Jólahraðskákmót T.R. fer fram, að venju, 28. desember. Mótið fer fram með hefðbundnu sniði og því lýkur á einu kvöldi. Núverandi jólahraðskákmeistari T.R. er Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari. Mótið verður nánar auglýst á morgun, 28. desember.
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Unglinga- og Stúlknameistaramót T.R. fer fram í dag
Unglinga- og Stúlknameistaramót T.R. hefst í dag kl. 17.00 í Skákhöllinni Faxafeni 12. Teflt verður í einum flokki og hlýtur efsti unglingurinn, sem er félagi í T.R., titilinn Unglingameistari T.R. 2007 og efsta stúlkan úr T.R. hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum.
Lesa meira »Unglinga- og stúlknameistaramót T.R. fer fram á fimmtudaginn
Unglingameistaramót T.R. og Stúlknameistaramót T.R. fara fram nk. fimmtudag og hefst taflið kl. 17.00 í Skákhöllinni Faxafeni 12. Þátttaka er opin öllum grunnskólabörnum.
Lesa meira »JÓLA GRAND PRIX í kvöld. Verðlaunaafhending og veitingar.
Tíunda og síðasta Grand Prix mót TR og Fjölnis á þessu ári fer fram í kvöld fimmtudagskvöld 13. desember í Skákhöllinni í Faxafeni. Það verður sérstök jólastemning á staðnum, boðið uppá piparkökur og jólaöl ásamt sérlega góðum jólatónlistarverðlaunum frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Einnig verður þeim einstaklingi sem hæst samanlagt skor úr 10 fyrstu mótunum veittur glæsilegur ...
Lesa meira »Síðasta Grand Prix mótið 2007 haldið annað kvöld
Stjórn T.R. vill sérstaklega minna skákmenn á, að síðasta Grand Prix mótið á þessu ári mun fara fram annað kvöld í Skákhöllinni Faxafeni 12 og hefst það kl. 19.30. Davíð Kjartansson er langefstur á heildarlistanum, en á síðasta móti sigraði Henrik Danielsen, eftir harða keppni við Davíð. Ný Grand Prix röð hefst síðan eftir áramót og verður þá bryddað upp ...
Lesa meira »Skeljungsmótið – Skákþing Rvk hefst 6. janúar
Skeljungsmótið – Skákþing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verður, að venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Teflt verður í einum flokki, opnum öllum skákmönnum. Verðlaun verða: 1. sæti: 100.0002. sæti: 60.0003. sæti: 40.000 Þátttökugjöld verða (með fyrirvara): 3.000 krónur fyrir fullorðna / 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn. Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari ...
Lesa meira »Rimaskóli sigraði á Jólamóti grunnskóla, eldri flokki
Sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, eldri flokki, en það fór fram í gærkvöldi,mánudaginn 10. desember. Sveitin fékk 19 vinninga af 20 mögulegum. Laugalækjarskóli lenti í öðru sæti og Húsaskóli í því þriðja. Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka var frekar dræm, en aðeins ...
Lesa meira »Rimaskóli sigraði á Jólamóti grunnskóla (yngri flokki)
A-sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, yngri flokki, en það fór fram sl sunnudag, 9. desember. Sveitin fékk fullt hús vinninga, 24 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit skólans lenti í öðru sæti og a-sveit Laugalækjarskóla í því þriðja. Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka ...
Lesa meira »Henrik Danielsen sigraði á 9. Grandprix mótinu
Henrik Danielsen stórmeistari sigraði á 9. og næstíðasta móti Grand Prix mótaraðar Fjölnis og TR síðastliðið fimmtudagsmót. Henrik hlaut átta vinninga af níu mögulegum. Davíð Kjartansson, sigursælasti skákmeistari Grand Prix mótaraðarinnar, varð í öðru sæti með sjö og hálfan vinning. Davíð tókst þó að sigra Henrik, en tap fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni og jafntefli við Vigfús Vigfússon kom í veg fyrir ...
Lesa meira »Jóhann Örn Sigurjónsson atskákmeistari öðlinga
Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði á atskákmóti öðlinga, sem er nýlokið. Jóhann var jafn Hrafni Loftssyni að vinningum, en hafði betur að loknum stigaútreikningi. Í 3.-5. sæti urðu Magnús Gunnarsson, Björn Þorsteinsson og Júlíus Friðjónsson. Lokastaðan: 1 4 Jóhann Örn Sigurjónsson 2050 ISL KR 6½ 38½ 2 1 Hrafn Loftsson 2225 ISL TR 6½ 37½ 3 7 Magnús Gunnarsson 1975 ISL SSON 6 38 4 2 Björn Þorsteinsson 2220 ISL TR 6 37 5 3 Júlíus Friðjónsson 2150 ISL TR 6 35½ 6 10 Kristján Örn Elíasson 1870 ISL TR 5 29 7 8 Vigfús Ó Vigfússon 1935 ISL Hellir 4½ 40 8 6 Kári Sólmundarson 1990 ISL TV 4½ 39 9 13 Frímann Benediktsson 1765 ISL TR 4½ 27 10 5 Sverrir Norðfjörð 2005 ISL TR 4 40 11 9 Hörður Garðarsson 1870 ISL TR 4 30 12 12 Sigurður Helgi Jónsson 1775 ISL SR 3½ 33 13 15 Bjarni Friðriksson 1565 ISL SR 3½ 32 14 16 Ulrich Schmidhauser 1520 ISL TR 2½ 30½ 15 11 Páll Sigurðsson 1870 ISL TG 2 35½ 16 14 Guðmundur Björnsson 1670 ISL 2 31½ 17 17 Pétur Jóhannesson 1140 ISL TR 1 31
Lesa meira »9. Grand Prix mótið í kvöld
Níunda Grand Prix mótið fer fram í Skákhöllinni, Faxafeni 12 og hefst kl. 19.30. Stjórn T.R. skorar á alla skák- og skákáhugamenn að mæta á þetta stórskemmtilega mót. Davíð Kjartansson er langefstur í Grand Prix mótasyrpunni.
Lesa meira »Davíð Kjartansson sigraði á Grand Prix-móti
Grand Prix mótaröð TR og Fjölnis í hraðskák var fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni á fimmtudagskvöldinu. Davíð Kjartansson tryggði sér efsta sætið með góðum sigri á Jóhanni H.Ragnarssyni í lokaumferðinni.Davíð leiðir samanlögðu stigakeppnina með nokkrum yfirburðum. Lokastaðan í stigamótinu var eftirfarandi: 1..Davíð Kjartansson……….7.5 v 2..Jóhann H. Ragnarsson….7.0 v 3..Daði Ómarsson……………6.0 v 4..Óttar Felix Hauksson…….5.0 v 5..Matthías Pétursson……….4.5 v 6..Sigurlaug ...
Lesa meira »Jóhann Örn og Hrafn Loftsson efstir á skákmóti öðlinga
Jóhann Örn Sigurjónsson og Hrafn Loftsson eru efstir á skákmóti öðlinga að loknum 6.umferðum hafa hlotið 4.5 vinning,en keppnin er afar jöfn og spennandi og útlit fyrir skemmtilegt lokakvöld á miðvikudaginn kemur,þegar þrjár síðustu umferðirnar verða tefldar. En úrslit í gærkvöldi urðu eftirfarandi. Round 4 on 2007/11/21 at 19:30 Bo. No. Name Pts. Result Pts. Name ...
Lesa meira »Unglingaæfing í dag
Unglingaæfing verður haldin í Taflfélaginu í dag frá 14-16. Allir undir 15 ára eru velkomnir. Umsjónarmaður unglingaæfinga er Guðni Stefán Pétursson.
Lesa meira »Davíð Kjartansson sigraði á 7. Grand Prix mótinu
Davíð Kjartansson bar sigur úr býtum á sjöunda Grand Prix-mótinu, sem var haldið í kvöld. Davíð hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. Í öðru og þriðja sæti urðu Arnar E.Gunnarsson og Þorvarður F. Ólafsson með 4.5 vinning. Geirþrúður A.Guðmundsdóttir hlaut kvennaverðlaunin og Friðrik Þjálfi Stefánsson unglingaverðlaunin. Verðlaunin voru, að venju, í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins. Um ...
Lesa meira »Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld
Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld. Taflið hefst kl. 19.30 í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, 2. hæð. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun verða eins og áður í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins. Davíð Kjartansson er efstur í syrpunni, en næstir koma Jóhann H. Ragnarsson og Daði Ómarsson. Um fyrri úrslit og ...
Lesa meira »Atskákmót öðlinga hafið
Atskákmót öðlinga 2007 hófst í kvöld. Sextán keppendur eru skráðir til leiks. Meðal þeirra eru meistari síðasta árs, Júlíus L. Friðjónsson, skákmeistari T.R. 2007, Hrafn Loftsson, og margfaldur meistari, Björn Þorsteinsson. Úrslit: Round 1 on 2007/11/14 at 19:30 Bo. SNo. Name Pts Res. Pts Name SNo. 1 9 Hörður Garðarsson 0 0 – 1 0 Hrafn Loftsson 1 2 ...
Lesa meira »Yfirlýsing frá formanni T.R.
Formaður T.R. birti eftirfarandi yfirlýsingu vegna Íslandsmóts unglingasveita á Skákhorninu og fór fram á, að sama yfirlýsing yrði einnig birt á vefsvæði Taflfélagsins. Taflfélag Reykjavíkur harmar að sveitirnar sem ráðgert var að senda skyldu ekki mæta. Ástæðan fyrir þessu var sú að á stjórnarfundi TR á fimmtudagskvöldinu (mánudagskvöldinu; innskot vefstjóri) fyrir mót fóru fram umsjónarmannskipti með unglingastarfinu. Einhver misskilningur varð hvort gamli eða ...
Lesa meira »Atskákmót öðlinga hefst í kvöld
Atskákmót öðlinga 2007 hefst í kvöld, 14. nóv, og verður fram haldið miðvikudagana 21. og 28. nóv. Taflið hefst kl. 19:30 alla dagana. Tefldar verða 9 umferðir Þrjár skákir á kvöldi. Umhugsunartími 25 mín. á skák. Þátttökurétt hafa allir sem eru 40 ára og eldri. Heyrst hefur, að Gunnar Björnsson, sem nýlega varð fertugur, ætli að mæta til leiks, en ...
Lesa meira »Hjörvar sigraði á hraðskákmóti TR – Kristján Örn hraðskákmei
Hraðskákmót TR MP-Mótið 2007. Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Hausthraðskákmóti TR – MP mótinu Hjörvar hlaut 6.5 vinning af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Bragi Halldórsson með 6.vinninga og í þriðja sæti varð Kristján Örn Elíasson með 5.vinninga, Kristján Örn er því hraðskákmeistari TR 2007, þar eð Hjörvar og Bragi eru tefla fyrir Helli. En úrslit urðu ...
Lesa meira »