Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson urðu efstir og jafnir með 7 vinninga úr 9 umferðum á hinu venjubundna fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Helgi varð ofar á stigum og telst því sigurvegari. Aðeins hálfum vinningi á eftir komu Þórir Benediktsson og Elsa María með 6,5 vinning. Þórir byrjaði mótið vel og var einn efstur með eins vinnings forskot fyrir sjöundu umferð en mátti þá þola tvo ósigra í röð gegn þeim Helga og Páli Andrasyni.
Þátttakendur voru 15 og til að losna við Skottu fékkst Páll Sigurðsson til að tefla 6 fyrstu umferðirnar en hann hafði áður sett stefnuna á „stórhættulega“ handboltaæfingu síðar um kvöldið. Páll stóð sig ágætlega og var taplaus í öðru sæti með 4,5 vinning þegar hann yfirgaf Skákhöllina í Faxafeni. „Upplýsingum“ um afrek hans á handboltaæfingunni ber ekki saman!
Lokastaðan:
1-2 Helgi Brynjarsson, 7 v/9 umferðir
Kristján Örn Elíasson, 7
3-4 Þórir Benediktsson, 6.5
Elsa María Kristínardóttir, 6.5
5-8 Páll Andrason, 4.5
Jon Olav Fivelstad, 4.5
Dagur Kjartansson, 4.5
Páll Sigurðsson, 4.5 v/6 umferðir
9-12 Jón Gunnar Jónsson, 4
Jón Úlfljótsson, 4
Magnús Matthíasson, 4
Örn Leó Jóhannsson, 4
13-14 Andri Gíslason, 3
Björgvin Kristbergsson, 3
15-16 Pétur Jóhannesson, 2.5
Pétur Axel Pétursson, 2.5