Þorsteinn atskákmeistari öðlingaÍ gærkvöldi lauk atskákmóti öðlinga sem T.R. stóð fyrir.  Þátttaka í ár var góð en 25 skákmenn tóku þátt.  Stigahæstur var Þorsteinn Þorsteinsson (2278) en alls voru níu keppendur með meira en 2000 skákstig.

Svo fór að lokum að Þorsteinn og Björn Þorsteinsson (2226) urðu efstir og jafnir með 7 vinninga af 9 en Þorsteinn varð hærri á stigum og er því atskákmeistari öðlinga 2009.  Jafnir í 3.-4. sæti með 6,5 vinning urðu Júlíus L. Friðjónsson (2174) og Stefán Þór Sigurjónsson (2117).

Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson.

  • Chess-Results