Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Daði Hraðskákmeistari T.R.

Nýkrýndur Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, Daði Ómarsson, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér einnig Hraðskákmeistaratitilinn á sunnudag þegar Hraðskákmót T.R. fór fram.  Daði hlaut 12 vinninga úr 14 skákum og varð efstur en tefldar voru 2×7 umferðir.  Landsliðsmaðurinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, var annar með 11,5 vinning og Mikael Jóhann Karlsson þriðji með 10 vinninga en hann vann m.a. Hjörvar Stein ...

Lesa meira »

Myndir frá Tölvuteksmótinu

Tæplega eitthundrað myndir er að að finna frá nýafstöðnu Tölvuteksmóti í myndagalleríinu hér á heimasíðu T.R.  Björn Jónsson og Þórir Benediktsson smelltu af.  Hér að neðan fylgir brot úr myndaveislunni.

Lesa meira »

Jón Viktor sigurvegari Tölvuteksmótsins – Daði meistari T.R.

Tölvuteksmótinu – Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur lauk á miðvikudagskvöld þegar níunda og síðasta umferð var tefld við góðar aðstæður í húsnæði félagsins að Faxafeni 12.  Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, hafði þegar tryggt sé sigur en hann hafði 1,5 vinnings forskot á næsta keppanda þegar umferðin hófst.  Baráttan um 2. sætið stóð á milli alþjóðlega meistarans, Sævars Bjarnasonar, stórmeistara kvenna, Lenku ...

Lesa meira »

Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 21.október kl. 14:00.  Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri.  Þrenn verðlaun verða i boði. Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. ...

Lesa meira »

Jón Viktor sigurvegari Tölvuteksmótsins

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, tryggði sér sigur á Haustmótinu þegar hann vann Jóhann H. Ragnarsson í áttundu og næstsíðustu umferðnni sem fram fór á sunnudag.  Þegar einni umferð er ólokið hefur Jón 7 vinninga, 1,5 vinningi meira en stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sem sigraði Sverri Örn Björnsson.  Einar Hjalti Jensson er þriðji með 5 vinninga eftir sigur á Gylfa ...

Lesa meira »

Jón Viktor með örugga forystu á Tölvuteksmótinu

Þegar tvær umferðir eru eftir af Haustmóti T.R. hefur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, 1,5 vinnings forskot á næsta keppanda.  Jón sigraði Kjartan Maack í sjöttu umferð og gerði jafntefli við Einar Hjalta Jensson í þeirri sjöundu og hefur nú 6 vinninga.  Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, er önnur með 4,5 vinning eftir sigra gegn Jóhanni H. Ragnarssyni og alþjóðlega meistaranum, ...

Lesa meira »

Pistill um Íslandsmót skákfélaga

Taflfélagið sendi sex lið til leiks í Íslandsmót skákfélaga sem fór fram um síðastliðna helgi.  Alls tefldu 50 skákmenn fyrir félagið og upp úr stóð þátttaka stórmeistaranna, Friðriks Ólafssonar og Margeirs Péturssonar.  Eftir fyrri hlutann eru A- og B-liðin í 2. sæti 1. og 2. deildar.  Nánari samantekt má lesa hér.

Lesa meira »

Jón Viktor með vinningsforskot á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, er í góðri stöðu að lokinni fimmtu umferð Haustmóts T.R. sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld.  Jón gerði tiltölulega stutt jafntefli við Gylfa Þór Þórhallsson en á sama tíma tapaði alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, fyrir hinum unga Mikael Jóhanni Karlssyni.  Mjög góður sigur hjá Mikael sem þýðir að Sævar er nú jafn Einari Hjalta Jenssyni í ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður

Vegna þátttöku Taflfélags Reykjavíkur í Íslandsmóti skákfélaga um helgina fellur laugardagæfing félagsins niður.  Næsta æfing verður laugardaginn 13. október. Laugardagsæfingarnar

Lesa meira »

Jón Viktor enn með fullt hús á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, vann mjög öruggan sigur á Mikaeli Jóhanni Karlssyni í fjórðu umferð Haustmótsins sem fór fram í dag.  Líkt og í þriðju umferð stýrði Jón svörtu mönnunum og sá Mikael aldrei til sólar.  Þarna fer án efa dýrmæt reynsla í hendur Mikaels.  Jón er því enn efstur með fullt hús en alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, fylgir ...

Lesa meira »

Jón Viktor einn með fullt hús í A-flokki á Tölvuteksmótinu

Alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, er einn efstur með fullt hús vinninga á Haustmóti T.R. eftir öruggan sigur á Daða Ómarssyni í þriðju umferð sem fór fram á föstudagskvöld.  Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason, vann Fide meistarann, Einar Hjalta Jensson, nokkuð óvænt í mikilli baráttuskák.  Sævar er því einn í öðru sæti með 2,5 vinning en Einar og Jóhann H. Ragnarsson, ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Einar Hjalti leiða á Tölvuteksmótinu

Stigahæstu keppendur A-flokks, alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson, og Fide meistarinn, Einar Hjalti Jensson, leiða á Haustmóti T.R. með fullt hús að loknum tveimur umferðum.  Jón Viktor sigraði stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, í annari umferð en Einar Hjalti lagði Jóhann H. Ragnarsson.  Áður hafði Einar sigrað Mikael Jóhann Karlsson í frestaðri skák úr fyrstu umferð.  Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Jóhann Bjarnason, ...

Lesa meira »

Tölvutek aðalstyrktaraðili Haustmótsins

Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudag þegar Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, lék fyrsta leiknum í skák alþjóðlega meistarans, Sævars Bjarnasonar, og Gylfa Þórhallssonar.  Viðureign þeirra var söguleg í meira lagi því þeir tveir hafa teflt flestar kappskákir Íslendinga.   Haustmótið hefur verið haldið sleitulaust síðan 1934 ef frá eru skilin þrjú ár í kringum stríðsárin.  Tæplega 50 ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar Unglingameistari – Donika Stúlknameistari

Vignir Vatnar Stefánsson er Unglingameistari T.R. 2012 og Donika Kolica er Stúlknameistari T.R. 2012. Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 16. september, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferðir tefldar eftir Monradkerfi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og ...

Lesa meira »

Vika í Haustmótið – á þriðja tug keppenda þegar skráður

Nú þegar vika er í Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R. eykst skráningin jafnt og þétt.  Margir sterkir skákmenn eru þegar skráðir til leiks, þeirra  stigahæstur alþjóðlegi meistarinn, Jón Viktor Gunnarsson.  Næstur í stigaröðinni kemur Davíð Kjartansson og þá Einar Hjalti Jensson, sem hefur farið mikinn síðan hann dró fram taflmennina á nýjan leik fyrir skemstu. Skráning í opinn flokk stendur ...

Lesa meira »

Barna- og unglingam.mót T.R. sem og Stúlknam.mót TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 16. september  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2012. Þá verða veitt verðlaun fyrir ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður

Vegna þátttöku Taflfélags Reykjavíkur í Afmælismóti aldarinnar á morgun, laugardag, fellur laugardagæfing félagsins niður.  Næsta æfing verður laugardaginn 22. september. Afmælismót aldarinnar

Lesa meira »

Vetrarstarfið hafið

Vetrarstarf Taflfélags Reykjavíkur hófst að venju með Stórmóti T.R. og Árbæjarsafns 12. ágúst sl. Tveimur dögum síðar fór fram 27. Borgarskákmótið í Ráðhúsinu 14. ágúst. Þetta mót er samstarfsverkefni T.R. og Hellis.   Skákæfingarnar hefjast laugardaginn 8. september! Á laugardögum kl. 11.30-13.30 verða skákæfingar fyrir stelpur á öllum aldri. Strax þar á eftir eða kl. 14-16 verða hinar hefðbundnu laugardagsæfingar fyrir ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast nk laugardag, 8. september

Áratuga löng hefð er fyrir Laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur. Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 8. september. Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Á æfingunum eru æfingaskákmót, skákkennsla, skákþrautir ásamt ýmsum öðrum uppákomum. Þá er boðið upp á léttar veitingar um miðbik æfinganna, en sá partur er orðinn órjúfanlegur hluti af æfingunum hjá börnunum. Haldið er utan um mætingu og ...

Lesa meira »

Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót T.R.

Tölvuteksmótið 2012 – Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 23. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt og öllum opið. Teflt er í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12, á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Alls verða tefldar 9 skákir í ...

Lesa meira »