Hannes Hlífar heiðraðurTaflfélag Reykjavíkur heiðraði  á dögunum Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistara fyrir það einstæða afrek í skáksögu Íslendinga að hafa tíu sinnum sigrað á Skákþingi Íslands. Heiðurshóf var haldið í húsakynnum Taflfélagsins í Faxafeni  að viðstöddum félögum Hannesar úr Íslandsmeistarliði Taflfélags Reykjavíkur, stjórn félagsins, fjölskyldu Hannesar og vinum. Óttar Felix Hauksson, formaður Taflfélags Reykjavíkur, flutti stutt ávarp og afhenti  Hannesi Hlífari heiðursviðurkenningu fyrir hönd félagsins . Að því  loknu voru bornar fram  léttar veitingar.  Morguninn eftir hélt Hannes Hlífar, ásamt landsliði Íslands í skák, til Kína til þátttöku í heimsmóti hugleikja sem Kínverjar hafa gefið nafnið  Mind Games. Hannes Hlífar Stefánsson mun tefla á fyrsta borði fyrir Íslands hönd á Ólympíulmótinu sem hefst í Dresden í Þýskalandi 14. nóvember nk.

Myndtexti: Hannes Hlífar Steánsson (t.v.) tekur við heiðursviðurkenningu TR úr hendi Óttars Felix Haukssonar formanns.

 

 

Myndir frá athöfninni má finna hérna