Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Daði með fullt hús á fimmtudagsmóti

Daði Ómarsson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins.  Menn voru óvenju skákþyrstir að þessu sinni og tefldu allir við alla eða 11 umferðir og sigraði Daði alla sína andstæðinga.  Í öðru til þriðja sæti með 8,5 vinning urðu síðan Helgi Hauksson og hinn ungi og efnilegi Páll Andrason sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Úrslit: 1. Daði Ómarsson ...

Lesa meira »

Mikil spenna fyrir lokaumferð Haustmótsins

Í áttundu umferð Haustmóts TR sem fram fór í gærkveldi bar það helst til tíðinda að Torfi Leósson sigraði efsta mann mótsins, Davíð Kjartansson.  Á sama tíma gerða Hrafn Loftsson jafntefli við Jóhann H. Ragnarsson og náði þar með Davíð að vinningum en þeir eru efstir og jafnir með 5,5 vinning en Torfi er þriðji með 5 vinninga.  Því er ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Fórnarskákir á laugardagsæfingu

Fórnir, framhjáhlaup og pattstöður voru á dagskrá á laugardagsæfingunni 8. nóvember. Sævar Bjarnason, skákþjálfari T.R. fékk óskipta athygli við stóra, gamla skáksýningarborðið okkar þegar hann sýndi skrýtna skák sem tefld var í Vín fyrir 135 árum síðan! Þar fórnaði svartur meira að segja drottningunni en uppskar að lokum jafntefli eftir þráskák. Víst er að nokkrar skákir hjá krökkunum enduðu einmitt ...

Lesa meira »

Davíð efstur þegar tvær umferðir eru eftir

Sjöunda umferð Haustmótsins var tefld í kvöld.  Í a-flokki lagði Davíð Kjartansson Sævar Bjarnason og heldur því efsta sætinu með 5,5 vinning. Í b-flokki er Bjarni Jens Kristinsson efstur sem fyrr með 5,5 vinning, vinningi meira en næstu menn. Ólafur Gísli Jónsson hefur náð forystu í c-flokki eftir sigur í dag á meðan Páll Sigurðsson beið lægri hlut gegn sínum ...

Lesa meira »

Davíð efstur á Haustmótinu

Davíð Kjartansson hefur tekið forystu á Haustmóti TR eftir sigur á Hrafni Loftssyni í sjöttu umferð sem tefld var í gærkveldi.  Davíð hefur 4,5 vinning en næstur kemur Hrafn með 4 vinninga en þrír skákmenn eru jafnir í 3.-5. sæti með 3 vinninga. Í b-flokki heldur Bjarni Jens Kristinsson áfram góðu gengi og lagði Kristján Örn Elíasson og heldur því ...

Lesa meira »

Torfi sigraði á fimmtudagsmóti

Torfi Leósson sigraði nokkuð örugglega á fimmtudagsmóti kvöldsins en hann hlaut 8 vinninga af 9, 1,5 vinningi meira en Jon Olav og Ingi Tandri sem komu næstir með 6,5 vinning. Úrslit: 1. Torfi Leósson 8 v 2-3. Jon Olav Fivelstad, Ingi Tandri Traustason 6.5 4. Dagur Andri Friðgeirsson 6  5. Helgi Brynjarsson 5.5  6-7. Kristján Örn Elíasson, Páll Andrason 5  ...

Lesa meira »

Enn leiðir Hrafn á Haustmótinu

Þegar fimm umferðir hafa farið fram á Haustmóti TR er núverandi skákmeistari TR, Hrafn Loftsson efstur í a-flokki með 4 vinninga eftir sigur á Þór Valtýssyni.  Hinn ungi Atli Freyr Kristjánsson hefur staðið sig mjög vel og deilir öðru til þriðja sæti með Davíð Kjartanssyni. Í b-flokki eru leikar heldur að jafnast en stigalægsti maður flokksins, Bjarni Jens Kristinsson, leiðir ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Sérstök aukaverðlaun ...

Lesa meira »

Fjölmennt á laugardagsæfingu

Mjög góð mæting var á laugardagsæfingunni 1. nóvember. 18 krakkar mættu galvösk og pældu meðal annars í peðsendatöflum með Sævari Bjarnasyni, skákþjálfara T.R. Síðan var slegið upp 5 umferða móti.   Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Vilhjálmur Þórhallssson 5v. 2-3. Þorsteinn Freygarðsson og Aron Daníel Arnalds 4v. 4-5. Mias Ólafarson og Kveldúlfur Kjartansson 3 ½ v.   Þau sem tóku einnig þátt ...

Lesa meira »

Þrír leiða í a-flokki – Helgi með fullt hús í b-flokki

Þriðja umferð Haustmóts TR fór fram í kvöld.  Öllum skákum a-flokks lauk með jafntefli nema einni þar sem Jón Árni Halldórsson lagði Þór Valtýsson.  Í b-flokki heldur Helgi Brynjarsson áfram góðu gengi og er enn efstur með fullt hús eftir sigur á Sigurjóni Haraldssyni.  Ólafur Gísli Jónsson leiðir í c-flokki, Barði Einarsson leiðir d-flokk og í e-flokki eru Hjálmar Sigurvaldason ...

Lesa meira »

Barna- og unglingaæfing á laugardag

Að venju verður barna- og unglingaæfing TR á morgun laugardag. Æfingin hefst kl. 14 og ásamt taflmenssku verður alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason með kennslu. Æfingin fer fram í húsnæði TR að Faxafeni 12 og er aðgangur ókeypis.

Lesa meira »

Helgi óstöðvandi á fimmtudagsmóti

Helgi Brynjarsson fór hamförum á fimmtudagsmóti TR sem fram fór í gærkvöld.  Lagði hann alla sína níu andstæðinga og þar á meðal hraðskákmeistara TR, Kristján Örn Elíasson, sem átti ekkert svar gegn honum frekar en aðrir.  Annar varð Kristján Örn með 7,5 vinning og Geir Guðbrandsson kom skemmtilega á óvart með 7 vinninga í þriðja sæti. Úrslit: 1. Helgi Brynjarsson ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

2. umferð Haustmótsins fer fram í kvöld

2. umferð Haustmóts TR hefst í kvöld kl. 19.30 en þá mætast: A-flokkur 1 10   Fridjonsson Julius     Loftsson Hrafn 6 2 7 IM Bjarnason Saevar     Bjornsson Sverrir Orn 5 3 8   Leosson Torfi     Halldorsson Jon Arni 4 4 9   Valtysson Thor     Ragnarsson Johann 3 5 1 FM Kjartansson David   ...

Lesa meira »

Heimaskítsmát tekið fyrir á laugardagsæfingu

Það var góður hópur krakka sem mætti á laugardagsæfinguna síðustu. Þema dagsins var veiki reiturinn á f7 og f2, eða sá reitur sem kóngurinn valdar einn í byrjun skákar. Mát á þessum reitum var nokkuð “vinsælt” á þessari æfingu, svo Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari og skákþjálfari, varði tíma í að sýna fram á að hægt er að koma í veg ...

Lesa meira »

Myndir frá 1. umferð Haustmótsins

Glæsilegar myndir frá 1. umferð Haustmótsins má nú finna í myndagalleríinu hér að ofan.  Það var Björn Jónsson sem tók myndirnar.

Lesa meira »

Metþátttaka á Haustmótinu

Haustmót TR hófst í dag en þátttakendur eru um 60 talsins sem líklega er einhver mesta þáttaka í áratug eða svo.  Fjórir lokaðir flokkar eru ásamt opnum e-flokk og urðu úrslit 1. umferðar eftirfarandi: A-flokkur Bo. No.   Name Result   Name No. 1 1 FM Kjartansson David 1 – 0   Fridjonsson Julius 10 2 2   Kristjansson Atli ...

Lesa meira »

Töfluröð A-flokks

Töfluröð A-flokks Haustmótsins var dregin í Skákhöll TR nú í kvöld: 1. Davíð Kjartansson2. Atli Freyr Kristjánsson 3. Jóhann H. Ragnarsson4. Jón Árni Halldórsson 5. Sverrir Örn Björnsson 6. Hrafn Loftsson 7. IM Sævar Bjarnason 8. Torfi Leósson 9. Þór Valtýsson 10. Júlíus L. Friðjónsson Pörun 1. umferðar: 1. Davíð Kjartansson – Júlíus L. Friðjónsson2. Atli Freyr Kristjánsson – Þór ...

Lesa meira »