Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Yfirlýsing frá Óttari Felix Haukssyni

Fréttatilkynning   Til aðildarfélaga Skáksambands Íslands   Ég, Óttar Felix Hauksson, varaforseti Skáksambands Íslands, mun gefa kost á mér í embætti forseta S.Í. á aðalfundi sambandsins laugardaginn 3. maí nk. Fái ég til þess stuðning mun ég heilshugar fórna tíma mínum og kröftum til embættisverka sem ég veit að í senn eru erfið og krefjandi.  Ég tel mig hafa ágæta þekkingu ...

Lesa meira »

Röðun 4. umferðar Öðlingamótsins

Pörun í 4. umferð Öðlingamótsins liggur nú fyrir, en frestaðri skák Harðar Garðarssonar og Vigfúsar Vigfússonar lauk með sigri Harðar. Pörunin er eftirfarandi:  Round 4 on 2008/04/16 at 19:30 Bo. No.   Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg   No. 1 1 Gudmundsson Kristjan 2240 2½   2½ Gunnarsson Magnus 2045 6 2 3 Thorsteinsson Bjorn 2180 2½   ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson sigraði á Grand Prix móti

Á Grand Prix mótinu í gærkvöldi voru tefldar 7 umferðir með 7 mín. umhugsunartíma. Fjögur efstu sætin skipuðu eftirfarandi skákmenn:   1. Arnar E. Gunnarsson 61/2 v. 2. Sigurður Daði Sigfússon 5 1/2 3. Daði Ómarsson 4 1/2 4. Ögmundur Kristinsson 4   Skákstjóri var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir   Sjá einnig umræðu á Nafnlausa skákhorninu

Lesa meira »

Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld

Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis verður fram haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst taflið kl. 19.30 7 umferðir, með 7 mínútna umhugsunartíma. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna. Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Tónlistarverðlaun verða veitt eins og jafnan áður og spurning hvort Grand Prix kanna fari ekki á loft. Skákstjóri í kvöld verður Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Bestu kveðjur til ...

Lesa meira »

Spjallborð sett upp á T.R. síðunni

Sl. sumar var spjallborð tengt við Taflfélagssíðuna, en komst aldrei í gagnið. Nú hefur það verið opnað að nýju.   Slóðin er https://taflfelag.is/spjall   en einnig má slá á hnappinn efst á síðunni.

Lesa meira »

Fjórir efstir á Öðlingamótinu

Kristján Guðmundsson (2264), Jóhann H. Ragnarsson (2085), Magnús Gunnarsson (2128) og Björn Þorsteinsson (2198) eru efstir og jafnir með 2,5 vinning að lokinni þriðju umferð Skákmóts öðlinga sem fram fór í húsnæði Skáksambands Íslands í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Rétt er að vekja athygli á myndaalbúmi Gunnars Björnssonar  frá mótinu. Á efstu borðunum gerðu Garðbæingarnir Jóhann H. Ragnarsson og Kristján Guðmundsson jafntefli, sömuleiðis Björn Þorsteinsson ...

Lesa meira »

Röðun í 3. umferð á Öðlingamótinu

Nú liggur fyrir pörun í þriðju umferð Skákmóts öðlinga sem fram fer næsta miðvikudag.   Garðbæingurinn knái Jóhann H. Ragnarsson, tengdavaraformaður T.R., hefur bæst við í hóp efstu manna eftur sigur á Vigfús Ó. Vigfússyni.    Pörun 3. umferðar:   Name Rtg Result  Name Rtg Ragnarsson Johann  2020        Gudmundsson Kristjan  2240 Sigurjonsson Johann O  2050        Thorsteinsson Bjorn  2180 Bjornsson Eirikur ...

Lesa meira »

Hallgerður Helga stúlknameistari Reykjavíkur í fimmta sinn á

  Nítján stúlkur skráðu sig til leiks á Stúlknameistaramóti Reykjavíkur 2008. Þetta er  fimmta árið sem mótið er haldið og  í þriðja sinn sem teflt er um Birnubikarinn svonefnda, glæsilegan farandbikar sem gefinn var af sæmdarhjónunum Ólafi S. Ásgrímssyni og Birnu Halldórsdóttur. Hin fimmtán ára gamla Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur ávalt borið sigur úr býtum á þessu móti, eða allar götur ...

Lesa meira »

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í dag

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda. Þetta er í fimmta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótið, en þess má geta að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur borið sigur úr býtum fjögur ár í röð! ...

Lesa meira »

Dagur Andri Friðgeirsson Ungingameistari Reykjavíkur í skák

Dagur Andri Friðgeirsson, 13 ára og  Hallgerður H Þorsteinsdóttir, 15 ára, urðu í efsta sæti  á dögunum á Unglingameistaramóti Reykjavíkur. Þau háðu einvígi um Unglingameistaratitil Reykjavíkur í Skákhöllinni á fimmtudagskvöld. Tefldar voru fyrst tvær skákir með fimmtán mínútna umhugsunartíma, sama tíma og í mótinu.        Lauk þeirri viðureign svo að bæði náðu sigri með hvítu og voru því enn jöfn. Var ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson sigraði og fékk fyrstu Grand Prix könnuna

    Það var fámennt en góðmennt Grand Prix skákmót TR og Fjölnis fimmtudagskvöldið 3. apríl. Í fyrsta sinn fékk sigurvegarinn Grand Prix könnu til merkis um sigur. Það fór vel á því að sigursælasti Grand Prix skákmaðurinn eftir áramót, Arnar Gunnarsson, skyldi vinna öruggan sigur og fá merkta Grand Prix könnu fyrstur allra. Könnurnar verða framvegis afhentar sigurvegurum Grand ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Grand Prix mótaröð T.R. og Fjölnis  heldur áfram í kvöld, í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, og hefst kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi  með 7 mínútna umhugsunartíma. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn á grunnskólaaldri. Tónlistarverðlaun í boði að venju Skákstjóri í kvöld verður Helgi Árnason.

Lesa meira »

Rimaskóli sigraði á Reykjavíkurmóti grunnskóla

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fór fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkurí Skákhöllinni í Faxafeni í kvöld. Glaðir liðsstjórar Tíu sveitir frá fjórum skólum voru skráðar til keppni. Flestar voru sveitirnar frá Hólabrekkuskóla, eða fjórar talsins, þrjár komu úr Rimaskóla, tvær úr Laugalækjarskóla og ein frá Húsaskóla. Tefldar voru sex umferðir eftir Monrad- kerfi og var umhugsunartíminn 15 mínútur á skák. Leikar fóru ...

Lesa meira »

Kristján og Björn efstir á Öðlingamótinu

  Kristján Guðmundsson og Björn Þorsteinsson eru efstir með fullt hús vinninga eftir tvær umferðir á Skákmóti öðlinga, en 2. umferð fór fram í kvöld, miðvikudagskvöld.  Næstir koma Jóhann Örn Sigurjónsson, Eiríkur K. Björnsson og Magnús Gunnarsson með 1,5 vinning. Hvorki staða efstu manna né úrslit liggja þó fyrir vegna frestunar. Annars urðu úrslit í 2. umferð eftirfarandi:   Bo. ...

Lesa meira »

Stúlknameistaramót Reykjavíkur laugardaginn 5. apríl

  Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda. Þetta er í fimmta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótið, en þess má geta að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur borið sigur úr býtum fjögur ár í ...

Lesa meira »

Tvö efst á Unglingameistaramóti Reykjavíkur

Unglingameistaramót Reykjavíkur fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni sl. laugardag. Átján keppendur voru skráðir til leiks og voru tefldar sjö umfeðir eftir Monrad-kerfi með 15 mínúta umhugsunartíma á skák. Keppnin var jöfn. Fóru leikar svo að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Dagur Andri Friðgeirsson urðu jöfn í efsta sætinu og munu tefla til úrslita um Unglingameistaratitilinn nk. fimmtudagskvöld kl 19:45 í ...

Lesa meira »

2. umferð í Öðlingamótinu

Nú liggur fyrir pörun í 2. umferð Skákmóts öðlinga sem fram fer á miðvikudagskvöld. Röðun 2. umferðar:   Name Rtg Result  Name Rtg Gudmundsson Kristjan  2240        Nordfjoerd Sverrir  1935 Thorsteinsson Bjorn  2180        Magnusson Bjarni  1735 Bjornsson Eirikur K  1960        Sigurjonsson Johann O  2050 Vigfusson Vigfus  1885        Ragnarsson Johann  2020 Gudmundsson Einar S  1750        Loftsson Hrafn  ...

Lesa meira »

Arnar sigraði á Grand Prix

Það var að venju hart barist á Grand Prix móti Fjölnis og TR í Skákhöllinni Faxafeni á fimmtudagskvöldið. Arnar E. Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og lagði alla andstæðinga sína að velli og hreppti efsta sætið með fullt hús vinninga. Í ððru sæti varð Arnar Þorsteinsson með sex vinninga af sjö mögulegum, tapaði aðeins fyrir nafna sínum. Þriðji  í röðinni ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskóla haldið 2. apríl

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Skákhöllinni í Faxafeni 12 miðvikudaginn 2. apríl. Þátttökurétt hafa allir grunnskólar í Reykjavík og getur hver skóli sent eins margar sveitir og kostur er. Hver sveit skal skipuð fjórum liðsmönnum oig skal þeim raðað í sveitir eftir styrkleika.. Skólastjórar eru hvattir til að mynda sem flest lið og senda ...

Lesa meira »

Unglingameistaramót Reykjavíkur á laugardaginn

Unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið í Skákhöllinni Faxafeni 12 laugardaginn 29. mars kl. 14. Þátttökurétt eiga allir unglingar á grunnskólaaldri en unglingameistarnafnbótina og farandbikarinn hlýtur efsti keppandi sem búsettur er í Reykjavík. Umhugsunartími er 15 mínútur á mann til að ljúka skák og verða tefldar sjö umferðir. Veittir verða verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin, auk þess verða happadrættisverðlaun. Núverandi Unglingameistari Reykjavíkur ...

Lesa meira »