Allar helstu fréttir frá starfi TR:
Gagnaveitumótið: Einar Hjalti efstur fyrir lokaumferðina
Áttunda og næstsíðasta umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær eftir að tíu daga hlé var gert á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga. Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson hélt áfram á sigurbraut en hann hafði betur gegn Sverri Erni Björnssyni í mikilli baráttuskák. Einar Hjalti er því enn taplaus í mótinu og heldur efsta sætinu með 7 vinninga. ...
Lesa meira »