Hilmir Freyr efstur á fimmtudagsmóti



Fimmtudagshraðskákmótin í TR eru heldur betur komin til þess að vera.  Mætingin hefur verið framar öllum vonum í sumar og vonumst við TR-ingar að áframhald verði á vexti þessara móta enda eru þau hröð, spennandi og skemmtileg.  Mótið var vel skipað og til marks um styrkleika mótsins,  þá voru meðalhraðskákstig sex efstu manna í mótinu 2170 stig.

25 skákmenn mættu til leiks sem er mjög góð þátttaka. Landsliðsmaðurinn IM Hilmir Freyr Heimisson sigraði með 9 vinninga, leyfði tvö jafntefli en það er afar ánægjulegt og heiður þegar landsliðsmenn mæta og taka þátt.  Í öðru sæti var Gauti Páll Jónsson með 8 vinninga og hinn franski TR-ingur Aasef Alashtar í því þriðja með 7,5 vinninga.

Flott mót hjá þeim báðum. Pétur Úlfar Ernisson telfdi best allra miðað við eigin skákstig (rating performance) og hlaut viðurkenningu fyrir vikið – gjafabréf frá Skákbúðinni en hann hlaut 5.5 vinninga.  Sannarlega efnilegur skákmaður þar á ferð og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.

Skákstjóri var Guðlaugur Gauti Þorgilsson.

Mótið á chess-results