Kókómjólkurmót Truxva fór fram í gærkvöld!



truxvilogo_cut

Gauti Páll Jónsson dúxaði á Truxvi móti kvöldsins en þá fór fram skemmtikvöld ungu kynslóðarinnar í Taflfélagi Reykjavíkur.

truxvi_grandfinale_2015-2

Afrekshópurinn hefur hisst reglulega í vetur á fimmtudagskvöldum og teflt af kappi um leið og nokkrum pizzum er sporðrennt. Þessi kvöld hafa verið svar ungliðanna við hinum vinsælu skemmtikvöldum félagsins sem þeir eru ekki enn gjaldgengir á.

truxvi_grandfinale_2015-15truxvi_grandfinale_2015-7

Níu keppendur voru mættir til leiks að þessu sinni og tefldar skákir með 3 mínútur + 2 sekúndur á klukkunni.

truxvi_grandfinale_2015-6truxvi_grandfinale_2015-5

Það varð ljóst snemma að baráttan mundi standa á milli Gauta Páls, Vignis Vatnars og Björns Hólm. Ekki er fyllilega ljóst hvort pizzan fór svona vel í Gauta Pál í hléinu eða hvort löngunin í kókómjólkurfernurnar þrjár sem voru í verðlaun fyrir fyrsta sætið gáfu honum extra kraft en hann fór mikinn seinni hluta móts og kom fyrstur í mark með 7 ½ vinning af níu mögulegum. Í öðru til þriðja sæti urðu svo jafnir að vinningum Björn Hólm og Vignir Vatnar.

grandfinale

Þó nokkuð var um jafntefli í skákunum í kvöld en ekki þó talið að um glæpsamlegt atferli hafi þar verið að ræða sem þurfi að vísa til sannleiksnefndar SÍ til úrskurðar.

truxvi_grandfinale_2015-20

Nú verður gert eitthvert sumarhlé hjá Truxvi, en skemmtikvöld hópsins hafa ekki verið síður vel heppnuð en kvöldin hjá hinum fullorðnu og munu þau hefjast af krafti aftur í haust.