Tag Archives: skák börn

Kókómjólkurmót Truxva fór fram í gærkvöld!

truxvi_grandfinale_2015-2

Gauti Páll Jónsson dúxaði á Truxvi móti kvöldsins en þá fór fram skemmtikvöld ungu kynslóðarinnar í Taflfélagi Reykjavíkur. Afrekshópurinn hefur hisst reglulega í vetur á fimmtudagskvöldum og teflt af kappi um leið og nokkrum pizzum er sporðrennt. Þessi kvöld hafa verið svar ungliðanna við hinum vinsælu skemmtikvöldum félagsins sem þeir eru ekki enn gjaldgengir á. Níu keppendur voru mættir til ...

Lesa meira »

Fjöltefli og fjör á vorhátíðarskákæfingu TR

vorhatid2015 (7)

Laugardaginn 16. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. Um 40 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð, þar sem einnig fór fram verðlaunaafhending fyrir ástund og árangur á æfingum félagsins í vetur. Skemmtilegt var hvað mæting var góð úr öllum skákhópunum: byrjendahópunum, laugardagsæfingahópnum, afrekshópnum og stelpuskákhópnum. Salurinn var uppraðaður fyrir ...

Lesa meira »

Mykhaylo sigurvegari lokamóts Bikarsyrpunnar

bikar15_r5 (4)

Í dag fóru fram tvær síðustu umferðirnar í fjórða og síðasta móti Bikarsyrpu TR þetta tímabilið og var loftið sannarlega lævi blandið í Skákhöll félagsins að Faxafeni.  Upp úr klukkan tíu í morgun tóku keppendur að tínast á skákstað, enn á ný tilbúnir að murka líftóruna úr andstæðingum sínum, alltsvo á hinum mögnuðu 64-reita borðum. Fyrir fjórðu umferð leiddi Nikulás ...

Lesa meira »

Nikulás efstur á lokamóti Bikarsyrpunnar – Rosaleg barátta

bikars15_ (6)

Slagsmál, bardagar og drápshótanir flugu út um allt í Skákhöllinni í dag en viðstaddir kipptu sér lítið upp við atganginn, jafnvel foreldrar og forráðamenn ungmennanna sem áttu í hlut gerðu ekkert til að stöðva brjálæðið.  Enda var hér um að ræða hina blóði drifnu bardaga taflmannanna þrjátíu-og-tveggja á hinum dýrmætu svart-hvítu reitum, sem telja alls sextíu-og-fjóra, þegar önnur og þriðja ...

Lesa meira »

Fjórða mótið í Bikarsyrpu T.R. hefst föstudaginn 1. maí

kravch_aron

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fjórða mótið í syrpunni hefst föstudaginn 1. maí og stendur til ...

Lesa meira »