Kjartan efstur á Þriðjudagsmóti TRRapidTuesday VIIISex íslenskir skákmenn hafa nákvæmlega engan áhuga á Eurovision. Þeir létu því allir sjá sig á Þriðjudagsmóti TR á meðan “hatrið” sigraði í Tel Aviv. Formaðurinn Kjartan Maack og reynsluboltinn Björgvin Víglundsson voru efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögulegum eftir mót kvöldsins. Við útreikning oddastiga kom í ljós að fyrstu tvö oddastigin voru jöfn en þriðju oddastigin voru innbyrðis viðureign og þar hafði Kjartan betur eftir inngrip lukkudísanna. Hann var með fullt hús fyrir lokaumferðina en varð að játa sig sigraðan gegn Gauta Páli í síðustu umferð í spennandi skák.

Tvö þriðjudagsmót eru eftir í maí mánuði. Næsta þriðjudagsmót verður haldið 21. maí og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir 1400 skákstig á einhverjum lista (kappskák, atskák, hraðskák).