Meistaramót Truxva verður 9. júní!



Meistaramót Truxva verður haldið mánudagskvöldið 9. júní, annan í hvítasunnu, í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í níunda sinn og er opið öllum skákmönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 18:30. (Athugið – klukkutíma fyr en vanalega á kvöldhraðskákmótum í TR)

Tefldar verða 11 eða 13 umferðir (kosið á skákstað) með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Verðlaun:

  • 1.sæti 25.000 kr.
  • 2.sæti 15.000 kr.
  • 3.sæti 10.000 kr.
  • U2000 Bókaverðlaun
  • Efsti Truxinn (TR-ingur á grunnskólaaldri) Bókaverðlaun

Meistaramótið markar lok starfsárs ungmennahreyfingar Taflfélags Reykjavíkur. Margir af sterkustu hraðskákmönnum þjóðarinnar taka þátt. Sigurvegarar fyrri móta:

 

Verðlaun skiptast eftir Hort kerfinu.

Þátttökugjald er 1000kr fyrir fullorðna en 500kr fyrir 17 ára og yngri. Ókeypis fyrir IM og GM. Skráning í mótið fer fram í gegnum hefðbundið skráningarform.

Skráningarform 

Þegar skráðir