Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hjörvar efstur á Skeljungsmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) er efstur með 6,5 vinning eftir sigur á Hrannari Baldurssyni (2080) í  sjöundu umferð Skeljungsmótsins.  Jöfn í 2.-5. sæti með 5,5 vinning eru Hrannar, Halldór B. Halldórsson (2201), Þorvarður Ólafsson (2182) og Lenka Ptacnikova (2249). Enn ber nokkuð á því að hinir stigalægri hafi í fullu tré við þá stigahærri og má þar nefna jafntefli Atla ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 7. umferðar

Úrslit liggja nú fyrir í fjórum frestuðum skákum úr sjöttu umferð.  Þar með er ljóst hverjir mætast í sjöundu umferð sem fram fer á morgun, sunnudag kl. 14.  Þá mætast m.a. forystusauðirnir Hrannar og Hjörvar, Þorvarður og Lenka og Atli Freyr fær að spreyta sig gegn Ingvari Þór. Á heimasíðu mótsins má nálgast allar upplýsingar, s.s. skákir, úrslit, stöðu, pörun, ...

Lesa meira »

Elsa María sigurvegari fimmtudagsmóts

Fámennt var á Fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur að þessu sinni enda Skeljungsmótið í fullum gangi. Tíu keppendur tefldu 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þau Helgi Brynjarsson, Kristján Örn Elíasson og Elsa María Kristínardóttir urðu öll efst og jöfn með 7 vinninga úr 9 skákum.   Elsa María var úrskurðuð sigurvegari þar sem þeir Helgi og Kristján Örn höfðu fengið vinning ...

Lesa meira »

Hrannar og Hjörvar efstir á Skeljungsmótinu

Sjötta umferð Skeljungsmótsins – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld.  Forystusauðurinn, Hrannar Baldursson (2080), gerði jafntefli við Þorvarð Ólafsson (2182) á meðan Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) sigraði Torfa Leósson (2155).  Hjörvar hefur því náð Hrannari að vinningum og eru þeir nú efstir og jafnir með 5,5 vinning.  Jöfn í þriðja og fjórða sæti með 5 vinninga eru Þorvarður og Lenka ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 6. umferðar

Eiríkur Örn Brynjarsson (1641) og Sigurjón Haraldsson (1947) gerðu jafntefli í frestaðri skák úr fimmtu umferð.  Þar með liggur fyrir pörun 6. umferðar sem fram fer á föstudagskvöld kl. 19.00.  Þá mætast m.a. Hrannar-Þorvarður, Hjörvar-Torfi og Ingvar Þór-Halldór. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Hrannar efstur á Skeljungsmótinu

Hrannar Baldursson (2080) tók forystu á Skeljungsmótinu þegar fimmta umferð fór fram í kvöld og hefur fullt hús vinninga.  Hrannar lagði Torfa Leósson (2155) eftir að sá síðarnefndi féll á tíma.  Jafnir í 2-3. sæti með 4,5 vinning eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2279) og Þorvarður Ólafsson (2182).  Einni skák var frestað og verður tefld á morgun fimmtudag kl. 14.  Pörun ...

Lesa meira »

Mæting á fimmtudagsmótin

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur minnir á verðlaunin fyrir góða mætingu á fimmtudagsmótin sem dregin verða út á síðustu æfingu vetrarins á komandi vori.  Þrenn glæsileg peningaverðlaun verða dregin út og komast allir, sem mætt hafa á a.m.k. fimm mót, í pottinn.  Þeir sem eru duglegir að mæta fá nafnið sitt oftar í pottinn og eiga því meiri möguleika á verðlaunum.  Verðlaunin ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 17. jan – Siðferði í skák

Það voru 29 krakkar sem komu niður í skákhöllina í Faxafeni til að tefla á laugardagsæfingunni 17. janúar.  Enn eru að bætast nokkrir nýjir krakkar í hópinn og harði kjarninn frá því haust heldur áfram að mæta! Stemningin var góð eins og ætla mátti og frábært hvað krakkarnir eru einbeitt við taflmennskuna.   Skák er hvoru tveggja í senn einfaldur ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 5. umferðar

Sævar Bjarnason (2211) sigraði Guðmund K. Lee (1499) í frestaðri skák úr fjórðu umferð nú í kvöld.  Þar með liggur fyrir pörun fimmtu umferðar sem fram fer á miðvikudag kl. 19.00.  Þá mætast m.a. Torfi-Hrannar og Halldór-Hjörvar. Pörun má nálgast á Chess-Results. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Hjörvar, Hrannar og Torfi efstir á Skeljungsmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Hrannar Baldursson (2080) og Torfi Leósson (2155) eru efstir og jafnir með fullt hús þegar fjórum umferðum er lokið á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur.  Hjörvar sigraði Þór Valtýsson nokkuð auðveldlega en skákum Torfa og Hrannars lauk með sigri þeirra beggja eftir mikla baráttu. Af óvæntum úrslitum má nefna sigur Siguringa Sigurjónssonar (1904) á Stefáni Bergssyni (2079) ...

Lesa meira »

Fimm skákmenn með fullt hús á Skeljungsmótinu

Þór Valtýsson (2099), Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Torfi Leósson (2155), Hrannar Baldursson (2080) og Sverrir Þorgeirsson (2094) eru með fullt hús eftir þriðju umferð Skeljungsmótsins 2009 sem fram fór í kvöld.  Lítið var um óvænt úrslit en þó sigraði Helgi Brynjarsson (1949) alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason (2211).  Pörun fjórðu umferðar, sem fram fer á sunnudag kl. 14, liggur fyrir en ...

Lesa meira »

Atli Freyr í ham á fimmtudagsmóti

Atli Freyr Kristjánsson mætti dýrvitlaus á fimmtudagsmót TR í gærkvöldi eftir að hafa gert jafntefli við hinn efnilega TR-ing, Þóri Ben, á Skeljungsmótinu kvöldið áður.  Atli át hvern andstæðinginn á fætur öðrum upp til agna og sigraði með fullu húsi eða níu vinningum, tveimur vinningum meira en fyrrverandi hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson.  Það var svo enginn annar en formaðurinn ...

Lesa meira »

Fjöltefli á laugardagsæfingu

Fyrsta laugardagsæfing ársins fór fram 10. janúar eins og boðað hafði verið til fyrir jól. Skákæfingin, sem að öllu jöfnu fer fram í aðalsal Taflfélagins, fór að þessu sinni fram upp í risi (eða rjáfri) eins og við köllum það. Þetta litla afdrep er einungis notað ef salurinn er bókaður fyrir skákmótahald, eins og að þessu sinni, þegar Íslandsmót barna ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 3. umferðar

Sigríður Björg Helgadóttir (1646) sigraði Elmar Oliver Finnsson í frestaðri skák úr 2. umferð.  Pörun 3. umferðar sem fram fer annað kvöld má nálgast á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Mikið um óvænt úrslit á Skeljungsmótinu

Tíu skákmenn eru með fullt hús að lokinni 2. umferð Skeljungsmótsins en mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós.  Má þar nefna sigur Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur (1951) á stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2249), en sú síðarnefnda féll á tíma þegar hún reyndi að knýja fram sigur í endatafli.  Þá lagði Hörður Garðarsson (1951) alþjóðlega meistarann, Sævar Bjarnason (2211).  Stigahæsti keppandi mótsins, ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir á Prag Open

Guðmundur Kjartansson (2365) heldur áfram taflmennsku á erlendri grund.  Að þessu sinni tekur hann þátt á Prag Open en 116 skákmenn taka þátt í opna flokki mótsins.  Að loknum sex umferðum hefur Guðmundur 4,5 vinning og er sem stendur í 14. sæti.  Í 7. umferð, sem fram fer á morgun, mætir hann alþjóðlega skákmeistaranum Bogomil Andonov (2316).

Lesa meira »

Ingvar sigraði Dag í dag

Ingvar Þór Jóhannesson (2345) sigraði Dag Andra Friðgeirsson (1787) í frestaðri skák úr 1. umferð Skeljungsmótsins.  Pörun 2. umferðar sem fram fer á miðvikudag kl. 19.00 liggur nú fyrir á Chess-Results. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Skeljungsmótið 2009 hafið

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag en í ár eru 62 keppendur skráðir til leiks.  Úrslit urðu flest eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri, en þó gerðu Grímur Grímsson (1690) og Halldór B. Halldórsson (2201) jafntefli og hinn ungi og efnilegi, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1640), sigraði Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2134). Sjá pistil 1. umferðar. Næsta umferð fer ...

Lesa meira »