Nú er bara að hlakka til Jólaskákæfingarinnar á laugardaginn kemur, 6. nóvember kl. 14. Þetta er sameiginleg jólaskákæfing fyrir alla skákhópana í TR! Byrjendahópurinn, stúlknahópurinn, afrekshópurinn, og krakkarnir sem sækja almennu kl. 14 æfingarnar mæta þá saman á þessa skemmtilegu æfingu. Líkt og síðustu ár þá ætlum við að hafa Fjölskylduskákmót þar sem krakkarnir keppa í 2. manna liðum með ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Fjölmennasta Jólaskákmót TR og SFS frá upphafi!
Árlegt Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur var haldið dagana 1.-2.desember síðastliðinn. Líkt og síðustu ár var mótið afar vel sótt, bæði af ungum skákmönnum sem og gestum. Alls tefldu 50 skáksveitir á mótinu sem er metþátttaka, en í fyrra var einnig sett þátttökumet þegar 44 skáksveitir öttu kappi. Mótið í fyrra heppnaðist frábærlega sem hefur vafalítið átt ...
Lesa meira »Magnús og Þorvarður leiða á Vetrarmótinu
Magnús Pálmi Örnólfsson og Þorvarður Fannar Ólafsson eru efstir og jafnir með 5 vinninga að loknum sex umferðum á Vetarmóti öðlinga. Í sjöttu og næstsíðustu umferðinni sem fór fram í gærkveldi vann Magnús Siguringa Sigurjónsson en Þorvarður lagði Sverri Örn Björnsson. Hvorki fleiri né færri en sex keppendur koma næstir með 4 vinninga. Það er ljóst að baráttan á lokasprettinum verður æsispennandi ...
Lesa meira »Guðni Stefán er Úlfurinn 2014
Það var fámennt en góðmennt á Úlfinum 2014 sem fram fór síðastliðið föstudagskvöld. Greinilegt er á þátttökunni að óttinn heltók marga sterka skákmenn, sem gera hefði mátt fyrirfram ráð fyrir að myndu sækja stíft að sigra Úlfinn. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Þorsteins Þorsteinssonar á mótinu, en hann hélt til fjalla skömmu fyrir fyrstu umferð og hefur lítið til ...
Lesa meira »Vetrarmótið heldur áfram á morgun – Allt að verða vitlaust
Sjötta og næstsíðasta umferð Vetrarmóts öðlinga fer fram á miðvikudagskvöld en mikil spenna er hlaupin í mótið eftir úrslit fimmtu umferðar og eru nú þrír stigahæstu keppendurnir efstir og jafnir. Fyrir orrustur sjöttu umferðar hafa þeir Magnús Pálmi Örnólfsson, Sverrir Örn Björnsson og Þorvarður Fannar Ólafsson 4 vinninga en næstir með 3,5 vinning koma Magnús Magnússon, Siguringi Sigurjónsson og John Ontiveros. ...
Lesa meira »Rimaskóli og Laugalækjarskóli sigruðu á Jólamóti TR og SFS
Glæsilegu og vel sóttu Jólamóti TR og SFS lauk í gærkvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Í úrslitakeppni yngri flokks sigraði sveit Rimaskóla og fékk hún 10,5 vinning. Í 2.sæti varð Ölduselsskóli með 8,5 vinning. Fossvogsskóli endaði í 3.sæti með 4 vinninga. Í eldri flokki sigraði Laugalækjarskóli með 18,5 vinning en Árbæjarskóli kom í humátt á eftir með 18 vinninga. Rimaskóli ...
Lesa meira »Frábær skemmtun á Jólaskákmóti TR og SFS
Hátt í 200 börn settust til tafls í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í dag er teflt var í yngri flokki Jólaskákmóts TR og Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, bæði við framkvæmd mótsins en ekki síður á taflborðunum sjálfum þar sem hart var tekist á í drengilegri keppni. Mótið var tvískipt og hóf Suður ...
Lesa meira »Jólamót TR og SFS – Metþátttaka!
Hið árlega Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefst á morgun sunnudag í skákhöll T.R. Faxafeni 12 með keppnin í yngri flokki. Aldrei áður hafa jafnmargar sveitir verið skráðar til leiks eða 52 en í fyrra sem þá var met tóku 44 sveitir þátt. Mótið í fyrra tókst frábærlega og eflaust á það þátt í metþátttöku í ár, ...
Lesa meira »Úlfurinn 2014 – upphafsstöður
Hér koma stöðurnar sex sem gefnar verða upp fyrir baráttuna um Úlfinn 2014! Nú er bara að stúdera af kappi! Mótið hefst kl. 20.00 föstudagskvöldið, 20 ára aldurstakmark og 500 kr. inn (eða 30 sænskar krónur). Allir velkomnir, til að tefla eða fylgjast með. Góða skemmtun!
Lesa meira »Skemmtikvöld í TR !
Hann veldur skelfingu og angist hjá sumum. Vellíðan og hugarró hjá öðrum. Hann er altalaður, eftir honum hefur verið beðið og hér kemur hann. Úlfurinn 2014 fer fram nú á föstudagskvöldið á síðasta skemmtikvöldi ársins. Tefldar verða stöður úr skákum hins magnaða sænska stórmeistara Ulf Andersson. Fyrirkomulagið er það sama og var á Anöndinni 2014. Allir skákmenn og þá sérstaklega ...
Lesa meira »Jólamót TR og SFS fer fram á sunnudag og mánudag
Yngri flokkur (1. – 7. bekkur) Keppnisstaður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 Keppt verður í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er að senda A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru 4 keppendur og 0-2 til vara. Í yngri flokki verður keppt í tveimur riðlum sunnudaginn 30. nóvember. Suður riðill hefur keppni kl. 10.30 ...
Lesa meira »Símon sigraði á afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar
Frétt frá Hróknum og Taflfélagi Reykjavíkur: Símon Þórhallsson frá Akureyri sigraði á MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar, sem Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur stóðu fyrir í Ráðhúsinu á degi íslenskrar tungu. Um sextíu börn og unglingar kepptu á mótinu. Símon sigraði í öllum skákum sínum og hlaut 7 vinninga. Næstur kom Þorsteinn Magnússon með 6 vinninga og í 3.-4. sæti urðu Vignir ...
Lesa meira »TR sveitir Íslandsmeistarar í öllum flokkum
Skáksveitir Taflfélags Reykjavíkur unnu allt sem var í boði á Íslandsmóti unglingasveita sem fram fór í gær. TR sendi átta sveitir til leiks, sem er met og tveimur sveitum fleira en fyrra met, sem TR átti frá því í fyrra. Á sama tíma var þátttökumet slegið í mótinu, en 20 sveitir tóku þátt. Samtals tefldu 38 krakkar fyrir hönd TR ...
Lesa meira »Vetrarmót öðlinga í fullum gangi – Magnús efstur
Vetrarmót öðlinga er nú haldið í fjórða sinn og að loknum þremur umferðum er Magnús Magnússon efstur með fullt hús vinninga en Magnús Pálmi Örnólfsson, Þorvarður Fannar Ólafsson og Sverrir Örn Björnsson koma næstir með 2,5 vinning en þess má geta að Sverrir sigraði á mótinu fyrir tveimur árum.Í þriðju umferð sem fór fram á miðvikudagskvöld hafði Magnús betur gegn ...
Lesa meira »Ný íslensk skákbók fyrir byrjendur
Formaður Taflfélags Reykjavíkur, Björn Jónsson, hefur látið mikið að sér kveða á síðustu misserum. Meðal verka hans eru vönduð íslensk kennsluhefti fyrir byrjendur í skák sem notuð hafa verið við skákkennslu í félaginu að undanförnu og notið mikilla vinsælda. Björn hefur nú sett hluta heftanna undir einn hatt í nýrri og glæsilegri bók, Lærðu að tefla, sem gefin er út af ...
Lesa meira »Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar
MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur Mót fyrir börn á grunnskólaaldri — Sunnudagur 16. nóvember kl. 14 — Mjög vegleg verðlaun — Skráið ykkur sem fyrst! Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. ...
Lesa meira »Stefán Kristjánsson er Karlöndin 2014
Í gærkvöld fór fram þriðja skemmtikvöld Talffélags Reykjvíkur þar sem keppt var um titilinn Karlöndin 2014. Átján keppendur voru mættir til leiks til að hita upp fyrir heimsmeistareinvígi Carlsen og Anand sem hófst í dag með bráðskemmtilegri skák. Það var ekki síður fjörlega teflt á skemmtikvöldinu og keppnin hörð. Forgjafarkerfið á klukkunni var skemmtileg nýbreitni og máttu margir stigaháir keppendur ...
Lesa meira »Önnur umferð Vetrarmótsins
Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram önnur umferð Vetrarmóts öðlinga í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Líkt og í fyrstu umferð voru mörg úrslit eftir bókinni góðu, þ.e.a.s hinir stigahærri unnu þá stigalægri. Arnfinnur Bragason (1396) heldur þó áfram að gera góða hluti og eftir að hafa gert jafntefli við Kjartan Másson (1797) í fyrstu umferð lagði hann nú John Ontiveros (1766) að velli. ...
Lesa meira »Upphafsstöður fyrir skemmtikvöldið!
Á föstudagskvöld kl. 20.00 er komið að þriðja skemmtikvöldi vetrarins! Í tilefni af einvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand um heimsmeistartitilinn sem hefst í Sochi á laugardag munum við tefla stöður úr innbyrðis viðureignum þessara miklu meistara. Sex af þeim 12 stöðum sem hægt verður að velja úr eru nú birtar! r1bq1rk1/pp3ppp/5n2/n2p4/2pP2P1/P1P1PP2/4N1BP/R1BQK2R w KQ – 3 12 2rr2k1/p4pp1/1qn1bb1p/3p4/1P3B2/P1p1PN1P/2Q1BPP1/1R1R2K1 ...
Lesa meira »Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur framundan!
Á föstudagskvöld kl. 20.00 er komið að þriðja skemmtikvöldi vetrarins! Í tilefni af einvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand um heimsmeistartitilinn sem hefst í Sochi á laugardag munum við tefla stöður úr innbyrðis viðureignum þessara miklu meistara. En eins og alltaf á skemmtikvöldum TR þá eru sérreglur varðandi mótið. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi: Tímamörkin eru sótt í smiðju Stefáns Steingríms Bergssonar ...
Lesa meira »