Vignir Vatnar Stefánsson vann öruggan sigur í fyrstu umferð HM ungmenna sem fram fer í Durban, S-Afríku, dagana 20.-29. september. Andstæðingur Vignis var stigalaus skákmaður frá Namibíu og var Vignir ekki í vandræðum með að klára viðureignina sem tók innan við tvær klukkustundir og aðeins 23 leiki. Vignir tefldi hvasst með hvítu, saumaði að andstæðingnum á drottningarvæng og eftir nokkra ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Vignir Vatnar á HM í Durban!
Heimsmeistaramót barna og unglinga í skák fer fram í Durban Suður-Afríku dagana 19. – 30. september. Meðal keppenda verður ungstirnið og TR- ingurinn Vignir Vatnar Stefánsson. Honum til halds og trausts verður Helgi Ólafsson og einnig eru foreldrar Vignis með í för. SÍ ákvað að senda ekki keppendur að þessu sinni á heimsmeistaramótið enda um langan veg að fara. Mótið ...
Lesa meira »Davíð efstur á Haustmótinu
Stigahæsti keppandi Haustmótsins, Fide meistarinn Davíð Kjartansson, er efstur með fullt hús vinninga að loknum tveimur umferðum á áttatíu ára afmælismóti Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Davíð lagði Dag Ragnarsson örugglega með hvítu mönnunum í annarri umferð sem fór fram í gærkvöldi. Næstir í A-flokki með 1,5 vinning eru Þorvarður Fannar Ólafsson og Oliver Aron Jóhannesson eftir sigur þess fyrrnefnda á Gylfa Þór Þórhallssyni ...
Lesa meira »GALLERÝ SKÁK – FLYTUR Í FAXAFENIÐ
VETRARDAGSKRÁIN 2014-15 Skák- og listasmiðjan Gallerý Skák – opnar dyr sínar að nýju eftir sumarhlé fimmtudaginn 18. september nk. í Skákmiðstöð Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Húsnæðið í Bolholti þar sem klúbburinn hefur verið til húsa sl. 8 ár hefur verið selt. Það er ekki í kot vísað með aðstöðuna í hinum glæstu húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar ...
Lesa meira »Haustmót Taflfélags Reykjavíkur er hafið
Í dag hófst eitt af stórmótum ársins þegar tefld var fyrsta umferð í Hausmóti Taflfélags Reykjavíkur. Fimmtíu og átta keppendur eru skráðir til leiks að þessu sinni sem er mesti fjöldi keppenda í mótinu síðan 2010, en mótið á nú áttatíu ára afmæli. Keppt er í þremur lokuðum flokkum A, B og C og einum opnum flokk D. Nokkuð mikið ...
Lesa meira »Byrjendaæfingar TR hefjast næsta laugardag kl.11
Næstkomandi laugardag kl. 11:00 – 12:15 hefjast skákæfingar fyrir byrjendur hjá Taflfélagi Reykjavíkur í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Um er að ræða nýja barnaæfingu sem ætluð er þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í skáklistinni. Kennsluefni á þessum æfingum er eins og best verður á kosið og reyndist það afar vel á síðasta starfsári. Þjálfun og kennsla ...
Lesa meira »Sögufrægur farandbikar Haustmóts TR
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag og er það í 80.skiptið sem mótið er haldið. Að vanda er teflt um glæsileg verðlaun, bæði peningaverðlaun og verðlaunagripi. TR-ingar tefla einnig um hinn eftirsóknarverða titil ‘Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur’. Undanfarna áratugi hefur Skákmeistari TR hlotið veglegan farandgrip sem má sjá á myndinni hér að neðan. Fyrst var teflt um þennan grip árið 1962 ...
Lesa meira »Ingibjörg Edda og Ingvar Örn í TR
Systkynin Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Ingvar Örn eru gengin í Taflfélagið. Þau koma bæði frá SSON. Líkt og Omar Salama sem einnig er kominn í T.R. þá hefur Ingibjörg verið áberandi þátttakandi í skákinni undanfarin ár og setið í stjórn SÍ. Ingvar hefur einnig verið áberandi á skákmótum og teflir mikið. Þau eru frábær liðsstyrkur fyrir Taflfélagið og við bjóðum ...
Lesa meira »Omar Salama genginn í Taflfélag Reykjavíkur
Eðaldrengurinn, alþjóðlegi skákdómarinn og hinn sterki skákmaður Omar Salama er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur. Hann hefur í mörg ár verið mjög virkur innan skákhreyfingarinnar og ófá mótin hér heima og erlendis sem hann hefur dæmt á undanfarin ár. Hann er ekki síður öflugur skákmaður og verður gaman að sjá hann við skákborðið í framtíðinni undir merkjum TR. Taflfélag ...
Lesa meira »Björn Þorfinnsson í Taflfélag Reykjavíkur!
Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson er genginn til liðs við Taflfélag Reykjavíkur frá Víkingaklúbbnum. Björn hóf skákferilinn með TR á unga aldri og snýr því nú aftur á æskuslóðirnar. Björn hefur í rúmlega tvo áratugi verið einn virkasti mótaskákmaður landsins og í seinni tíð einn sá sigursælasti. Helstu afrek: – Margfaldur Norðurlandameistari í skólaskák með liðum Æfingaskóla KHÍ og MR ...
Lesa meira »Haustmót TR hefst næstkomandi sunnudag
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótið á 80 ára afmæli í ár, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...
Lesa meira »Mykhaylo Kravchuk sigurvegari fyrstu Bikarsyrpu TR
Fyrsta skákmótið í Bikarsyrpu Taflfélags Reykjavíkur lauk í dag með sigri TR-ingsins Mykhaylo Kravchuk. Mykhaylo leyfði aðeins eitt jafntefli í mótinu og tryggði sigurinn í fimmtu og síðustu umferð með sigri á Róberti Luu. Í 2.sæti varð Óskar Víkingur Davíðsson úr Skákfélaginu Huginn með 4 vinninga en hann lagði TR-inginn Þorstein Magnússon að velli í lokaumferðinni í mikilli spennuskák. Guðmundur ...
Lesa meira »Mykhaylo Kravchuk og Róbert Luu efstir fyrir síðustu umferð
Spennan í skákhöllinni var mikil þegar 4.umferð Bikarsyrpunnar fór fram. Á efstu tveimur borðunum voru gerð jafntefli og það nýtti Róbert Luu sér. Hann vann Halldór Atla Kristjánsson eftir miklar sviptingar og náði þar með Mykhaylo Kravchuk að vinningum. Báðir hafa þeir 3,5 vinning. Sex skákmenn koma í humátt á eftir með 3 vinninga. Fimmta og síðasta umferð hefst klukkan 14 ...
Lesa meira »Mykhaylo Kravchuk efstur með fullt hús eftir 3 umferðir
4.umferð Bikarsyrpunnar stendur nú yfir í skákhöll félagsins og er hart barist á mörgum borðum. Mykhaylo Kravchuk leiðir mótið með fullt hús eftir góðan sigur á Halldóri Atla Kristjánssyni þar sem Mykhaylo setti saman vel útfærða og laglega fléttu. Í humátt á eftir Mykhaylo koma Þorsteinn Magnússon, Óskar Víkingur Davíðsson, Guðmundur Agnar Bragason og Róbert Luu, allir með 2,5 vinning. ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR hófst í kvöld
Það var mikil eftirvænting í augum barnanna 25 sem mættu í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur fyrr í kvöld til að tefla í hinni nýju Bikarsyrpu. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með því hve mörg barnanna notuðu tímann sinn vel og stóðu sig vel í að skrifa skákirnar niður. Skákir 1.umferðar voru margar hverjar æsispennandi þar sem reyndari skákmenn átti sumir ...
Lesa meira »Haustmót Taflfélags Reykjavíkur
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2014 hefst sunnudaginn 14. september kl.14. Mótið á 80 ára afmæli í ár, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...
Lesa meira »Fjör á fyrstu Laugardagsæfingu TR
Laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hófust með trukki nú um seinustu helgi. Hátt á fjórða tug barna mættu á þessar fyrstu æfingar starfsársins. Fagnaðarfundir urðu hjá mörgum krökkum sem sóttu æfingarnar stíft síðasta vetur á meðan aðrir voru að mæta á sína fyrstu æfingu hjá félaginu. Eftirvæntingin leyndi sér þó ekki hjá öllum sem gátu vart beðið eftir að hefja taflmennskuna. Að ...
Lesa meira »Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 5.sept.
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur er nýjung í mótahaldi á Íslandi. Syrpan samanstendur af nokkrum kappskákmótum og er ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 1999 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau. Fyrsta mótið í syrpunni hefst föstudaginn 5.september og stendur til sunnudagsins 7.september. Tefldar eru ...
Lesa meira »TR Íslandsmeistari skákfélaga í FR hraðskák
Í gærkvöldi fór fram fyrsta skemmtikvöld starfsársins hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Mikið var undir enda keppt um hvorki meira né minna en Íslandsmeistaratitil taflfélaga í Fischer Random. Sjö sveitir frá fimm taflfélögum mættu til leiks, misvel mannaðar og sumar ei fullmannaðar. Það kom þó ekki að sök enda fullt af stökum og landlausum skákmönnum á vappi í höllinni sem umsvifalaust voru innlimaðir ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur áfram í þriðju umferð
Í gærkvöldi fóru fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga. Annars vegar öttu kappi A sveit TR og Vinaskákfélagið, hins vegar Unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélag Reykjanesbæjar. Í viðureign TR og Vinaskákfélagsins tók heimaliðið strax forystuna og lét hana aldrei af hendi. Svo fór að lokum að Taflfélag Reykjavíkur sigraði 56 ½ – 15 ½. Í liði ...
Lesa meira »