Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Jöfn barátta í d-flokki

Önnur umferð í d-flokki fór fram í kvöld, mánudagskvöld.  Lið Salaskóla vann aftur, en nú með minnsta mun, 2,5-1,5 og réði baggamuninn gefins vinningurinn sem fékkst á móti Skottu, heiðursfélaga Taflfélags Reykjavíkur. Fyrsta sigur TR liðsins vann Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir. Úrslit urðu þessi: Salaskóli – TR Ragnar Eyþórsson – Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir 0-1 Birkir Karl Sigurðsson – Kristján Heiðar Pálsson ...

Lesa meira »

Lið TR og vina vann stórsigur

Lið TR og vina vann stórsigur, 5-1, í 4. umferð C-flokks Boðsmóts TR, sem fram fór í kvöld.  Engin skák tapaðist hjá liðsmönnum TR og vina og unnust allar skákir á fyrstu fjórum borðunum.  Með flesta vinninga í liði TR og vina eru Torfi Leósson, sem er með fullt hús, og Helgi Brynjarsson og Patrekur M. Magnússon, sem eru báðir ...

Lesa meira »

Jafnteflin tekin af dagskrá í B-flokki

Eftir að fjöldi jafntefla hafði sett svip sinn á B-flokk Boðsmótsins fyrstu þrjár umferðirnar, voru jafnteflin tekin alveg af dagskrá í 4. umferð.  Einnig er byrjað aðeins að draga í sundur með mönnum, en mótið er þó ennþá mjög jafnt og eru t.a.m. þrír jafnir í efsta sæti með 2,5 vinning, þeir Sverrir Þorgeirsson, Björn Þorsteinsson og Jóhann Ingvason. Úrslit ...

Lesa meira »

D-flokkur Boðsmótsins

Enn fleiri áhugasamir skákmenn settu sig í samband við Taflfélag Reykjavíkur og vildu fá að tefla.  Upp úr því varð til d-flokkur Boðsmóts TR. D-flokkurinn er skipaður 7 skákmönnum og tefldur sem liðakeppni með Scheveningen fyrirkomulagi.  Alls verða því tefldar fjórar umferðir. Þar sem svo vill til að fjórir keppendanna eru allir úr hinni sterku skáksveit Salaskóla voru liðin kölluð ...

Lesa meira »

Lið TR og vina vann aftur

Lið TR og vina vann annan sigur á liði SR og vina í 3. umferð C-flokks Boðsmóts TR, sem fram fór á föstudagskvöld.  Fóru leikar 4-2 fyrir TR og vini og munaði um sigra á öllum þremur efstu borðunum. Úrslit urðu annars þessi: Round 3 on 2007/09/28 at 19:00 Bo. No.     Name Rtg Pts. Result Pts.   Name ...

Lesa meira »

Unglingaæfing í dag

Unglingaæfingar hafa farið fram þetta haust á síðustu þremur laugardögum. Fjórða skiptið verður í dag, laugardag, kl. 14.00 í Skákhöllinni, Faxafeni 12. T.R. skorar á foreldra að senda börn og unglinga á skákæfingar, og þá unglinga, sem áður hafa mætt á æfingar, að bretta upp ermarnar og mæta í dag. Umsjónarmaður unglingaæfinga Taflfélagsins er Guðni Stefán Pétursson.

Lesa meira »

Guðni og Vilhjálmur taka forystuna

Vilhjálmur Pálmason náði Guðna Stefáni Péturssyni að vinningum í B-flokki Boðsmótsins, eftir 3. umferð sem tefld var í dag.  Vilhjálmur vann Þorvarð F. Ólafsson, á meðan Guðni gerði jafntefli við Jóhann Ingvason.  Mótið er annars gríðarlega jafnt, sem sést á því að allir keppendur hafa a.m.k. 1 vinning.  Það er því of snemmt að spá. Round 3 Bo. No.   ...

Lesa meira »

Verðlaunahafar á 1. Grand Prix mótinu

  Meðfylgjandi er mynd af verðlaunahöfum á 1. Grand Prix móti T.R. og Fjölnis 2007. Frá vinstri: Davíð Kjartansson (2. sæti), Hjörvar Steinn Grétarsson (3. sæti), Björn Þorfinnsson (1. sæti), Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (stúlknaverðlaun – skákskóli T.R.), Friðrik Þjálfi Stefánsson (drengjaverðlaun – SkákskóliT.R.), Helgi Brynjarsson (unglingaverðlaun), Jóhanna B. Jóhannsdóttir (kvennaverðlaun). Fyrir hönd mótshaldara þakkar vefstjóri T.R. skemmtilegt mót og góða ...

Lesa meira »

Evrópumót félagsliða hefst í næstu viku

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá því T.R. sendi fyrst sveit á Evrópumót félagsliða. T.R. sendir að sjálfsögðu lið til keppni þetta árið, en mótið fer fram í Tyrklandi. Á síðasta ári, þegar mótið fór fram í Austurríki, lenti T.R. í 5.-12. sæti, sem hlýtur að teljast einn besti árangur íslensks félagsliðs á Evrópumóti, en á toppnum með ...

Lesa meira »

Björn sigraði á 1. Grand Prix móti TR og Fjölnis

Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á 1. Grand Prix móti Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis, en það fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í kvöld, fimmtudagskvöld. Björn hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum og gerði aðeins jafntefli við Paul Frigge. Í öðru sæti varð Davíð Kjartansson með 5,5 vinninga og í 3.-4. sæti urðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann H. Ragnarsson ...

Lesa meira »

T.R. hraðskákmeistarar

www.skak.is Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Taflfélaginu Helli í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór í dag í Skákhöllinni í Faxafeni.  Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að staðan var í hálfleik 24-12.   Þröstur Þórhallsson stóð sig best TR-inga en Bragi Þorfinnsson var bestur Hellismanna.  Þetta er annað árið í röð sem TR-ingar hampa sigri og í fimmta skipti frá ...

Lesa meira »

T.R. og vinir unnu í 2. umferð

Lið T.R. og vina tók forystuna í C-flokki Boðsmótsins með sigri á S.R. og vinum 4-2.  Staðan er nú samtals 7-5 fyrir T.R. og vini.  Þeir Torfi Leósson og Patrekur Maron Magnússon úr liði T.R. og vina eru í fararbroddi með fullt hús, en uppi heiðri S.R. og vina heldur Patrick Svansson, einnig með fullt hús. Úrslit 2. umferðar: Bo. ...

Lesa meira »

Guðni Stefán efstur í B-flokki

Guðni Stefán Pétursson tók forystuna í B-flokki Boðsmóts T.R. eftir sigur á Vilhjálmi Pálmasyni.  Guðni hefur nú 1,5 vinning, en mótið er gífurlega jafnt og eru sex skákmenn jafnir í 2. sæti með 1 vinning. Úrslit 2. umferðar: Round 2 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 8   Ingvason Johann 1 – 0   Baldursson ...

Lesa meira »

Hraðskákkeppnin í kvöld

Í kvöld kl 20.00 verða úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Hellismenn fengu 20,5 vinninga á síðasta ári og mæta nú í hefndarhug gegn stórveldi T.R., sem mætir vængbrotið til leiks vegna forfalla, en nokkra af öflugustu skákmönnum félagsins vantar í kvöld. Á meðan Hellismenn stilla a. Í lið T.R. vantar bæði stórmeistara og alþjóðlega meistara en liðið mun hlaupa inn á ...

Lesa meira »

Grand Prix mótið annaðkvöld

Grand Prix fimmtudagsmótin í Taflfélaginu hefjast annað kvöld, eins og áður auglýst. Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis standa að mótinu. Það verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Verðlaun á fyrsta mótinu verða gefin af Zonet músík og Geimsteini. Með þátttöku í fimmtudagsmótunum vinna keppendur sér inn stig, sem síðan verða talin að vori og vegleg verðlaun veitt fyrir þá, ...

Lesa meira »

B-flokkur Boðsmótsins hafinn

Keppni er hafinn í B-flokki Boðsmóts T.R. Frestaðar skákir voru tefldar í kvöld, þriðjudagskvöld. Úrslit: Vilhjálmur Pálmason – Jóhann Ingvason 1-0 Guðni Stefán Pétursson – Sverrir Þorgeirsson 0,5-0,5 Þorvarður F. Ólafsson – Ingvar Ásbjörnsson 0,5-0,5 Björn Þorsteinsson – Hrannar Baldursson 0,5-0,5 Næsta umferð verður tefld annað kvöld, miðvikudagskvöld kl.19.  Þá mætast: Vilhjálmur Pálmason – Guðni Stefán Pétursson Sverrir Þorgeirsson – ...

Lesa meira »

Jón Viktor öruggur sigurvegari Boðsmótsins

Jón Viktor Gunnarsson vann öruggan sigur á Boðsmóti TR, en hann hlaut 8 vinninga úr 9 skákum og varð einum vinningi á undan næsta manni.  Það varð hinn geðþekki danski Fide meistari, Esben Lund, sem hlaut 7 vinninga og lokaáfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Esben sigraði Braga Þorfinnsson í lokaumferðinni í æsispennandi skák.  Guðmundur Kjartansson átti einnig möguleika á áfanga, ...

Lesa meira »

Úrslitin í Hraðskákkeppni taflfélaga annað kvöld

Jæja, nú er stóra stundin að renna upp. Vængbrotið lið T.Ringa mun mæta til leiks gegn fullskipuðu liði Hellismanna, sem skarta mun Jóhanni Hjartarsyni á 1. borði. Á síðasta ári sigraði T.R. Hellismenn 51,5 – 20,5 í úrslitum, eftir að hafa lagt Akureyringa 50,5 – 21,5 og KRinga 65-7. Þetta árið unnu TRingar Akureyringa með svipuðum mun, eða 52-20. Í ...

Lesa meira »

Tveir eiga áfangamöguleika á Boðsmótinu

Guðmundur Kjartansson og Esben Lund unnu báðir skákir sínar á Boðsmótinu í kvöld, Guðmundur gegn Daða Ómarssyni og Esben gegn Andrzej Misiuga.  Þeir geta því báðir náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með sigri á morgun.  Af öðrum úrslitum má nefna að Jón Viktor sigraði og heldur vinningsforskoti sínu. Round 8 on 2007/09/24 at 17:00 Bo. No.     Name Result ...

Lesa meira »

Grand-Prix fimmtudagsmót í Faxafeninu

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis munu nú hefja að nýju fimmtudagsmótin, sem vinsæl voru hér forðum í Taflfélaginu. Fyrsta mótið verður haldið næstkomandi fimmtudag, 27. september, kl. 19:30 í Faxafeninu. Hvert mót verður hluti af mótaröð, Grand Prix 2007-2008, en í vetrarlok mun sá, sem stendur sig best heilt yfir litið, mælt eftir Stone-Stone kerfinu, hljóta vegleg verðlaun: Ferð á ...

Lesa meira »