Author Archives: Kjartan Maack

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9.september

IMG_9420

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2018 hefst sunnudaginn 9. september kl.13:00. Mótið, sem er hið 85. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Björgvin Víglundsson. Sigurvegari Haustmótsins árið ...

Lesa meira »

Borgarskákmótið haldið þriðjudaginn 21.ágúst kl.16

20170814_180925

Borgarskákmótið fer fram þriðjudaginn  21. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Líkt og undanfarin ár fer mótið fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélagið Huginn að mótinu. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur + 2 sekúndur á leik (4+2). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga og er öllum opið. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Einnig ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur á haustönn 2018 – Skráning hafin!

IMG_8942

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins. Skákkennsla á haustönn 2018 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur ...

Lesa meira »

Jóhann Hjartarson hlutskarpastur á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

IMG_1774

Stórmeistarar og aðrir minni leiddu saman hesta sína á Stórmóti Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur í dag. Að venju komu keppendur úr ýmsum áttum og voru á ýmsum aldri. Sigurstranglegastir fyrirfram voru óneitanlega stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson, enda fór það svo að Jóhann hafði sigur með 7 vinningum úr 8 skákum. Sigurinn var sannfærandi og leyfði Jóhann aðeins ...

Lesa meira »

Kjartan endurkjörinn formaður TR

TR_300w

Kjartan Maack var endurkjörinn formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem haldinn var nýverið. Ein breyting varð á stjórn félagsins er Una Strand Viðarsdóttir tók sæti í aðalstjórn. Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2018-2019 skipa Kjartan Maack, Þórir Benediktsson, Magnús Kristinsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Ríkharður Sveinsson, Gauti Páll Jónsson og Una Strand Viðarsdóttir. Varastjórn félagsins næsta starfsár skipa Eiríkur Björnsson, Daði Ómarsson, ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR haldið sunnudaginn 12.ágúst

kornusogkjothusdg-800x1200 (2)

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 12. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi á þessu fyrsta skákmóti starfsársins 2018-2019. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl.14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson sigraði á Meistaramóti Truxva

20180521_202053

Það var sjálfur Íslandsmeistarinn, Guðmundur Kjartansson, sem sigraði á Meistaramóti Truxva 2018 sem fram fór á annan í hvítasunnu. Guðmundur tefldi örugglega og landaði 10 vinningum af 11 mögulegum. Alls tóku 20 keppendur þátt, þar af 4 titilhafar. Eitthvað vantaði af „stigamönnum” til að stríða Íslandsmeistaranum en gestirnir að þessu sinni voru þrír efnilegir Blikar, þrír grjótharðir Skákgengismenn og Fjölnismaðurinn ...

Lesa meira »

Meistaramót TRUXVA á annan í hvítasunnu – 21.maí

20170606_233634

Meistaramót Truxva fer fram annan í hvítasunnu, þann 21. maí, en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Truxvi, ungliðahreyfing TR, býður TR-ingum af öllum stærðum og gerðum, auk nokkurra velunnara ungliðahreyfingarinnar, til að taka þátt í þessu skemmtilega og öfluga hraðskákmóti. Tefldar verða 11 umferðir og notast verður við alþjóðlegu hraðskáktímamörk Fide, 3 mínútur á mann og ...

Lesa meira »

Boðsmóti TR frestað um óákveðin tíma

IMG_9660

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur sem fyrirhugað var helgina 25.-27.maí hefur verið frestað um óákveðin tíma. Ástæðan er sú að bæði Meistaramót Skákskóla Íslands sem og Aðalfundur Skáksambands Íslands eru á sama tíma. Boðsmótið verður auglýst þegar ný dagsetning liggur fyrir.

Lesa meira »

Fjölmenn og fjörug Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20180506_140410

Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 6.maí í húsakynnum félagsins að Faxafeni 12. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og hófst með því að nýjasti stórmeistari TR/Íslands, Bragi Þorfinnsson var boðinn velkominn. Bragi byrjaði ungur að tefla og fór fljótlega á skákæfingar í TR og hlustuðu krakkarnir með mikilli athygli á frásögn Braga um skákiðkun hans sem barns og ráð hans um hvað ...

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 4 haldið 27.apríl

IMG_9403

Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27.apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum ...

Lesa meira »

Hraðskákmótaröð TR – Mót 4

IMG_9806

Fjórða mót Hraðskákmótaraðar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldið 27.apríl í skáksal TR að Faxafeni 12. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótið er opið öllum skákmönnum með yfir 2000 skákstig, eða þeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofið 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til þess að bjóða völdum gestum undir 2000 stigum að tefla með. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót TR sunnudaginn 25.mars

paskaeggja3_2015-14 (2)

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25.mars. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Mótið verður tvískipt að þessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir: 1.-3.bekkur kl.12:30 – 14:30. 4.-7.bekkur kl. 15:00 – 17:00. Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú ...

Lesa meira »

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur haldið 25.mars

paskaeggja3_2015-14 (2)

Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25.mars. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk. Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2). Mótið verður tvískipt að þessu sinni og er dagskrá mótsins sem hér segir: 1.-3.bekkur kl.12:30 – 14:30. 4.-7.bekkur kl. 15:00 – 17:00. Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú ...

Lesa meira »

Landsliðsþjálfari Úkraínu setur upp þjálfunarbúðir hjá Taflfélagi Reykjavíkur

20180227_142612

Stórmeistarinn Oleksandr Sulypa, landsliðsþjálfari Úkraínu, er staddur hér á landi þessa vikuna í boði Taflfélags Reykjavíkur. Oleksandr mun slá upp þjálfunarbúðum næstu daga í skáksal félagsins þar sem bæði verða hóptímar og einkatímar á boðstólnum fyrir sterkustu og virkustu skákmenn félagsins. Auk þess kemur hann til með að tefla með TR í Íslandsmóti skákfélaga sem hefst næstkomandi fimmtudagskvöld. Oleksandr hefur ...

Lesa meira »

Helgi Áss Grétarsson er Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2018

IMG_9806

Það var fjörlega teflt síðastliðið miðvikudagskvöld er Hraðskákmót Reykjavíkur var haldið í salarkynnum Taflfélags Reykjavíkur. Margir keppendur gengu vasklega fram, enginn þó meira en stórmeistarinn brosmildi Helgi Áss Grétarsson. Helgi Áss lék á alls oddi og vó mann og annan langt fram eftir kvöldi, og voru sumir andstæðingarnir klofnir í herðar niður. Helgi sem hefur brýnt skákkuta sína af kostgæfni að undanförnu ...

Lesa meira »

Róbert Luu, Benedikt Briem og Stefán Orri Davíðsson komust í úrslit Barna-Blitz

20180224_141633

Gauti Páll Jónsson skrifar Fjölmennt og æsispennandi laugardagsmót barna var haldið þann 25. febrúar. 32 börn tóku þátt en það sem var merkilegt við þetta mót var að þrír efstu í mótinu gátu tryggt sér þátttöku í Reykjavík Barna-Blitz sem verður í Hörpunni samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Einnig dró til tíðinda er hópur norskra krakka mætti á svæðið og stóðu þau sig ...

Lesa meira »

Bragi Þorfinnsson orðinn stórmeistari!

20171019_193452

Bragi Þorfinnsson var rétt í þessu að tryggja sér lokaáfanga að stórmeistaratitli. Hann vann ensku skákkonuna Jovanka Houska í lokaumferð skákmóts í Kragerø í Danmörku. Bragi fékk 7 vinninga í 9 skákum. Bragi lenti í 2.sæti í mótinu, hálfum vinningi á eftir norska stórmeistaranum Jon Ludvig Hammer. Bragi er því 14.stórmeistari okkar Íslendinga. Til hamingju Bragi Þorfinnsson!

Lesa meira »

Daði Ómarsson fór hamförum á Hraðskákmótaröð TR

20180223_194250

Daði Ómarsson gaf engin grið á Hraðskákmótaröð TR þegar Mót 2 var teflt í kvöld. Daði nældi sér í 10,5 vinning í 11 skákum og var 1,5 vinning fyrir ofan sigurvegara fyrsta mótsins, Vigni Vatnar Stefánsson, sem varð annar með 9 vinninga. Hilmir Freyr Heimisson varð þriðji með 8 vinninga. Tefldar voru 11 umferðir, allir við alla, með tímamörkunum 3+2. ...

Lesa meira »