Author Archives: Þórir

Jón Viktor og Einar Hjalti efstir fyrir lokaumferð SÞR

Það stefnir í spennandi lokaumferð í Skákþingi Reykjavíkur en forystusauðirnir, alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson, gerðu báðir jafntefli í áttundu umferðinni sem fram fór í gærkvöldi.  Jón Viktor gerði nokkuð óvænt jafntefli við Harald Baldursson í spennandi viðureign þar sem Haraldur átti undir högg að sækja í lok skákarinnar og Einar Hjalti og Fide ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Einar Hjalti efstir í Skákþingi Reykjavíkur

Sjöunda umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag og sigruðu efstu menn báðir sína andstæðinga. Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson vann Dag Ragnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson lagði Þorvarð Fannar Ólafsson. Jón Viktor og Einar Hjalti hafa nú vinningsforskot á næstu menn og leiða mótið með 6,5 vinning.Nokkuð var um eftirtektarverð úrslit og má þar nefna að Örn Leó Jóhannsson ...

Lesa meira »

Skákir 7. umferðar Skákþings Reykjavíkur

Sjöunda umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram á sunnudag og eru skákir umferðarinnar aðgengilegar hér að neðan.  Áttunda og næstsíðasta umferðin fer fram á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Myndir Mótstöflur SÞR Skákmeistarar Reykjavíkur

Lesa meira »

Sprengjuregnið heldur áfram í Skákþingi Reykjavíkur

Áfram er haldið í Skákþinginu, spennan eykst og í hverri umferð má finna mörg glæsileg tilþrif.  Hér eru nokkur dæmi um þau: Sigurbjörn Björnsson – Þór Valtýsson. Fide meistarinn er búinn að saumaað Þór og innbyrðir hér vinninginn laglega. Hvítur á leik.Oliver Aron Jóhannesson – Nansý Davíðsdóttir. Menn hvíts eru stilltir upptil sóknar og bíða færis. Hvítur á leik.Haraldur Baldursson ...

Lesa meira »

Einar Hjalti og Jón Viktor á toppnum í Skákþingi Reykjavíkur

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson unnu báðir viðureignir sínar í sjöttu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöldi og eru efstir og jafnir með 5,5 vinning.  Jón Viktor vann öruggan sigur á Fide meistaranum Davíð Kjartanssyni eftir ónákvæmni Davíðs snemma skákar.  Einar Hjalti hafði hinsvegar betur gegn kollega sínum, Sigurbirni Björnssyni, eftir slæman ...

Lesa meira »

Skákir sjöttu umferðar Skákþings Reykjavíkur

Reitirnir eru enn volgir eftir baráttuna í sjöttu umferð Skákþings Reykjavíkur sem lauk um miðnætti í gærkvöldi.  Engu að síður hefur Kjartan Maack þegar innfært skákirnar sem eru aðgengilegar í hlekk hér að neðan.  Sjöunda umferð fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Myndir Mótstöflur ...

Lesa meira »

Stelpuskákæfingar Taflfélags Reykjavíkur í fullum gangi

Öflugt barna-og unglingastarf Taflfélags Reykjavíkur er á miklu flugi og vill félagið vekja athygli á sérstökum skákæfingum fyrir stelpur og konur á öllum aldri. Stelpuæfingarnar eru á laugardögum kl. 12.30-13.45 og eru þær ókeypis líkt og aðrar barna- og unglingaæfingar T.R.   Stelpuæfingarnar hafa vakið mikla lukku og sífellt fleiri stúlkur sækja nú vikulegar æfingar Taflfélags Reykjavíkur. Félagið sendi eitt ...

Lesa meira »

Mikil spenna í Skákþingi Reykjavíkur – Ólafur vann Lenku

Að loknum fimm umferðum í Skákþingi Reykjavíkur er alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson efstur með 4,5 vinning ásamt Fide meisturunum Einari Hjalta Jenssyni og Davíð Kjartanssyni.  Einar Hjalti og Jón Viktor gerðu stutt jafntefli sín í milli en Davíð sigraði Þorvarð Fannar Ólafsson nokkuð örugglega. Óvæntustu úrslit mótsins hingað til litu dagsins ljós í fimmtu umferðinni þegar Ólafur Gísli Jónsson ...

Lesa meira »

Skákir 5. umferðar Skákþings Reykjavíkur

Kjartan Maack tryggir skjótt aðgengi að skákum Skákþings Reykjavíkur og hefur þegar afgreitt skákir fimmtu umferðar sem fór fram í gær.  Sjötta umferð fer fram á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Myndir Mótstöflur SÞR Skákmeistarar Reykjavíkur

Lesa meira »

Fléttur og fjör í Skákþingi Reykjavíkur

Skákmenn þekkja vel þá ljúfu tilfinningu sem fylgir því að koma auga á laglega fléttu til að klekkja á andstæðingnum.  Flétturnar geta verið af ýmsu tagi; allt frá örfáum leikjum upp í lengri og flóknari leikjaraðir sem ýmist gefa unnið tafl eða verulega stöðulega yfirburði.  Sterkir skákmenn vita hvenær á að leita að fléttum (taktík), þeir vita hvenær staðan er ...

Lesa meira »

Einar, Jón og Þorvarður efstir í Skákþingi Reykjavíkur

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum í Skákþingi Reykjavíkur.  Í fjórðu umferð, sem fór fram á miðvikudagskvöld, sigraði Jón Viktor stórmeistara kvenna Lenku Ptacnikovu, Þorvarður hafði betur gegn Fide meistaranum Sigurbirni Björnssyni og Einar Hjalti vann Atla Jóhann Leósson.  Fide ...

Lesa meira »

Pörun 4. umferðar í Skákþingi Reykjavíkur

Fjölmennt Skákþing Reykjavíkur er í fullum gangi og hefst fjórða umferð á miðvikudagskvöld kl. 19.30. Sterkustu keppendurnir fara nú að mætast innbyrðis og á efsta borði verður spennandi viðureign þar sem alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson stýrir hvítu mönnunum gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu. Á næsta borði hefur Þorvarður F. Ólafsson hvítt gegn Fide meistaranum Sigurbirni Björnssyni en báðir hafa þeir átt ...

Lesa meira »

Fimm með fullt hús í Skákþingi Reykjavíkur

Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistararnir Sigurbjörn Björnsson og Einar Hjalti Jensson, stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova og Þorvarður F. Ólafsson hafa öll þrjá vinninga að loknum þremur umferðum í Skákþingi Reykjavíkur sem fram fór í dag.  Fimm keppendur fylgja í kjölfarið með 2,5 vinning.   Jón Viktor sigraði Oliver Aron Jóhannesson, Sigurbjörn lagði Mikael Jóhann Karlsson, Einar Hjalti hafði ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna

Vignir Vatnar Stefánsson varð um helgina Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri annað árið í röð.  Vignir hlaut 8,5 vinning í níu skákum og varð jafn Óskari Víkingi Davíðssyni að vinningum en þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign.  Vignir hafði svo betur í spennandi tveggja skáka einvígi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn á sínu síðasta ári í þessu móti ...

Lesa meira »

Fátt óvænt í annari umferð Skákþings Reykjavíkur

Úrslit í annari umferð Skákþings Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, voru flest eftir bókinni ef frá eru skilin jafntefli Júlíusar Friðjónssonar og Jóns Úlfljótssonar annarsvegar og Harðar Arons Haukssonar og Stefáns Bergssonar hinsvegar.  Önnur úrslit voru flest á þann veg að sá stigahærri vann þann stigalægri.   Eftir tvær umferðir hafa fjórtán keppendur fullt hús vinninga en í þriðju ...

Lesa meira »

Hvað gerist í Skákþinginu?

Nú þegar styttist í aðra umferð Skákþings Reykjavíkur er ekki úr vegi að reyna að spá örlítið fyrir um framvindu mála.  Metþátttaka er í mótinu og ljóst að mörg óvænt úrslit eiga eftir að líta dagsins ljós.  Hver vinnur?  Hver kemur mest á óvart?  Hver hækkar mest á stigum?  Hver vinnur óvæntasta sigurinn?  Mikill fjöldi ungra og upprennandi skákmanna gefur ...

Lesa meira »

Skákir fyrstu umferðar SÞR

Kjartan Maack hefur slegið inn skákirnar úr fyrstu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór á sunnudaginn.  Önnur umferð fer fram á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19.30. Úrslit, staða og pörun Skákir: 1 Myndir Mótstöflur SÞR Skákmeistarar Reykjavíkur

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2014 hafið – Metþátttaka

75 keppendur hófu í dag leik á 83. Skákþingi Reykjavíkur og er það mesta þátttaka í a.m.k. fimmtán ár og líklega þarf að fara 5-10 ár lengra aftur í tímann til að finna Skákþing með sambærilegum fjölda keppenda.  Mótið er vel skipað og styrkleikabreiddin er góð þar sem er að finna allt frá ungum byrjendum sem eru að stíga sín ...

Lesa meira »

Myndaannáll

Nýtt ár er gengið í garð, Skákþing Reykjavíkur er á næsta leyti, og starf Taflfélags Reykjavíkur blómstrar sem aldrei fyrr á sínu 114. starfsári.  Hér fylgja nokkrar myndir frá starfinu í vetur. Skákvertíðin hófst venju samkvæmt með Stórmóti Árbæjarsafnsog Taflfélags Reykjavíkur.Torfi Leósson sést hér rogast með tröllvaxna drottningu.  Í mótinusjálfu sigruðu Róbert Lagerman og Hallgerður H. Þorsteinsdóttir.Haustmótið var vel skipað ...

Lesa meira »

Skákþing Reykjavíkur 2014

Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 5. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.Sú nýbreytni verður að boðið er upp á tvær ...

Lesa meira »