Liðsmenn Skákakademíunnar komu, sáu og sigruðu í Skákkeppni vinnustaða sem fram fór í vikunni. Hlutu þeir 10,5 vinning úr tólf skákum en fimm lið tóku þátt og tefldu allir við alla. Landspítalinn var í öðru sæti með 8 vinninga og lið Verslunarskólans í því þriðja með 6 vinninga, hálfum vinningi á undan Myllunni. Lið sigurvegaranna skipuðu þeir Björn Ívar Karlsson, ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst í dag
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...
Lesa meira »Skákkeppni vinnustaða fer fram í kvöld
Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30 Staður: ...
Lesa meira »Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita
Á annan tug grunnskóla með 33 sveitir tók þátt í gríðarlega fjölmennu Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær mánudag. Ætla má að á milli 150-200 börn og fullorðnir hafi verið samankomin í salarkynnum TR þar sem mótahald fór afskaplega vel fram og létu viðstaddir óvirkt loftræstikerfi ekki koma í veg fyrir að gleðin væri við ...
Lesa meira »Róbert Hraðskákmeistari Reykjavíkur – Örn Leó sigurvegari mótsins
Jafnt og spennandi Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði að lokum sigur eftir harða baráttu við efstu menn. Hlaut Örn 9 vinninga úr skákunum ellefu, í öðru sæti var Guðmundur Gíslason með 8,5 vinning og þriðji með 8 vinninga var Róbert Lagerman. Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka stóð sig mjög vel og hafnaði ...
Lesa meira »Skákkeppni vinnustaða fer fram á miðvikudagskvöld
Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða. Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30 Staður: ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudaginn
Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram mánudaginn 8. febrúar og hefst kl.17. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna. Hverjum skóla er heimilt að senda fleiri en eina ...
Lesa meira »Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn
Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik). Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þátttökugjald er kr 500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir 17 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað. Þrenn verðlaun í ...
Lesa meira »Jón Viktor Skákmeistari Reykjavíkur 2016
Í sjöunda sinn tryggði alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) sér titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þegar staðið var upp frá borðum að lokinni níundu og síðustu umferð Skákþings Reykjavíkur sem fram fór í dag. Í lokaumferðinni sigraði Jón Viktor kollega sinn Björn Þorfinnsson (2418) en fyrir umferðina voru þeir efstir ásamt stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2471) og alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2456). ...
Lesa meira »Fjórða mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 12.-14. febrúar
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg ...
Lesa meira »Háspenna á Skákþinginu – Fjórir efstir fyrir lokaumferðina
Það er engin lognmolla á Skákþingi Reykjavíkur og mikil átök framundan þegar ein umferð lifir af móti. Staðan er nú þannig fyrir lokaumferðina að fjórir keppendur eru efstir og jafnir með 6,5 vinning úr þeim átta umferðum sem er lokið en þeir eru stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471), alþjóðlegu meistararnir Björn Þorfinnsson (2418) og Jón Viktor Gunnarsson (2455), sem og Fide-meistarinn ...
Lesa meira »Breytt fyrirkomulag á Laugardagsæfingum TR
Frá og með 23. janúar til og með 27. febrúar verður stigakeppni á laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur sem og barna- og unglingamótum félagsins. Allir krakkar á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 Elo-stigum hafa þátttökurétt á skákæfingunum og fjórða móti Bikarsyrpunnar. Þá hafa allir krakkar á grunnskólaaldri þátttökurétt á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur. Einungis krakkar sem eru ...
Lesa meira »Jón Viktor efstur á Skákþingi Reykjavíkur
Í fimmtu umferð skákþingsins voru flest úrslit ekki óvænt samkvæmt pappírunum sem getur í raun talist óvænt í miðju móti. Á fyrstu níu borðunum unnu þeir stigahærri þá stigalægri. Má þá nefna að á fyrsta borði vann alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) Jóhann H. Ragnarsson (2008) en fyrir umferðina voru þeir einir með fjóra vinninga. Á öðru borði vann ...
Lesa meira »Skákirnar úr Skákþinginu
Skákir fyrstu tveggja umferða Skákþings Reykjavíkur eru aðgengilegar hér.
Lesa meira »Jón Viktor og Jóhann efstir á Skákþinginu
Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) og Jóhann H. Ragnarsson (2008) eru efstir með fullt hús vinninga að loknum fjórum umferðum á Skáþingi Reykjavíkur. Fjórða umferð fór fram í gærkveld og þar sigraði Jón Viktor Björns-banann, Vigni Vatnar Stefánsson (2071), og slíkt hið sama gerði Jóhann gegn Fide-meistaranum Guðmundi Gíslasyni (2307) en Jóhann, sem er sautjándi í stigaröð keppenda hefur ...
Lesa meira »Vignir Vatnar sigraði alþjóðlega meistarann
Það var svo sannarlega engin lognmolla í þriðju umferð Skákþings Reykjavíkur sem fór fram í dag og sögðu keppendur hefðbundnum úrslitum stríð á hendur. Allmikið var um óvænt úrslit og ber þar fyrst að nefna sigur hins unga en margreynda Vignis Vatnars Stefánssonar (2071) á alþjóðlega meistaranum Birni Þorfinnssyni (2418), og það með svörtu mönnunum! Um snarpa viðureign var að ...
Lesa meira »Stórskotaliðið stóð fyrir sínu í annarri umferð Skákþingsins
Jólin voru sprengd í loft upp á sama tíma og önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór vel fram í Faxafeninu að kveldi þrettándans. Flugeldasýningar voru um víðan völl, hvort heldur sem var utandyra eða innandyra á hinum töfrum gæddu 64-reita ferningsborðum. Líkt og í fyrstu umferð var langstærstur hluti úrslitanna eftir bókinni góðu, sem enginn veit hvenær var skrifuð eða af hverjum, ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hafið – Miklir meistarar meðal þátttakenda
Í dag hófst í 85. sinn Skákþing Reykjavíkur en teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Björn Jónsson formaður félagsins setti mótið og í kjölfarið hófu keppendur leik á reitunum köflóttu. Mótið er vel skipað keppendum á öllum aldri og af öllum getustigum. Hátt í tuttugu keppendur hafa meira en 2000 Elo-stig, þeirra stigahæstur stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2471). Næstir ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag
Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 3. janúar kl. 14. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bætast við eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram tvisvar í viku, á miðvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnæði Taflfélags ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót TR fer fram þriðjudaginn 29. desember
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið þriðjudaginn 29. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Oliver Aron Jóhannesson. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira »