Þegar KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur er tæplega hálfnað er ekki úr vegi að kanna hvernig þátttakendur dreifast á milli skákfélaga. Það þarf ekki að koma á óvart að Taflfélag Reykjavíkur eigi flesta fulltrúa á mótinu enda stærsta skákfélag landsins. Þá er einnig gaman að sjá öfluga þátttöku frá Hellismönnum (12) og Fjölnismönnum (11) en öflugt barna-og unglingastarf Fjölnis sést ...
Lesa meira »Uncategorized
KORNAX mótið: Pörun fimmtu umferðar
Óskar Long Einarsson vann í gærkvöldi óvæntan sigur á Haraldi Baldurssyni í frestaðri skák úr fjórðu umferð Skákþings Reykjavíkur og liggur pörun fimmtu umferðar nú fyrir. Þá mætast á efstu borðum Fide meistararnir Einar Hjalti Jensson og Davíð Kjartansson, Omar Salama og alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason, Júlíus L. Friðjónsson og Halldór Pálsson sem og Vigfús Ó. Vigfússon og stórmeistari kvenna, ...
Lesa meira »Einar Hjalti leiðir á KORNAX mótinu
Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson sigraði stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu, í fjórðu umferð KORNAX mótsins – Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í gærkvöldi. Á sama tíma gerðu Omar Salama og Fide meistarinn Davíð Kjartansson jafntefli og er Einar því einn efstur með fullt hús vinninga. Davíð og Omar koma næstir með 3,5 vinning ásamt Halldóri Pálssyni sem sigraði Hilmar ...
Lesa meira »Vignir Vatnar Íslandsmeistari
Vignir Vatnar Stefánsson varð í gær Íslandsmeistari barna í skák í fyrsta sinn. Tefldar voru níu umferðir í mótinu, sem fór fram í Rimaskóla, og hlaut Vignir 8 vinninga líkt og Íslandsmeistari síðasta árs, Nansý Davíðsdóttir. Vignir hafði síðan betur gegn Nansý í afar spennandi einvígi þar sem fimm skákir þurfti til að skera úr um sigurvegara. Það er ljóst ...
Lesa meira »Myndir frá jólaskákæfingu T.R.
Í myndaalbúminu hér á vef félagsins má m.a. finna fjölda mynda frá jólaskákæfingunni sem fór fram í desember. Margt skemmtilegt var gert á æfingunni á má þar nefna tónlistaratriðið og fjölskylduskákmót ásamt ýmsu öðru. Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir tók saman ítarlegan pistil að lokinni æfingu og sendi til allra þátttakendanna. Pistillin er birtur hér að neðan örlítið styttur: Jólaskákæfing T.R. – ...
Lesa meira »Bein útsending frá fjórðu umferð KORNAX mótsins
Fjórða umferð hefst kl. 14 í dag og að venju verða skákir efstu borða sendar beint út á vefnum. Fylgjast má með skákunum hér.
Lesa meira »Skákkeppni vinnustaða 2013
Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30. Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag: Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30 Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni) Sveitakeppni: Þetta er liðakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liði. Vinnustaðirnir geta sent fleira ein ...
Lesa meira »Stigahæstu leiða á KORNAX mótinu
Í gærkvöldi fór þriðja umferð fram og voru úrslit flest eftir bókinni þó nokkur jafntefli hafi litið dagsins ljós þar sem stigamunur var nokkur. Á efsta borði sigraði Fide meistarinn Davíð Kjartansson Jóhann H. Ragnarsson í snarpri skák þar sem Jóhann fórnaði manni snemma tafls. Davíð varðist vel og svaraði að bragði og hafði sigur í 24 leikjum. Á öðru ...
Lesa meira »Bein útsending frá þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur
Hér er hægt að fylgjast með viðureignunum á efstu borðum. Úrslit, staða og pörun Dagskrá og upplýsingar Skákmeistarar Reykjavíkur Mótstöflur síðustu ára Myndir (JHR)
Lesa meira »Fréttablað T.R.
Veglegt fréttablað Taflfélags Reykjavíkur fyrir árið 2012 er nú komið út, bæði á prentuðu formi og rafrænu formi (pdf). Á meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um heimsókn fyrrverandi heimsmeistarans Anatoly Karpov á 111 ára afmæli félagsins, Íslandsmót skákfélaga og þátttöku Vignis Vatnars Stefánssonar á Heimsmeistaramóti ungmenna í Slóveníu. Blaðið á pdf formi má nálgast hér.
Lesa meira »Tólf keppendur efstir á KORNAX mótinu
Önnur umferð var tefld í gærkvöldi í Skákhöllinni, Faxafeni. Stemningin var sérstaklega góð og lá nýútgefið fréttablað Taflfélags Reykjavíkur meðal annars frammi þar sem viðstaddir blöðuðu óspart í því á meðan þeir skröfuðu um gang mála í Skákþinginu. Fréttablaðið er að auki aðgengilegt á rafrænu formi (pdf) og má nálgast það með því að smella á hlekk hér að neðan. ...
Lesa meira »Bein útsending frá annari umferð KORNAX mótsins
Hægt verður að fylgjast með skákum á efstu borðum með því að smella hér.
Lesa meira »Guðmundur í 16.-23. sæti á Hastings mótinu
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson heldur áfram öflugri taflmennsku og lauk í dag þátttöku sinni á hinu fornfræga Hastings skákmóti í Englandi en mótið fer fram í kringum áramót ár hvert. Mótið var fyrst haldið árin 1920 og 1921 og hafa margir af fyrrum heimsmeisturum verið meðal þátttakenda. Guðmundur átti ágætt mót og hlaut 6 vinninga í tíu skákum, vann ...
Lesa meira »Fjölmennt Skákþing Reykjavíkur hafið
KORNAX mótið – Skákþing Reykjavíkur 2013 hófst með miklum myndarbrag í dag þegar 63 keppendur settust niður við reitina 64 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Að lokinni setningarræðu Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur formanns T.R. lék fulltrúi KORNAX, Kjartan Már Másson, fyrsta leiknum í viðureign Fide meistarans og stigahæsta keppanda mótsins, Davíðs Kjartanssonar, og einum af efnilegustu skákmönnum þjóðarinnar, hins níu ára Vignis ...
Lesa meira »Beinar útsendingar frá Skákþinginu
Hægt verður að fylgjast með skákum efstu borða á Skákþingi Reykjavíkur með því að smella hér.
Lesa meira »KORNAX mótið 2013 – Skákþing Reykjavíkur
KORNAX mótið 2013 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Dagskrá: 1. umferð sunnudag ...
Lesa meira »Myndir frá Vetrarmóti öðlinga
Hér má finna myndir frá Vetrarmóti öðlinga sem lauk á dögunum. Lokaumferðin var mjög vegleg en Birna Halldórsdóttir stóð þá fyrir ljúffengu veisluborði og er það ekki í fyrsta sinn sem Birna lætur til sín taka í kringum mótahald T.R.
Lesa meira »Oliver Aron sigraði á Jólahraðskákmótinu
Fjölnismaðurinn ungi og efnilegi, Oliver Aron Jóhannesson, kom sá og sigraði á Jólahraðskákmóti T.R. sem fór fram síðastliðinn fimmtudag. Oliver hlaut 12 vinninga úr 14 skákum en tefldar voru 2x sjö umferðir. Oliver, sem skaut mörgum reyndari skákmönnum ref fyrir rass, er greinilega að stimpla sig inn sem mjög öflugur hraðskákmaður en þess má geta að hann var meðal efstu ...
Lesa meira »Pistill frá Guðmundi Kjartanssyni
Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson hefur að undanförnu dvalið í Suður Ameríku þar sem hann hefur tekið þátt í mörgum skákmótum. Hér á eftir fer Guðmundur yfir gang mála í skemmtilegum pistli: Panama Open og McGregor Svo ég fari hratt yfir það sem er búið að vera að gerast hjá mér síðan ég fór út 30.apríl s.l. Fyrstu 5 mánuðina ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót T.R. fer fram 27. desember
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 27. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Daði Ómarsson.
Lesa meira »
Taflfélag Reykjavíkur Elsta og virkasta skákfélag landsins