Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Snorri hlaut 5,5 vinning í Serbíu
Fide meistarinn og TR-ingurinn, Snorri G. Bergson (2348), var meðal þátttakenda á nýafstöðnu Belgrade Trophy sem haldið er ár hvert og hefur verið vinsælt meðal Íslendinga. Snorri átti ekki gott mót að þessu sinni og hlaut 5,5 vinning í níu skákum og hafnaði í 44.-62. sæti af 213 keppendum. Árangur hans samsvarar 2072 skákstigum og lækkar hann um 32 stig. ...
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins