Daði Hraðskákmeistari T.R.Nýkrýndur Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, Daði Ómarsson, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér einnig Hraðskákmeistaratitilinn á sunnudag þegar Hraðskákmót T.R. fór fram.  Daði hlaut 12 vinninga úr 14 skákum og varð efstur en tefldar voru 2×7 umferðir.  Landsliðsmaðurinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, var annar með 11,5 vinning og Mikael Jóhann Karlsson þriðji með 10 vinninga en hann vann m.a. Hjörvar Stein 1,5-0,5.

24 keppendur tóku þátt og skákstjórn var í öruggum höndum Ólafs S. Ásgrímssonar.  Jafnframt fór fram verðlaunaafhending fyrir Tölvuteksmótið – Haustmót T.R. og má finna myndir frá henni ásamt hraðskákmótinu hér.