Jóhann H. Ragnarsson tefldi eins og herforingi á þriðjudagsmóti TR þann 30. apríl síðastliðinn og hlaut fjóra vinninga af fjórum mögulegum. Með þrjá vinninga voru Kjartan Maack, Guðni Stefán Pétursson og Gauti Páll Jónsson. Teflt var í einum flokki en fjórir þátttakendur voru með yfir 1900 stig og tíu voru með 1400-1900 stig. Þannig hafa þónokkrir skákmenn nýtt tækifærið og virkjað atskákstigin sín, en þriðjudagsmót TR eru einu reglulegu atskákmótin sem haldin eru á höfuðborgarsvæðinu.
Næsta þriðjudagsmót verður haldið 7.maí og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir 1400 skákstig á einhverjum lista (kappskák, atskák, hraðskák) og flokkaskipt við 1900 stigin.