Mikið var um dýrðir í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur dagana 29.-30.nóvember síðastliðinn þegar hið geysivinsæla Jólamót SFS og TR var haldið. Þetta árlega samstarfsverkefni Skóla- og Frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur heppnaðist með miklum ágætum og voru fjölmörg skólabörn saman komin þessa tvo snjóþungu daga til þess að njóta ánægjulegra stunda við skákborðin. Líkt og undanfarin ár þá var mótinu skipt ...
Lesa meira »Author Archives: Kjartan Maack
Ölduselsskóli með fullt hús!
Jólaskákmót TR og SFS hófst í gær, sunnudag, með keppni í tveimur riðlum yngri flokks. Mikil eftirvænting skein úr andlitum barnanna í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur enda skipar þetta fjölmenna skákmót mikilvægan sess í skáklífi grunnskólabarna Reykjavíkur. Suður riðill hófst klukkan 10:30. Í opnum flokki bar A-sveit Ölduselsskóla ægishjálm yfir keppinauta sína, enda skáksveitin sú römm að bæði afli og reynslu. ...
Lesa meira »Brögðóttur Bragi leiðir Haustmótið eftir 5.umferð
Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur hýsti mikla hugsuði í dag er 5.umferð Haustmóts TR var tefld. Skákmenn létu rigningarsuddann, sem lamdi rúðurnar, hvorki trufla reiknigáfu sína né innsæi. Var barist fram í rauðan dauðann á öllum borðum og margir fallegir leikir framleiddir. Í A-flokki stýrði Einar Hjalti Jensson hvítu mönnunum til sigurs gegn hinum eitilharða Benedikt Jónassyni. Með meira rými á borðinu ...
Lesa meira »