Tag Archives: skákmót öðlinga

Júlíus Hraðskákmeistari öðlinga

hrad-odl-15

Júlíus L. Friðjónsson sigraði á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gær og er því Hraðskákmeistari öðlinga 2015. Athygli vekur að Júlíus er sjöundi skákmaðurinn sem hlýtur titilinn á jafnmörgum árum. Júlíus var í forystu allan tímann og setti tóninn í þriðju og fjórðu umferð þegar hann lagði helstu keppinauta sína, þá Þorvarð Ólafsson og Pálma Pétursson. Þegar upp var staðið hafði hann ...

Lesa meira »

Fjöltefli og fjör á vorhátíðarskákæfingu TR

vorhatid2015 (7)

Laugardaginn 16. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. Um 40 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem einnig fór fram verðlaunaafhending fyrir ástund og árangur á æfingum félagsins í vetur. Skemmtilegt var hvað mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, afrekshópnum og stelpuskákhópnum. Salurinn var uppraðaður fyrir ...

Lesa meira »

Einar öruggur sigurvegari Skákmóts öðlinga

odl___15 (4)

Skákmóti öðlinga lauk síðastliðið miðvikudagskvöld þegar sjöunda og lokaumferð mótsins fór fram.  Fyrir umferðina hafði Einar Valdimarsson vinningsforskot og dugði því jafnteflil gegn Haraldi Baldurssyni en Einar gerði sér lítið fyrir og kórónaði frammistöðu sína með sigri og hlaut því fullt hús vinninga, tveimur vinningum meira en næstu keppendur.  Viðlíka árangur í Öðlingamótinu hefur ekki sést hin síðari ár en ...

Lesa meira »

Öðlingamótinu lýkur í kvöld – Einar enn einn efstur

odl15_r6__2_

Skákmóti öðlinga lýkur í kvöld þegar sjöunda og síðasta umferðin fer fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Mótið hefur verið sérlega skemmtilegt og hefur Einar Valdimarsson (1945) vakið athygli fyrir frammistöðu sína en hann er í kjörstöðu fyrir kvöldið með fullt hús vinninga, vinningi meira en Þorvarður Fannar Ólafsson (2222). Næstir með 4 vinninga eru Halldór Pálsson (2030), Ögmundur Kristinsson (2030), ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Einar vann eina enn – Einn á toppnum

odl15__r5 (9)

Einar Valdimarsson (1945) fer mikinn á Skákmóti öðlinga og er nú einn efstur með fullt hús vinninga eftir sigur á Guðlaugu Þorsteinsdóttur (1943) í fimmtu umferð.  Einar hefur vinningsforskot á þá félaga, Þorvarð F. Ólafsson (2222) og Halldór Pálsson (2030), sem höfðu betur gegn Haraldi Baldurssyni (1984) og Eiríki K. Björnssyni (1959). Athyglisvert er að skákirnar á fyrstu fjórum borðunum ...

Lesa meira »

Allt á hvolfi í Öðlingamótinu

odl15__ (3)

Ef einhver var farinn að sakna óvæntra úrslita þá getur viðkomandi kvatt þann söknuð strax í upphafi nýs sumars því að fjórða umferð Skákmóts öðlinga sparkaði „hefðbundnum“ úrslitum út um gluggann í Faxafeninu.  Á fyrsta borði gerði Einar Valdimarsson (1945) sér lítið fyrir og lagði stigahæsta keppanda mótsins, Þorvarð F. Ólafsson (2222), með svörtu mönnunum.  Með sigrinum smellti Einar sér ...

Lesa meira »