Þriðjudagsmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo flokka en annars er teflt í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni ...
Lesa meira »Author Archives: Gauti Páll Jónsson
Lítið um jafntefli í fyrstu umferð Haustmótsins
Sunnudaginn 8. september hófst Haustmót TR 2019. Mótið er vel skipað í ár, en nú eru þrír lokaðir flokkar og einn opinn. Í A-flokki eru meðal annars tveir stórmeistarar, einn alþjóðlegur meistari og einn Fide meistari meðal þátttakenda. Nokkuð var um frestanir í fyrstu umferð vegna þátttöku Hörðuvallaskóla í Norðurlandamóti grunnskólasveita. Þannig voru aðeins tefldar tvær skákir í A-flokki í ...
Lesa meira »Stefán Bergsson með fullt hús á Þriðjudagsmóti
Stefán Bergsson lét engan stoppa sig og vann með fullu húsi á Þriðjudagsmóti TR þann 3. september. Fyrir árangurinn græddi Stefán heil 25 atskákstig. Skari manna hlutu 3 vinninga af 4; Vignir Vatnar Stefánsson, sigurvegari síðasta þriðjudagsmóts, Halldór Brynjar Halldórsson, Gauti Páll Jónsson, Aasef Alashtar og Jón Eggert Hallsson. 18 manns mættu og teflt var í einum flokki. Öll úrslit ...
Lesa meira »Þriðjudagsmót TR hefjast á ný þann 27. ágúst
Þriðjudagsmót TR byrja þetta haustið þann 27. ágúst næstkomandi. Atskákmótin hófu göngu sína síðastliðið vor, og tvö mót voru að auki haldin í sumar, sem tókust vel til. Tefldar eru fjórar skákir og tímamörkin eru 15 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Mæti 20 skákmenn til leiks eða fleiri, er mótinu skipt fyrir miðju í tvo ...
Lesa meira »Vignir efstur á Þriðjudagsmóti
Það var bæði fjölmennt og góðmennt á seinna þriðjudagsmóti sumarsins hjá TR sem fór fram þann 30. júlí. Tefldar voru fjórar atskákir með tímamörkunum 15/5. 23 skákmenn mættu til leiks og var skipt í tvo flokka. Áður höfðu verið gerðar tilraunir með flokkaskiptingu sem gengu misvel en nú hefur verið ákveðið að skipta í flokka fyrir miðju, taki þátt 20 ...
Lesa meira »Atskákmót hjá TR á þriðjudaginn
Seinna atskákmót sumarsins hjá TR fer fram þriðjudaginn 30. júlí næstkomandi. Tefldar verða fjórar umferðir með tímamörkunum 15+5 og er mótið opið öllum. Taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30 í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Næsta þriðjuagsmót eftir þetta verður 27. ágúst og frá og með því verða mótin í hverri viku.
Lesa meira »Jóhann Ragnarsson sigraði á Þriðjudagsmóti en Birkir Karl örlagavaldur
Jóhann Ragnarsson vann tíunda Þriðjudagsmót TR með 3½ vinningi. Þeir Jóhann og Björgvin Víglundsson gerðu jafntefli í innbyrðis skák en það var Birkir Karl Sigurðsson sem varð örlagavaldurinn (sem er ekki það sama og áhrifavaldur en svipað) að þessu sinni. Í skák þeirra Jóhanns í 3. umferð lagði Jóhann mikið á stöðuna að vanda; þeytti fram peðum á miðborði og ...
Lesa meira »Helgi Áss sigraði á fjórða móti Hraðskákmótaraðarinnar
Það var fámennt en góðmennt á fjórða og síðasta móti Hraðskákmótaraðar TR sem fram fór föstudagskvöldið 28. apríl síðastliðinn. Eftir snarpa taflmennsku stóð stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson uppi sem sigurvegari með sex vinninga af sjö, en hann þurfti að sætta sig við tap gegn Fide-meistaranum knáa Vigni Vatnari Stefánssyni. Vignir átti reyndar möguleika á að vinna mótið fyrir síðustu umferð ...
Lesa meira »SA unnu TRuxva nokkuð örugglega
Gauti Páll Jónsson skrifar Á sama tíma og viðureign TR og TG fór fram tefldu saman lið Skákfélags Akureyrar og unglingaliðs TR, TRuxva. Stór hluti liðsmanna TR voru nýkomnir frá EM í Prag og voru því heitir, en á sama tíma líklega svolítið þreyttir. Lið SA var frekar undirmannað en það liggur við að lið TR hafi verið yfirmannað. Á ...
Lesa meira »Tvær TR viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga í kvöld
Í kvöld klukkan 20 verða tvær viðureignir í Hraðskákkeppni taflfélaga í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Annars vegar er það viðureign A-liðs TR og Taflfélags Garðabæjar og hins vegar viðureign unglingaliðs TR, sem þekkt er undir nafninu TRuxvi og liðs Skákfélags Akureyrar. Það má því búast við miklu fjöri í kvöld, enda margir sterkir hraðskákmenn samankomnir. Úrslit verða birt seinna í kvöld. Áhorfendur ...
Lesa meira »Stórkostlegur árangur TR í Hraðskákkeppni taflfélaga
Bæði lið Taflfélags Reykjavíkur, A-liðið og unglingaliðið, hafa tryggt sér sæti í annarri umferð í Hraðskákkeppni taflfélaga. Verður það að teljast nokkuð gott, sérstaklega í ljósi þess að liðsmenn tefldu ekki eina einustu skák. Nú er góður tími til að hlaða batteríin fyrir komandi átök, en fyrstu umferð verður lokið eigi síðar en 18. ágúst. Stór hluti unglingaliðsins mun síðan ...
Lesa meira »TR-ingar sýndu yfirburði á Landsmótinu í skólaskák
Þegar Cæsar sigraði son Míþrádesar sendi hann frekar stuttorða lýsingu til Rómar – veni, vidi, vici eða kom sá og sigraði. Það má segja að TR-ingar hafi gert það sama á Landsmótinu í skólaskák sem fór fram í Kópavogi um helgina. Í eldri flokki voru fjórir TR-ingar í efstu fjórum sætunum með 5.5 vinninga og verður háð sérstök úrslitakeppni milli ...
Lesa meira »TB sigruðu TRuxva í spennandi viðureign!
Unglingasveit TR tapaði með allra minnsta mun í ótrúlega spennandi viðureign við TB í hraðskákkeppni taflfélaga. TRuxva vantaði Hilmi og Bolvíkinga vantaði ýmsa sterka skákmenn en úr varð mjög jöfn keppni. Vignir var öflugur og landaði 8 vinningum af 12, Bárður 7 af 12, Björn og Gauti 6 af 12, Aron 7 af 11 og Veronika 2 af 11. Varamaðurinn Róbert ...
Lesa meira »