Fjör á Öðlingamótinu



Einsog alkunna er hófst Skákmót öðlinga síðastliðið miðvikudagskvöld en mótið hefur verið haldið síðan 1992 við góðan orðstír.  Fyrsta umferðin bauð upp á margar skemmtilegar skákir sem Kjartan Maack hefur nú innfært skákþyrstum til mikillar gleði.  Hér á eftir gefur að líta örlítið brot af því sem á gekk í Faxafeninu og mega lesendur gjarnan spreyta sig á stöðunum sem eru af öllum gerðum.

Arnþór Hreinsson – Bjarnsteinn Þórsson

Menn svarts eru flestir úr leik og sóknarstaðahvíts er slík að hann stendur hér til vinnings.Hvítur auðveldaði þó svörtum lífið þegar hannlék hér Hf1.  Hvernig hefði verið betra að haldaáfram?

Haukur Halldórsson – Árni H. Kristjánsson

Árni er gamalreyndur refur og hefur m.a. fariðmikinn í bréfskák á undanförnum árum.  Hanner sókndjarfur og er hér að þjarma að hvítum.Svartur leikur hér laglegum leik sem kemurhonum inn í herbúðir hvíts.

Jón Þór Helgason – Einar Valdimarsson

Svartur hefur hér teflt nokkuð djarft í byrjuninniog var að enda við að leika Bxd3.  Hvítur lékað bragði cxd3.  Hér átti hvítur sterkari leik.

Kristján Halldórsson – Ragnar Árnason

Hér á hvítur lúmskan leik sem nýtir sér veikleikaí svörtu stöðunni.

Ómar Egilsson – Halldór Garðarsson

Halldór er reynslubolti og lék hér ..Da6.  Átti svarturstóra sleggju hér?

Siguringi Sigurjónsson – Gunnar M. Nikulásson

Sumar stöður bjóða bara upp á taktík.  Hverjugetur hvítur leikið hér?

Þorvarður F. Ólafsson – Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir

Sigurlaug vann góðan sigur á tvöföldum öðlinga-meistara.  Hér missir meistarinn þó af laglegumleik.