Kristján efstur á Vetrarmóti öðlingaKristján Guðmundsson (2277) er efstur með fullt hús að lokinni 4. umferð Vetrarmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.   Kristján vann Benedikt Jónasson (2237).  Halldór Grétar Einarsson (2236) er annar með 3,5 vinning eftir jafntefli við Þorstein Þorsteinsson (2237).  Þremur skákum fer frestað og því er pörun 5. umferðar ekki enn tilbúin.