Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Annar sigur Guðmundar í röð
Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), sigraði Fide meistarann, Davíð Ólafsson (2327), í áttundu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag. Guðmundur hafði svart og fékk nokkuð góða stöðu út úr byrjuninni. Í 27. leik fórnaði Davíð riddara fyrir kóngssókn sem aldrei náði flugi og gafst Davíð upp eftir 45 leiki. Guðmundur er í 7.-8. sæti með 3,5 vinning ...
Lesa meira »