Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

      Taflfélag Reykjavíkur    Unglingadeild   Sumarhátíð TR   laugardaginn 17. maí kl. 14 Skákhöllin Faxafeni 12   1.      Létt skákmót 2.      Pizzuveisla 3.      Ókeypis bíóferð (Harold og Kumar, sprenghlægileg gamanmynd í Laugarásbíó kl. 18)     Torfi Leósson mætir og segir frá skákþjálfuninni í sumar

Lesa meira »

Guðmundur Kristinn Lee er genginn í TR

Hinn efnilegi Guðmundur Kristinn Lee, einn af heimsmeisturum Salaskóla, hefur ákveðið að ganga til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Guðmundur hefur verið í Taflfélaginu Helli fram til þessa. Guðmundur verður öflug viðbót við unglingalið Taflfélagsins, sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári, en nýverið gengu tveir aðrir Salaskólastrákar til liðs við TR. Taflfélagið býður Guðmund hjartanlega velkominn í félagið og ...

Lesa meira »

Sverrir Þorgeirsson sigraði á Grand Prix

Fall er fararheill er oft sagt. Sverrir Þorgeirsson skákmeistarinn efnilegi úr Hafnarfirði mætti alþjóðlega meistaranum Arnari E.Gunnarssyni í fyrsu umferð Grand Prix mótsins í gærkvöldi og varð að lúta í lægra haldi.   Sverrir lét síðan engan bilbug á sér finna, lagði hvern andstæðingin af öðrum að velli og stóð að lokum uppi sem sigurvegari kvöldsins með 6 vinninga af ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Í kvöld fimmtudaginn 15. maí verður Grand Prix mótaröðinni fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma á skák. Mótið hefst klukkan 19:30. Grand Prix kannan góða er veitt fyrir efsta sætið ásamt tónlistarverðlaunum. Sá er bestum samanlögðum árangri nær í mótaröðinni fær vegleg ferðaverðlaun, en mótaröðinni lýkur fimmtudaginn 29. maí. Skákdeild Fjölnis og ...

Lesa meira »

Róbert sigraði á Hraðskákmóti Öðlinga

Róbert Harðarson varð í kvöld hraðskákmeistari öðlinga eftir spennandi og fjölmennt mót sem fram fór í félagsheimili TR í kvöld.  Róbert fékk 7 vinninga í 9 skákum og hafði betur en Kristján Guðmundsson og Jóhann H. Ragnarsson eftir stigaútreikning.  Í kvöld fór jafnframt fram verðlaunaafhending fyrir sjálft aðalmótið.  Birna bauð upp á glæsilegt bakkelsi. Ólafur og Birna gáfu nýjan bikar ...

Lesa meira »

Kristján Örn Elíasson sigrar á sterku Grand Prix móti

  Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, Kristján Örn Elíasson, sýndi mikið harðfylgi þegar hann sigraði á sterku Grand Prix móti í Faxafeninu í gærkvöldi, fimmtudagskvöld. Kristján Örn náði að skjóta aftur fyrir sig m.a.alþjóðlega meistaranum Arnari E.Gunnarssyni sem hefur reynst nær ósigrandi í annari Grand Prix mótaröðinni og hinum þrautreynda og margkrýnda hraðskákmeistara Braga Halldórssyni. Kristján Örn hlaut 7½ vinning af 9 ...

Lesa meira »

Grand Prix mót Fjölnis og TR í Faxafeninu í kvöld

Í kvöld fimmtudaginn 8. maí verður Grand Prix mótaröðinni fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni. Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma á skák. Mótið hefst klukkan 19:30. Grand Prix kannan góða er veitt fyrir efsta sætið ásamt tónlistarverðlaunum. Sá er bestum samanlögðum árangri nær í mótaröðinni fær vegleg ferðaverðlaun, en mótaröðinni lýkur fimmtudaginn 29. maí. Skákdeild Fjölnis og ...

Lesa meira »

Jóhann H. Ragnarsson öðlingameistari

  Fyrir síðustu umferð Öðlingamótsins voru Kristján Guðmundsson og Björn Þorsteinsson efstir með 4,5 vinning úr 6 skákum, en þeir töpuðu báðir í síðustu umferð og þrír skákmenn enduðu efstir og jafnir með 5 vinninga, þeir Jóhann H. Ragnarsson, Hrafn Loftsson og  gamla kepman Jóhann Örn Sigurjónsson. Jóhann Örn sigraði Kristján, Hrafn vann sigur á Birni Þorsteinssyni.Jóhann Hjörtur vann Hörð Garðarsson. ...

Lesa meira »

Pörun í 7. umferð Öðlingamótsins

Sjöunda umferð Öðlingamótsins fer fram nk miðvikudagskvöld. Þá tefla saman: Round 7 on 2008/05/07 at 19:30 Bo. No.   Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg   No. 1 5 Sigurjonsson Johann O 2050 4   4½ Gudmundsson Kristjan 2240 1 2 2 Loftsson Hrafn 2225 4   4½ Thorsteinsson Bjorn 2180 3 3 12 Gardarsson Hordur 1855 4   ...

Lesa meira »

Tveir heimsmeistarar í TR

Íslandsmeisturum Taflfélags Reykjavíkur hefur borist góður liðsauki. Tveir félagar úr heimsmeistaraliði Salaskóla, þeir Birkir Karl Sigurðsson 12 ára og Páll Andrason 13 ára, hafa ákveðið að ganga til liðs við TR. Þessir ungu afrekspiltar eru nýkrýndir skólaskákmeistarar Kópavogs, Birkir Karl í yngri flokki og Páll í eldri flokki. Taflfélagið býður þessa drengi hjartanlega velkomna í félagið og vonast til að ...

Lesa meira »

Benjamín Gísli í TR

Hinn 11 ára gamall Kópavogsbúi, Benjamín Gísli Einarsson er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. Taflfélagið býður þennan efnilega ungling hjartanlega velkominn í félagið og vonast til að hann vaxi og dafni vel innan veggja félagsins.

Lesa meira »

Torfi Leósson sigraði á Grand Prix mótinu 1. maí

Fimmtudagskvöldin í Skákhöllinni eru lífleg. Viðureignir með sjö mínútna umhugsunartíma verða oft snarpar og býsna skemmtilegar. Engin undanteknig var á þessu á Grand Prix mótinu 1. maí. Að þessu sinni voru tefldar níu umferðir og fór Torfi Leósson með sigur af hólmi og hlaut átta vinninga. Í öðru sæti varð Jorge Fonseca með 7½ og jafnir í þriðja sæti urðu ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í Faxafeninu í kvöld 1. maí

  Venju samkvæmt verður Grand Prix mótaröð Fjölnis og TR haldið áfram í kvöld í Skákhöllinni í Faxafeni. Mótið hefst kl. 19:30 og verða tefldar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Góð tónlistarverðlaun verða í boði að venju og Grand Prix kanna  verður að auki veitt sigurvegaranum.   Alþjóðlegi meistarinn Arnar E. Gunnarsson hefur örugga forystu í mótaröðinni, hefur sigrað ...

Lesa meira »

Óttar Felix: Verkefni íslenskrar skákforystu

“Verkefni íslenskrar skákforystu” er pistill Óttars Felix Haukssonar um hvaða verkefni bíði skákforystunnar á Íslandi og hvernig hann hyggist taka á málum, verði hann kosinn forseti SÍ á komandi aðalfundi.

Lesa meira »

Kristján og Björn efstir á Öðlingamótinu

Skák Björn Þorsteinsson (2198) og Kristján Guðmundsson (2198) eru efstir og jafnir með 4½ vinning að lokinni sjöttu umferð skákmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Björn sigraði Magnús Gunnarsson (2128) en Kristján gerði jafntefli við Hrafn Loftsson (2248).  Jóhann H. Ragnarsson (2085), Hrafn, Jóhann Örn Sigurjónsson (2184) og Hörður Garðarsson (1969) eru í 3.-6. sæti með 4 vinninga svo ...

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld, sumarkvöldið fyrsta

Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis verður fram haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst taflið kl. 19.30 7 umferðir, með 7 mínútna umhugsunartíma. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna. Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Tónlistarverðlaun verða veitt eins og jafnan áður og spurning hvort Grand Prix kanna fari ekki á loft.

Lesa meira »

Kristján Guðmundsson enn efstur á Öðlingamótinu

  Kristján Guðmundsson er einn efstur á Öðlingamótinu eftir jafntefli við Björn Þorsteinsson í 5 umferð sem fram fór í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Af öðrum úrslitum má nefna, að Hrafn Loftsson og Jóhann H. Ragnarsson gerðu jafntefli, Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði Pál Þórhallsson, Hörður Garðarsson sigraði Bjarna Sæmundsson og Magnús Gunnarsson sigraði Sverri Norðfjörð. Einni skák var frestað vegna veikinda. Nánar ...

Lesa meira »

Dagur Arngrímsson til Bolungarvíkur

Dagur Arngrímsson (2392) er genginn í Taflfélag Bolungarvíkur, að því að fékkst uppgefið í dag. Hann er uppalinn í TR og hefur verið félagi í Taflfélaginu alla tíð.

Lesa meira »

Grand Prix mót í kvöld

Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis verður fram haldið í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst taflið kl. 19.30 7 umferðir, með 7 mínútna umhugsunartíma. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna. Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Tónlistarverðlaun verða veitt eins og jafnan áður og spurning hvort Grand Prix kanna fari ekki á loft.

Lesa meira »

Kristján efstur á Öðlingamótinu

Kristján Guðmundsson (2264), sem sigraði Magnús Gunnarsson (2128) í fjórðu umferð skákmóts öðlinga sem fram fór í kvöld, er efstur með 3,5 vinning.  Jóhann H. Ragnarsson (2085), Björn Þorsteinsson (2198) og Hrafn Loftsson (2248) eru í 2.-4. sæti með 3 vinninga.      Úrslit 4. umferðar: Name Rtg Result  Name Rtg Gudmundsson Kristjan  2240 1 – 0  Gunnarsson Magnus  2045 ...

Lesa meira »