Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Laugardagsæfingin 17. jan – Siðferði í skák

Það voru 29 krakkar sem komu niður í skákhöllina í Faxafeni til að tefla á laugardagsæfingunni 17. janúar.  Enn eru að bætast nokkrir nýjir krakkar í hópinn og harði kjarninn frá því haust heldur áfram að mæta! Stemningin var góð eins og ætla mátti og frábært hvað krakkarnir eru einbeitt við taflmennskuna.   Skák er hvoru tveggja í senn einfaldur ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 5. umferðar

Sævar Bjarnason (2211) sigraði Guðmund K. Lee (1499) í frestaðri skák úr fjórðu umferð nú í kvöld.  Þar með liggur fyrir pörun fimmtu umferðar sem fram fer á miðvikudag kl. 19.00.  Þá mætast m.a. Torfi-Hrannar og Halldór-Hjörvar. Pörun má nálgast á Chess-Results. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Hjörvar, Hrannar og Torfi efstir á Skeljungsmótinu

Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Hrannar Baldursson (2080) og Torfi Leósson (2155) eru efstir og jafnir með fullt hús þegar fjórum umferðum er lokið á Skeljungsmótinu – Skákþingi Reykjavíkur.  Hjörvar sigraði Þór Valtýsson nokkuð auðveldlega en skákum Torfa og Hrannars lauk með sigri þeirra beggja eftir mikla baráttu. Af óvæntum úrslitum má nefna sigur Siguringa Sigurjónssonar (1904) á Stefáni Bergssyni (2079) ...

Lesa meira »

Fimm skákmenn með fullt hús á Skeljungsmótinu

Þór Valtýsson (2099), Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Torfi Leósson (2155), Hrannar Baldursson (2080) og Sverrir Þorgeirsson (2094) eru með fullt hús eftir þriðju umferð Skeljungsmótsins 2009 sem fram fór í kvöld.  Lítið var um óvænt úrslit en þó sigraði Helgi Brynjarsson (1949) alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason (2211).  Pörun fjórðu umferðar, sem fram fer á sunnudag kl. 14, liggur fyrir en ...

Lesa meira »

Atli Freyr í ham á fimmtudagsmóti

Atli Freyr Kristjánsson mætti dýrvitlaus á fimmtudagsmót TR í gærkvöldi eftir að hafa gert jafntefli við hinn efnilega TR-ing, Þóri Ben, á Skeljungsmótinu kvöldið áður.  Atli át hvern andstæðinginn á fætur öðrum upp til agna og sigraði með fullu húsi eða níu vinningum, tveimur vinningum meira en fyrrverandi hraðskákmeistari TR, Kristján Örn Elíasson.  Það var svo enginn annar en formaðurinn ...

Lesa meira »

Fjöltefli á laugardagsæfingu

Fyrsta laugardagsæfing ársins fór fram 10. janúar eins og boðað hafði verið til fyrir jól. Skákæfingin, sem að öllu jöfnu fer fram í aðalsal Taflfélagins, fór að þessu sinni fram upp í risi (eða rjáfri) eins og við köllum það. Þetta litla afdrep er einungis notað ef salurinn er bókaður fyrir skákmótahald, eins og að þessu sinni, þegar Íslandsmót barna ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Pörun 3. umferðar

Sigríður Björg Helgadóttir (1646) sigraði Elmar Oliver Finnsson í frestaðri skák úr 2. umferð.  Pörun 3. umferðar sem fram fer annað kvöld má nálgast á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Lesa meira »

Mikið um óvænt úrslit á Skeljungsmótinu

Tíu skákmenn eru með fullt hús að lokinni 2. umferð Skeljungsmótsins en mörg óvænt úrslit litu dagsins ljós.  Má þar nefna sigur Hallgerðar Helgu Þorsteinsdóttur (1951) á stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2249), en sú síðarnefnda féll á tíma þegar hún reyndi að knýja fram sigur í endatafli.  Þá lagði Hörður Garðarsson (1951) alþjóðlega meistarann, Sævar Bjarnason (2211).  Stigahæsti keppandi mótsins, ...

Lesa meira »

Guðmundur teflir á Prag Open

Guðmundur Kjartansson (2365) heldur áfram taflmennsku á erlendri grund.  Að þessu sinni tekur hann þátt á Prag Open en 116 skákmenn taka þátt í opna flokki mótsins.  Að loknum sex umferðum hefur Guðmundur 4,5 vinning og er sem stendur í 14. sæti.  Í 7. umferð, sem fram fer á morgun, mætir hann alþjóðlega skákmeistaranum Bogomil Andonov (2316).

Lesa meira »

Ingvar sigraði Dag í dag

Ingvar Þór Jóhannesson (2345) sigraði Dag Andra Friðgeirsson (1787) í frestaðri skák úr 1. umferð Skeljungsmótsins.  Pörun 2. umferðar sem fram fer á miðvikudag kl. 19.00 liggur nú fyrir á Chess-Results. Heimasíða mótsins

Lesa meira »

Skeljungsmótið 2009 hafið

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag en í ár eru 62 keppendur skráðir til leiks.  Úrslit urðu flest eftir bókinni, þ.e. sá stigahærri sigraði þann stigalægri, en þó gerðu Grímur Grímsson (1690) og Halldór B. Halldórsson (2201) jafntefli og hinn ungi og efnilegi, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1640), sigraði Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2134). Sjá pistil 1. umferðar. Næsta umferð fer ...

Lesa meira »

Skeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur hefst í dag

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 11. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. 50.000 ...

Lesa meira »

Matthías sigurvegari fimmtudagsmóts

Matthías Pétursson stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta fimmtudagsmóti ársins.  TR-ingurinn ungi fór hreinlega hamförum og lagði meðal annarra Torfa Leósson og Eirík Björnsson.  Þegar upp var staðið hafði Matthías hlotið átta vinninga af tíu.  Næstir komu síðan Páll Andrason og Torfi Leósson með 7,5 vinning þar sem Páll varð hærri á stigum en hann heldur áfram góðu gengi á ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingarnar hefjast að nýju 10. jan

Skákæfingar fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri hefjast að nýju laugardaginn 10. janúar kl. 14-16. Sævar Bjarnason, alþjóðlegur skákmeistari, sér um skákkennslu og umsjón æfinganna skipta með sér þau Elín Guðjónsdóttir, Magnús Kristinsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Ókeypis þátttaka. Verið velkomin!

Lesa meira »

Fimmtudagsmótin hefjast á ný eftir jólafrí

Hin hefðbundnu fimmtudagsmót Taflfélags Reykjavíkur halda áfram í kvöld.  Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og hefst mótið kl. 19.30 en húsið opnar kl. 19.10.  Fríar veitingar í boði og sigurvegarinn fær að launum glæsilegan verðlaunapening.  Teflt er í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 og þátttökugjald er kr 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Um er ...

Lesa meira »

Á fjórða tug skákmanna skráðir í Skeljungsmótið

Skeljungsmótið 2009 – Skákþing Reykjavíkur hefst nk. sunnudag.  Skráning gengur vel og þegar þetta er ritað hafa 34 keppendur skráð sig til leiks.  Opið er fyrir skráningu þar til mótið hefst en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig fyrirfram þar sem það auðveldar allan undirbúning. Skráningarform er á www.skak.is en einnig má skrá sig með því að senda tölvupóst ...

Lesa meira »

Guðmundur beið lægri hlut

Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir stórmeistaranum M. Hebden (2515) í níundu og síðustu umferð Hastings mótsins.  Guðmundur hlaut 5,5 vinning og hefði þurft að sigra í síðustu skákinni til að ná sínum síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, og hafnaði í 26. sæti sem er tölvert ofar en hann var í stigaröðinni fyrir mót.

Lesa meira »

Jafnt hjá Guðmundi í snarpri skák

Guðmundur Kjartansson (2365) gerði jafntefli við enska stórmeistarann, S. Williams (2494) í áttundu og næstsíðustu umferð Hastings mótsins.  Skákin var mjög fjörug og snörp þar sem stórmeistarinn tefldi hollenska vörn og fór í þunga sókn gegn Guðmundi.  Íslenski víkingurinn varðist þó vel og lauk skákinni eftir 25 leiki með þráskák Englendingsins en þá var kóngur Guðmundar búinn að ferðast þvert ...

Lesa meira »

Guðmundur á flugi í Hastings

Fjórða sigurskák Guðmundar Kjartanssonar á Hastings mótinu leit dagsins ljós í dag þegar hann lagði stórmeistarann, S. Haslinger (2506), í 7. umferð, að því er virtist næsta auðveldlega.  Guðmundur vann mann í 28. leik og eftirleikurinn var auðveldur en stórmeistarinn gaf eftir 56 leiki. Guðmundur hefur nú 5 vinninga af 7 og er væntanlega kominn í hóp 10 efstu manna ...

Lesa meira »