Vignir Vatnar Íslandsmeistari barnaVignir Vatnar Stefánsson varð um helgina Íslandsmeistari barna tíu ára og yngri annað árið í röð.  Vignir hlaut 8,5 vinning í níu skákum og varð jafn Óskari Víkingi Davíðssyni að vinningum en þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign.  Vignir hafði svo betur í spennandi tveggja skáka einvígi og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn á sínu síðasta ári í þessu móti og er þar með tvöfaldur Íslandsmeistari barna en auk þess er hann Íslandsmeistari 13 ára og yngri og Norðurlandameistari 11 ára og yngri.

 

Alls tóku 14 krakkar út Taflfélagi Reykjavíkur þátt í mótinu og öll stóðu þau sig afbragðs vel og halda áfram að safna í reynslubankann því ef það er einhvern tíma mikilvægt að tefla mikið, aftur og aftur, þá er það á fyrstu árum taflmennskunnar.  Af T.R. krökkunum kom Mykhaylo Kravchuk næstur með 6,5 vinning en síðan komu Róbert Luu, Sævar Halldórsson, Davíð Dimitry Indriðason, Björn Magnússon og Ólafur Örn Olafsson allir með 6 vinninga, Guðni Viðar Friðriksson og Benedikt Ernir Magnússon með 5 vinninga, Freyja Birkisdóttir og Alexander Már Bjarnþórsson með 4,5 vinning, Unnsteinn Beck með 4 vinninga, Freyr Grímsson með 3,5 vinning og Kári Christian Bjarkarson með 1 vinning.

 

Taflfélag Reykjavíkur óskar þessum glæsilega hópi barna, sem allur hefur sótt laugardagsæfingar félagsins af krafti, til hamingju með árangurinn og Vigni Vatnari sérstaklega með Íslandsmeistaratitilinn.  Nánar er fjallað um Íslandsmótið hér.

  • Lokastaða