TR öruggur sigurvegari á Íslandsmóti unglingasveitatr16

Í dag fór fram Íslandsmót unglingasveita. Taflfélag Reykjavíkur sendi til leiks fríðan hóp 34 barna og unglinga sem skipuðu 7 sveitir. Þessi þátttaka er í takt við það sem hefur verið í gangi undanfarin ár hjá félaginu, en TR hefur undanfarið sent til leiks lang flest lið allra félaga og sem dæmi má nefna að ekkert annað félag sendi til leiks fleiri en 3 sveitir í ár. Þessum fríða hópi fylgdu fjórir liðsstjórar, auk ótölulegs fjölda foreldra, sem fylgdust með af áhuga og hjálpuðu til eftir föngum.

IMG_8853

A- og B-liðið skipuðu krakkar af afreksæfingum A í Taflfélagi Reykjavíkur, undir stjórn liðsstjórans og þjálfarans Daða Ómarssonar. Alvara einkennir þessi lið, enda eru þetta allt krakkar sem eru búin að æfa í mörg ár og þekkja það að tefla um titla og verðlaun. Enda fór svo að A-liðið vann sannfærandi sigur á mótinu og hlaut 25 vinninga af 28 mögulegum. Sveitin vann allar viðureignir sínar og það var ekki fyrr en síðustu tveimur viðureignunum sem hún missti niður punkta, á móti A-sveit Breiðabliks og A-sveit Hugins.

A-sveit TR skipuðu:

1.Vignir Vatnar Stefánsson

2.Aron Þór Mai

3.Alexander Oliver Mai

4.Jón Þór Lemery

Allir liðsmenn A-liðsins fengu borðaverðlaun.

IMG_8852

B-liðið varð efst b-liða og lenti að auki í 3.sæti í heildarkeppninni, með 18,5 vinning, aðeins vinningi á eftir A-liði Breiðabliks. B-liðið tapaði einungis fyrir A-liði TR en gerði meðal annars jafntefli við sterk A-lið Breiðabliks og Fjölnis, auk þess að vinna A-lið Hugins.

B-sveit TR skipuðu:

1.Róbert Luu

2.Daníel Ernir Njarðarson

3.Svava Þorsteinsdóttir

4.Jason Andri Gíslason

IMG_8850

C- og D-liðið skipuðu krakkar af afreksæfingum B í Taflfélagi Reykjavíkur undir stjórn þjálfarans og liðsstjórans Kjartans Maack. Bæði liðin eru skipuð krökkum sem stunda skákina af miklum móð og eru í mikilli framför. C-liðið var tryggilega efst C-liða og hlaut 15,5 vinning og varð að auki í 7.sæti í heildarkeppninni. C-liðið tapaði einungis þremur viðureignum, 0-4 fyrir TR-A og –B, en einungis 1,5-2,5 fyrir sterkri sveit Hugins-A. Þessi krakkar eru til alls líkleg í framtíðinni og ekki ólíklegt að einhver þeirra muni taka sæti í b- eða jafnvel a-liði á næsta ári.

C-lið TR var þannig skipað:

1.Kristján Dagur Jónsson

2.Batel Goitom Haile

3.Freyja Birkisdóttir

4.Alexander Björnsson

IMG_8849

D-liðið var eina d-sveitin í mótinu og hlaut því gullverðlaun, en þess utan stóð liðið sig fantavel og hlaut 14 vinninga og lenti í 9.sæti. Meðal eftirtektarverðra úrslita má nefna að d-liðið tapaði með minnsta mun, 1,5-2,5 fyrir sterkri sveit Hugins-A.

D-lið TR var þannig skipað:

1.Benedikt Þórisson

2.Árni Ólafsson

3.Vignir Sigur Skúlason

4.Björn Magnússon

vm. Tristan Theódór Thoroddsen

IMG_8848

E-lið TR var blanda af krökkum sem hafa stundað afreksæfingar B og almennar laugardagsæfingar í Taflfélagi Reykjavíkur. Krakkarnir hafa mismikla mótareynslu, en stóðu sig fantavel og hlutu 13 vinninga og enduðu í 13.sæti. Liðið vann 3 viðureignir, tapaði 3 og gerði eitt jafntefli. E-liðið fékk gullverðlaun sem besta E. -liðiðLiðsstjóri var Torfi Leósson, en venjulega eru það Kjartan Maack og Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem sjá um að þjálfa krakkana.

E-lið TR var þannig skipað:

1.Gylfi Már Harðarson

2.Bjartur Þórissonn

3.Einar Tryggvi Petersen

4.Ingvar Wuu Skarphéðinsson

vm. Páll Ingi Friðgeirsson

IMG_8847

F-liðið skipuðu skákprinsessurnar af stúlknaæfingum TR sem Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir þjálfar og liðsstýrði á mótinu. F-liðið hlaut 12 vinninga og lenti í 17.sæti, sem segir ekki alla söguna, því liðið hefði aðeins þurft 1,5 vinning meira til að lenda í 10.sæti. Enda tapaði F-liðið einungis 3 viðureignum, en vann 2 og gerði jafntefli í 2 og fékk gullverðlaun sem besta f-lið unglingasveita landsins.

F-lið TR skipuðu:

1.Elsa Kristín Arnaldardóttir

2.Iðunn Helgadóttir

3.Anna Katarina Thoroddsen

4.Soffía Berndsen

1.vm.Katrín María Jónsdóttir

2.vm.Karen Ólöf Gísladóttir

IMG_8879

G-liðið skipuðu krakkar af byrjendaæfingum TR sem Torfi Leósson þjálfar og liðsstýrir. Það var því búist við að róðurinn gæti orðið þungur, en krakkarnir stóðu sig fantavel, öll á sínu fyrsta alvöru móti og hlutu 7 vinninga og lentu í 18.sæti. G-liðið skaut þar með tveimur liðum fyrir aftan sig og hlaut þess utan gullverðlaun sem besta g-liðið.

G-lið TR skipuðu:

1.Dagur Björn Arason

2.Einar Helgi Dóruson

3.Daníel Davíðsson

4.Friðrik Ólafur Guðmundsson Briem

1.vm.Emil Kári Jónsson

2.vm. Þór Ástþórsson

IMG_8935

Öll Tr-liðin hlutu því gullverðlaun. Fimm krakkar sem tefldu með okkur í dag eru á elsta ári og verða því ekki með að ári. Taflfélag Reykjavíkur leysti út þau Aron Þór Mai, Jón Þór Lemery, Daníel Erni Njarðarson, Svövu Þorsteinsdóttur og Jason Andra Gíslason með konfektkassa að gjöf.

Að lokum vill Taflfélag Reykjavíkur þakka mótshaldara og keppinautum fyrir flott mót og drengilega keppni og öllum TR-krökkum fyrir frábæra frammistöðu.