Fjórir með fullt hús á Vetrarmóti öðlinga



Önnur umferð fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og voru úrslit nokkuð eftir bókinni en helst má nefna að Þorvarður F. Ólafsson og Siguringi Sigurjónsson gerðu jafntefli en um 250 elo stigum munar á þeim félögum.  Önnur úrslit á efstu borðum voru þau að Júlíus Friðjónsson sigraði Kjartan Ingvarsson, Gylfi Þórhallsson sigraði Bjarna Sæmundsson og þá lagði Sverrir Örn Björnsson Vigni Bjarnason.

 

Júlíus, Gylfi og Sverrir eru efstir með fullt hús ásamt Halldóri Pálssyni sem sigraði Jon Olav Fivelstad.  Fjórir keppendur koma næstir með 1,5 vinning.  Þriðja umferð fer fram á miðvikudagskvöld en pörun hefur ekki farið fram þar sem enn á eftir að tefla tvær frestaðar skákir.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir 1. umf