Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Guðmundur sigurvegari mótsins í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði svo sannarlega stormandi lukku í alþjóðlega mótinu sem lauk í dag í Sabadell á Spáni.  Í lokaumferðinni vann hann spænska alþjóðlega meistarann Javier Moreno Ruiz (2469) en á sama tíma gerði helsti keppinautur hans í toppbaráttunni jafntefli.  Guðmundur hafnaði því einn í efsta sæti með 7 vinninga og skaut því stórmeisturunum ref fyrir rass ...

Lesa meira »

Guðmundur enn efstur í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er í efsta sæti með 6 vinninga ásamt armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503) þegar ein umferð lifir af alþjóðlega mótinu í Sabadell.  Í áttundu umferð gerði Guðmundur jafntefli við spænska stórmeistarann Miguel Munoz Pantoja (2457) og hefur okkar maður því aðeins tapað einu sinni í mótinu en það gerðist í annari umferð.  Í lokaumferðinni sem ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingar T.R. hafnar

Það var fríður og fjölmennur hópur barna sem fylltu húsakynni Taflfélags Reykjavíkur á fyrstu laugardagsæfingum félagsins í gær, en u.þ.b. 40 krakkar mættu þar til leiks. Þær hófust með skákæfingu stúlkna eftir hádegið þar sem Sigurlaug fór í gegnum grunnatriði skáklistarinnar með nokkrum hressum stelpum og síðan var teflt af kappi. Klukkan 2 hófst svo almenn skákæfing barna og urðu ...

Lesa meira »

Guðmundur efstur í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði sér lítið fyrir og vann í dag armenska stórmeistarann Karen Movsziszian (2503) í sjöundu umferð alþjóðlegs móts í Sabadell á Spáni.  Með sigrinum komst Guðmundur í efsta sætið með 5,5 vinning þegar tveimur umferðum er ólokið en þrír keppendur fylgja í humátt með 5 vinninga.  Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem hefst á morgun ...

Lesa meira »

Guðmundur í 2.-3. sæti í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) er á góðu flugi í alþjóðlegu móti í Sabadell og er í 2.-3. sæti með 4,5 vinning eftir sigur í dag á alþjóðlegum meistara frá Chile, Luis Rojas Keim (2408).  Guðmundur er nú taplaus í síðustu fjórum viðureignum og mætir efsta og jafnframt stigahæsta keppanda mótsins, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2503), í sjöundu umferð sem ...

Lesa meira »

Reykjavik Chess Club – International 2013

From October 1st through October 8th Reykjavik Chess Club (Taflfélag Reykjavíkur) will hold an invitational ten players international tournament.  It is the Club´s hope that the tournament will become an annual event. Among the ten players in this category IX tournament are three grandmasters and five international masters.  The setup and arrangements will be highly professional including on-site notations and ...

Lesa meira »

Guðmundur meðal efstu í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson gerði jafntefli við Fide meistarann Arian Gonzalez Perez (2466) og sigraði spænska alþjóðlega meistarann Alfonso Jerez Perez (2376) í fjórðu og fimmtu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 4.-8. sæti.  Þrír keppendur eru efstir og jafnir með 4 vinninga.  Sjötta umferð hefst í dag kl. ...

Lesa meira »

Guðmundur með 2 af 3 í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir venezúelska alþjóðlega meistaranum Jose Rafael Gascon (2268) í annari umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Sabadell á Spáni en vann síðan stigalágan (2092) keppanda, einnig frá Venezuela, í þriðju umferð sem fram fór í dag.  Guðmundur hefur því 2 vinninga að loknum þremur umferðum en tveir keppendur hafa fullt hús vinninga, armenski stórmeistarinn ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku.  Alls ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir í Sabadell

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur áfram för sinni um Katalóníuhérað og tekur nú þátt í opnu alþjóðlegu móti í Sabadell sem er skammt frá Barcelona.  Fyrsta umferð fór fram í gær og sigraði Guðmundur stigalágan (2067) heimamann.  Önnur umferð fer fram í dag og hefst kl. 15 en þá hefur Guðmundur svart gegn ungum alþjóðlegum meistara frá Venezuela, Jose Rafael ...

Lesa meira »

Góður lokasprettur hjá Guðmundi í Barcelona

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) sigraði í síðustu tveimur umferðunum í opnu alþjóðlegu móti sem var að ljúka í Barcelona.  Í níundu umferð vann hann heimamann með 2234 stig og í þeirri síðustu Bandaríkjamann með 2310 stig.  Guðmundur hlaut 7 vinninga og hafnaði í 14.-26. sæti.  Árangur hans samsvarar 2406 stigum og lækkar hann um 2 stig.  Sigurvegari mótsins með ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast 7. september

Laugardagsæfingarnar, barna- og unglingaæfingar Taflfélags Reykjavíkur, hefjast næstkomandi laugardag. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í fyrra. Aðgangur að æfingunum er ókeypis hvort sem er fyrir félagsmenn eða utanfélagsmenn en félagsmenn fá aukna kennslu og þjálfun.   Þjálfun og kennsla á laugardagsæfingunum er í höndum þaulreyndra og sterkra skákmanna og er aðgangur ókeypis. Æfingarnar henta byrjendum jafnt sem lengra komnum ...

Lesa meira »

Tap hjá Guðmundi í áttundu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir heimamanni (2327) í áttundu umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Barcelona.  Guðmundur er með 5 vinninga í 45.-84. sæti og mætir öðrum heimamanni (2259) í níundu og næstsíðustu umferðinni sem hefst í dag kl. 14.30.  Mikil spenna er á toppnum þar sem sjö stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari eru efstir og jafnir með ...

Lesa meira »

Guðmundur vann í sjöundu umferð

Lokaspretturinn er framundan hjá alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2434) í Barcelona þar sem hann tekur þátt í fjölmennu alþjóðlegu móti.  Í gær fór sjöunda umferð fram og sigraði Guðmundur heimamanninn og Fide meistaranum Jordi Ayza Ballester (2226) og hefur hann því 5 vinninga og situr í 20.-47. sæti.  Þrír stórmeistarar eru efstir og jafnir með 6 vinninga, þeirra á meðal ...

Lesa meira »

Guðmundur með jafntefli í sjöttu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) gerði jafntefli í gær við franska Fide meistarann Julien Lamorelle (2311) í sjöttu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona.  Guðmundur er í 36.-77. sæti með 4 vinninga.  Stórmeistararnir Eduardo Iturrizaga og Vladimir Burmakin eru efstir og jafnir með 5,5 vinning en þrettán keppendur koma næstir með 5 vinninga.  Sjöunda umferð hefst í dag kl. 14.30 og ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2013 hefst sunnudaginn 15. september kl.14. Mótið er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Það er áratuga gömul hefð fyrir hinu vinsæla Haustmóti og er það flokkaskipt.  Mótið er öllum opið. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Sú nýbreytni verður að teflt er tvisvar í viku.  Alls ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í fimmtu umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434) beið lægri hlut gegn þýska stórmeistaranum Jan Gustafsson (2619) í fimmtu umferð alþjóðlegs móts í Barcelona sem fram fór í gær.  Guðmundur hefur 3,5 vinning og er í 36.-63. sæti.  Efstur með fullt hús vinninga er stórmeistarinn Anton Filippov (2630) frá Uzbekistan.  Í sjöttu umferð, sem hefst í dag kl. 14.30, hefur Guðmundur svart gegn ...

Lesa meira »

Þriðji sigur Guðmundar í röð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson er kominn á gott flug í alþjóðlegu móti í Barcelona sem fram fer þessa dagana.  Í fjórðu umferð vann hann sinn þriðja sigur í röð, nú gegn heimamanni með 2216 stig.  Guðmundur hefur 3,5 vinning í 5.-23. sæti en fjórir keppendur hafa fullt hús vinninga.  Í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 14.30, hefur Guðmundur ...

Lesa meira »

Sigur hjá Guðmundi í þriðju umferð

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði franskan andstæðing sinn í þriðju umferð alþjóðlegs móts sem fer fram í Barcelona.  Guðmundur hefur því 2,5 vinning og er kominn á þær slóðir í tölfunni þar sem honum bera að vera.  21 keppandi hefur fullt hús vinninga.  Fjórða umferð hefst á morgun kl. 14.30 og þá hefur Guðmundur svart gegn sautján ára heimamanni með ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur – Keppendur

Frá 1. til 8. október næstkomandi mun alþjóðlegt lokað 10 manna stórmót verða haldið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur.  Þá fer fram í fyrsta sinn Stórmeistaramót Taflfélags Reykjavíkur sem stefnt er að, að verði árviss viðburður í framtíðinni. Mótið verður geysiöflugt og meðal þátttakenda eru þrír stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar. Aðstæður verða eins og best verður á kosið, bæði fyrir ...

Lesa meira »