Friðrik Þjálfi Íslandsmeistari í skólaskákFriðrik Þjálfi Stefánsson (1692) er Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki en hann hlaut 9 vinninga í 11 umferðum og var hálfum vinningi á undan næstu mönnum.  Friðrik hefur verið á mikilli uppleið að undanförnu og á sigurinn svo sannarlega skilinn.  Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar honum til hamingju með titilinn.

Birkir Karl Sigurðsson (1355) úr TR tók einnig þátt í yngri flokki og hafnaði í sjötta sæti með 6 vinninga.

Tveir skákmenn úr TR tóku þátt í eldri flokki, þeir Páll Andrason (1559) og Eiríkur Örn Brynjarsson (1640).  Páll hafnaði í áttunda sæti með 6 vinninga og Eiríkur í því níunda með 5 vinninga.  Patrekur Maron Magnússon (1936), Helli, sigraði með miklum yfirburðum en hann hlaut fullt hús vinninga, eða 11, heilum fjórum vinningum meira en næsti keppandi.