Þriðja Þriðjudagsmót nóvembermánaðar fór fram síðastliðinn þriðjudag og hafði Torfi Leósson þar sigur. Í öðru sæti varð Helgi Hauksson sem varð jafn Torfa að vinningum en lægri á stigum. Eiríkur K. Björnsson náði að hefla hálfan vinning af báðum í næstsíðustu og síðustu umferð. Menn fara hins vegar ekki langt á að gera mörg jafntefli á Þriðjudagsmótum og seig toppáhrifavaldurinn niður í 5. sæti fyrir friðsemdina en 3. sætinu náði Aron Ellert Þorsteinsson. Ekki þarf að koma á óvart að Helgi náði bestum árangri út frá frammistöðustigum og fær því, ásamt sigurvegaranum Torfa, inneign hjá Skákbúðinni fyrir vikið.
Öll úrslit og stöðu mótsins má annars nálgast hér á chess-results.
Ekki verður hefðbundið Þriðjudagsmót n.k. þriðjudag (30. nóvember) því þá verður seinna kvöldið á Atskákmóti Reykjavíkur (5 umferðir á mánudag og 4 á þriðjudag). Því verður næsta Þriðjudagsmót 7. desember og þá að venju klukkan 19:30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12.