Jólaskákæfing TR á laugardag!



Nú er bara að hlakka til Jólaskákæfingarinnar á laugardaginn kemur, 6. nóvember kl. 14. Þetta er sameiginleg jólaskákæfing fyrir alla skákhópana í TR! Byrjendahópurinn, stúlknahópurinn, afrekshópurinn, og krakkarnir sem sækja almennu kl. 14 æfingarnar mæta þá saman á þessa skemmtilegu æfingu.

Líkt og síðustu ár þá ætlum við að hafa Fjölskylduskákmót þar sem krakkarnir keppa í 2. manna liðum með fjölskyldumeðlimi, pabba, mömmu, afa, ömmu, frænda eða frænku, já eða systkini.

Einnig verður boðið upp á aðra skemmtilega hluti á jólaæfingunni, eins og t.d. Tónlistaratriði og svo verða eins og alltaf veitt verðlaun fyrir ástundun og árangur á æfingum Taflfélagsins.

Mörg flott lið eru þegar skráð til leiks, t.d. : Peðin í takkaskónum, “Bismarck”, Peð í jólastuði, Drekatemjararnir, Kóngarnir, Peðasníkir og Mátþefur, Stúfur og Leppunarlúðinn og fjölmörg fleiri lið, sum sem eru enn að hugsa um hvað þau ætla að heita! Það stefnir í skemmtilegt og fjölskrúðugt mót!

Endilega skráið liðin ykkar fyrirfram í tölvupósti ( taflfelag@taflfelag.is eða sigurlaugreginaf@gmail.com ) sem fyrst, því það auðveldar allan undirbúning að vita fjölda liðanna!

Jólasveinahúfur er velkomnar!

Sjáumst hress á skrautlegustu æfingu ársins!