SÞR 9.umferð: Guðmundur Kjartansson er Skákmeistari Reykjavíkur 2017



SkakthingReykjavikurLogo17

Guðmundur Kjartansson vann Benedikt Jónasson í lengstu skák umferðarinnar í gærkvöldi og tryggði sér þar með nokkuð öruggan sigur í mótinu, vinningi fyrir ofan næsta mann. Eftir rólega byrjun vann Guðmundur peð en Benedikt brá þá á það ráð að fórna tveimur til viðbótar fyrir virka menn í endatafli. Guðmundur þurfti að vanda sig við úrvinnsluna og náði að sigla því í höfn rétt undir miðnætti. Þetta er fyrsti Reykjavíkurmeistartitill Guðmundar og óskar stjórn TR honum hjartanlega til hamingju með hann.

Í öðru sæti varð Björn Þorfinnsson sem beitti London kerfinu aftur en í þetta sinn með betri árangri. Sigur vannst gegn Degi Ragnarssyni og Björn endaði með 7 vinninga. Þá komu fjórir skákmenn í 3. – 6. sæti með 6 ½ vinning: Lenka Ptacnikova, Guðmundur Gíslason, Dagur Ragnarsson og Daði Ómarsson.

20170203_210552

Úrslitaskák. Guðmundur Kjartansson lagði gamla brýnið Benedikt Jónasson í lokaumferðinni og tryggði sér þar með sigur í mótinu.

Nánar verður fjallað um mótið bráðlega.

Verðlaunaafhending verður á morgun, sunnudaginn 5.febrúar, strax eftir Hraðskákmót Reykjavíkur sem hefst kl. 13:00.

Önnur úrslit 9. umferðar má sjá á Chess-results.