardagsæfingin 11. apríl



Laugardaginn fyrir páska var skákæfing að venju í húsnæði T.R. í Faxafeninu. Það var ekkert gefið eftir og krakkarnir 15 sem mættu tefldu 6 umferðir. Einn nýr strákur bættist í hópinn. Eins og áður hefur verið sagt er aldrei of seint að koma í fyrsta skipti á skákæfingu. Þó svo að komið sé undir vor og skákæfingunum fari fækkandi, þá er fínt fyrir þau sem eru að koma á sínar fyrstu æfingar að sjá hvernig þetta fer fram og kynnast krökkunum. Síðan er hægt að vera með frá byrjun í haust þegar laugardagsæfingarnar hefjast að nýju!

 

En það er ekki eins og allar æfingarnar séu búnar enn! Laugardagsæfingar verða núna 18. apríl og 25. apríl að venju og síðasta æfingin verður svo 2. maí. Það væri því gaman ef sem flest barnanna sem hafa verið að mæta á skákæfingarnar frá því í haust fjölmenni á þessar síðustu æfingar vetrarins!

 

Úrslit úr 6 umferða æfingamótinu urðu sem hér segir:  

 

1. Mías Ólafarson 6 v. af 6.

2. Gauti Páll Jónsson 4 1/2 v.

3.-5. Þorsteinn Freygarðsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Vignir Vatnar Stefánsson 4v.

 

Þau sem einnig tóku þátt og fá mætingarstig eru: Erik Daníel Jóhannesson, Madison Jóhannesdóttir, Halldóra Freygarðsdóttir, Kristján Gabríel Þórhallsson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson, Axel Pálsson, Elvar P. Kjartansson, Atli Freyr Gylfason.

 

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum. Stigin standa núna eftir 14 laugardagsæfingar (talið frá áramótum):

1. Gauti Páll Jónsson 28 stig

2. Þorsteinn Freygarðsson 23 stig

3. Mías Ólafarson 22 stig

4. Jakob Alexander Petersen 20 stig

5. Einar Björgvin Sighvatsson 16 stig

6.-7. Hörður Sindri Guðmundsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 14 stig

8. Erik Daníel Jóhannesson 13 stig

9. Halldóra Freygarðsdóttir 12 stig

10.-13. Smári Arnarson, Ólafur Örn Olafsson, Páll Ísak Ægisson, Gunnar Helgason 11 stig

14. Sigurður Alex Pétursson 10 stig

15.-17. Samar-e-Zahida, Kristján Nói Benjamínsson, Vignir Vatnar Stefánsson 9 stig

18.-20. Figgi Truong, María Zahida, Atli Freyr Gylfason 8 stig

21.-23. Tjörvi Týr Gíslason, Kristófer Þór Pétursson, Kristján Gabríel Þórhallsson 7 stig

24.-29. Jóhann Markús Chun, Kveldúlfur Kjartansson, Ísak Indriði Unnarsson, Muhammad Zaman, Ayub Zaman, Elvar P. Kjartansson 6 stig

30. Mariam Dalía Ómarsdóttir 5 stig.

31.- 36. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, María Ösp Ómarsdóttir, Christian Már Einarsson, Madison Jóhannesdóttir 4 stig.

37.-39. Tinna Chloe Kjartansdóttir, Svavar Egilsson, Axel Pálsson 3 stig.
40.-49. Guðmundur Óli Ólafarson, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, Bragi Þór Eggertsson, Hróðný Rún Hölludóttir, Finnbogi Tryggvason, Haukur Arnórsson, Gylfi Már Harðarson, Sólon Nói Sindrason, Sæmundur Guðmundsson  2 stig.
50.-67. Ásdís Ægisdóttir, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Bjarki Harðarson, Elías Magnússson, Pétur Sæmundsson, Halldór Ísak Ólafsson, Styrmir Ólafsson, Tryggvi Gautur Eyjólfsson.

 

 

 

Umsjónarmaður var Magnús Kristinsson

 

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.