Teflt í Y2000 og U2000 mótunum á miðvikudag5. umferð Y2000 mótsins og 6. umferð U2000 mótsins fara fram á miðvikudag. Vegna samkomutakmarkana verður teflt í húsnæði T.R. og Skákskólans og eru keppendur í Y2000 mótinu beðnir um að nota inngang Skáksambandsins, vestanmegin í húsnæðinu. Samgangur milli mótanna verður ekki heimill.

Hægt er að sjá pörun og stöðu mótanna á chess-results.

Y2000 mótið

U2000 mótið