Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Davíð og Bárður Örn sigurvegarar Stórmóts Árbæjarsafns og TR

image

Skákmenn á öllum aldri fjölmenntu á Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur í blíðskaparveðri í dag. Þetta skemmtilega mót hefur löngum sannað sig sem nokkurs konar upphaf skákvertíðarinnar. Menn mættu misæfðir til leiks, einkum voru ungu mennirnir sprækir, sumir þeirra nýkomnir frá Ólympíumótinu í Slóvakíu eða öðrum skákmótum á meginlandinu. Röðuðu þeir sér og í efstu sætin, með þeirri undantekningu að ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn

Arbaejarsafnsmotid_2015-2

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 7.ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 7 mín. á  skák. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Þátttökugjald í ...

Lesa meira »

Jafnt kynjahlutfall á sumarnámskeiðum TR

Image

Fyrstu tveimur vikum sumarnámskeiða Taflfélags Reykjavíkur er nú lokið og er óhætt að fullyrða að mikil kátína hafi ríkt á meðal barnanna í skáksal félagsins. Börnin hafa glímt við fjölbreyttar skákþrautir, hlotið persónulega leiðsögn skákkennara og í bland við hefðbundna skák hafa þau teflt tvískákir og tekið þátt í fjöltefli, svo eitthvað sé nefnt. Það er sérstakt ánægjuefni að kynjahlutfall ...

Lesa meira »

Sumargleði á skáknámskeiðum TR

Image

Sumarnámskeið Taflfélags Reykjavíkur hófust í þessari viku. Mikil gleði hefur ríkt á meðal barnanna enda er fátt skemmtilegra en að tefla í góðra vina hópi. Það er jafnframt mikið gleðiefni að kynjahlutföll þessa vikuna voru jöfn. Börnin tefla mikið hvert við annað en á milli skáka eru stuttar kennslustundir. Börnin fá jafnframt einstaklingsmiðaða leiðsögn eftir styrkleika hvers og eins. Hið ...

Lesa meira »

Skákgleði á Hátíð hafsins

image

Það var líflegt um að litast við Grandagarð í dag er fólk naut veðurblíðunnar á Hátíð hafsins. Taflfélag Reykjavíkur tók þátt í herlegheitunum og bauð gestum varðskipsins Óðins að grípa í tafl. Fjölmargir þekktust boðið; karlar og konur, piltar og stúlkur, ömmur og afar, feður og mæður, leikskólabörn, kennarar, iðnaðarmenn, skáld, unglingar, fræðimenn, forstjórar, ferðamenn, og þannig mætti lengi telja. ...

Lesa meira »

Skákgleði í varðskipinu Óðni á Sjómannadaginn

Odinn1

Taflfélag Reykjavíkur hyggst leggja sitt á vogarskálarnar til að gera Sjómannadaginn sem skemmtilegastan. Í samstarfi við Sjóminjasafnið verður efnt til skákgleði í Messanum um borð í varðskipinu Óðni þar sem gestir geta sest niður og gripið í tafl, líkt og tíðkast á öllum betri kaffistofum bæjarins. Skákáhugamenn eru hvattir til þess að taka þátt í gleðinni um borð í Óðni ...

Lesa meira »

Róbert Hraðskákmeistari öðlinga 2016

IMG_8119

Róbert Lagerman sigraði á Hraðskákmóti öðlinga sem fram fór í gærkveld en hann hlaut 5,5 vinning í skákunum sjö. Guðlaug Þorsteinsdóttir kom jöfn Róberti í mark en varð að láta sér annað sætið nægja eftir stigaútreikning og þriðja með 5 vinninga var Lenka Ptacnikova. Góð stemning var í Skákhöll TR þar sem keppendur gæddu sér á ljúffengum veitingum á milli ...

Lesa meira »

Sjötta mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 27.-29. maí

Bikarsyrpan_2016_mot5-21

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar sjötta og síðasta mót syrpunnar fer fram helgina 27.-29. maí og hefst fyrsta umferð föstudaginn 27. maí kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í dag

odl15-70

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 18. maí í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld með sigri Stefáns Arnalds. Þátttökugjald er kr. 500 ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 18. maí

odl15-70

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 18. maí í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik.  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld með sigri Stefáns Arnalds. Þátttökugjald er kr. 500 ...

Lesa meira »

Stefán Arnalds Skákmeistari öðlinga

IMG_8089

Bolvíkingurinn knái, Stefán Arnalds (2007), sigraði á æsispennandi Skákmóti öðlinga sem lauk síðastliðið miðvikudagskvöld. Í lokaumferðinni gerði Stefán jafntefli við hinn margreynda norðlending, Þór Valtýsson (1946), í rafmagnaðri skák þar sem sá fyrrnefndi hafði vænlega stöðu í lokin. Tími beggja var þó farinn að telja í sekúndum og varð því skiptur hlutur niðurstaðan enda höfðu önnur úrslit gert það að ...

Lesa meira »

TR-ingar sýndu yfirburði á Landsmótinu í skólaskák

1352669117_veni_vidi_vici_i_came_i_saw_i_conquered_postcard-p239205334063162450envli_400

Þegar Cæsar sigraði son Míþrádesar sendi hann frekar stuttorða lýsingu til Rómar – veni, vidi, vici eða kom sá og sigraði. Það má segja að TR-ingar hafi gert það sama á Landsmótinu í skólaskák sem fór fram í Kópavogi um helgina. Í eldri flokki voru fjórir TR-ingar í efstu fjórum sætunum með 5.5 vinninga og verður háð sérstök úrslitakeppni milli ...

Lesa meira »

Skákir Skákþings Reykjavíkur

Pos2

Skákirnar úr Skákþingi Reykjavíkur 2016 eru nú loks birtar. Einhverjar skákir kann þó að vanta. Það voru félagarnir Daníel Ernir Njarðarson, Alexander Oliver Mai og Aron Þór Mai sem slógu skákirnar inn af miklum myndarskap. Skákir SÞR 2016

Lesa meira »

Sviptingar á Öðlingamótinu – Stefán efstur

odl16-4

Það var sannarlega hart barist í sjöttu og næstsíðustu umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í gærkveld þar sem fjórum orrustum af ellefu lauk með skiptum hlut. Á efsta borði lagði hinsvegar Stefán Arnalds (2007) Ólaf Gísla Jónsson (1904) með svörtu eftir að hafa verið mjög tæpur á tíma drjúgan hluta skákar sem telst reyndar ekki til tíðinda þegar Stefán á ...

Lesa meira »

Ólafur og Þorvarður efstir á æsispennandi Öðlingamóti

IMG_8066

Ólafur Gísli Jónsson (1904) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2195) eru efstir og jafnir með 4 vinninga hvor þegar fimm umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga. Ólafur sigraði Þorvarð í fimmtu umferð og virðist í miklu stuði því í fjórðu umferð lagði hann stigahæsta keppanda mótsins, Sigurð Daða Sigfússon (2299). Sigurður Daði, Siguringi Sigurjónsson (1971) og Árni H. Kristjánsson (1894) koma ...

Lesa meira »

Þorvarður efstur á Öðlingamótinu

IMG_8072

Þegar fjórum umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga er Þorvarður F. Ólafsson (2195) einn efstur með fullt hús vinninga. Þorvarður sigraði Magnús Kristinsson (1822) í fjórðu umferð en báðir höfðu þeir lagt alla sína andstæðinga fyrir umferðina. Magnús er í 2.-4. sæti með 3 vinninga ásamt Stefáni Arnalds (2007) og Ólafi Gísla Jónssyni (1904). Nokkuð var um óvænt úrslit og ...

Lesa meira »

Vormót TR blásið af.

Vormot_Background_FB

Sökum mjög lélegrar skráningar í Wow air vormót TR hefur verið ákveðið að fella niður mótið.   Það hlítur að vera umhugsunarefni fyrir skákhreyfinguna þegar okkar sterkari skákmenn sem þó hafa kallað eftir fjölbreyttara mótahaldi, sjá sér ekki fært að taka þátt í móti sem var sérstaklega hugsað fyrir þá. TR vill þakka þeim sem skráðu sig til leiks og okkur ...

Lesa meira »

Fimm með fullt hús á Öðlingamótinu

odl16-4

Líkt og í fyrstu umferð Skákmóts öðlinga sáust athyglisverð úrslit í þeirri annari sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld í notalegri stemningu í Skákhöll TR. Úrslit í viðureignum tveggja efstu borðanna voru þó eftir bókinni þar sem Sigurður Daði Sigfússon (2299) sigraði Kristján Örn Elíasson (1861) örugglega á fyrsta borði með svörtu þar sem tefldur var hinn hárbeitti skoski leikur. Hinn ...

Lesa meira »

Frestur til að skrá sig í Wow air rennur út á morgun.

Vormot_Background_FB

Frestur til að skrá sig í Wow air vormót Taflfélags Reykjavíkur rennur út á morgun, sunnudaginn 10. apríl kl. 18.  Það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá skákmenn sem hyggjast taka þátt! Frekari upplýsingar um mótið og skráning hér

Lesa meira »

Boðsgestið í Wow air vormót TR valdir.

Vormot_Background_FB

Valið var úr fjölmörgum umsóknum í gær fyrir A og B flokk Wow air mótsins sem hefst í byrjun næstu viku.  Ákveðið var vegna fjölda umsókna að fjölga boðssætum um eitt í hvorum flokki. Í B flokk verður eftirtöldum skákmönnum boðin þátttaka: Stefán Bergsson varð fyrir þeirri ógæfu að falla óvænt niður fyrir 2000 stiga múrinn á árinu.  Enginn efast ...

Lesa meira »