Páskaeggjamót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið föstudaginn 12.apríl. Taflið hefst stundvíslega kl.17:00 og áætlað er að mótinu ljúki um kl.18:45. Mótið er opið öllum grunnskólabörnum í 1.-7.bekk (fæðingarár 2006-2012). Sex umferðir verða tefldar með 4 mínútna umhugsunartíma og bætast 2 sekúndur við tímann eftir hvern leik (4+2).
Verðlaunapeningur og páskaegg verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi (2006-2012), ein piltaverðlaun og ein stúlknaverðlaun. Að móti loknu verða tveir þátttakendur dregnir út í happdrætti og hljóta þeir að launum páskaegg. Sérstök athygli er vakin á því að þátttakendur geta einungis fengið eitt páskaegg hver í mótinu, þó er happdrættið undanskilið þeirri reglu.
Mótið er jafnframt síðustu undanrásirnar í Barna-Blitz og verða þrjú sæti í úrslitunum í boði. Úrslitin í Barna-Blitz verða tefld í Hörpu laugardaginn 13.apríl.
Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem finna má hér fyrir neðan. ATHUGIÐ að skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið 11.apríl kl.20.