EM ungmenna: Jafntefli og tap í 7. umferð



Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerði jafntefli í sjöundu umferð Evrópumeistaramóts ungmenna sem fór fram í dag.  Andstæðingur Veroniku var frá Noregi og er með 1615 stig.  Vel gert hjá Veroniku sem hefur nú teflt tvær skákir í röð án taps og hefur 1,5 vinning.  Á morgun hefur hún svart gegn portúgölskum keppanda með 1482 stig og mun hún vafalaust sækja stíft til sigurs.

 

Vignir Vatnar Stefánsson tapaði hinsvegar fyrir pólskum keppanda og hefur 4,5 vinning í 20.-30. sæti.  Þar með er ljóst að Vignir mun tæplega blanda sér í titilbaráttuna en hann getur komið sér fyrir meðal efstu manna ef hann sigrar í lokaumferðunum tveimur.  Á morgun hefur hann svart gegn stigalausum dreng frá Hollandi.  Sá er fæddur 2003 líkt og Vignir og hefur aðeins 13 skákir skráðar á vef Fide.  Okkar maður þarf því að stíga varlega til jarðar gegn honum þar sem erfitt er að segja til um raunverulegan styrkleika andstæðingsins í slíkum tilfellum.

Áttunda umferð fer fram á morgun og hefst kl. 14.

  • Chess-Results
  • Heimasíða mótsins
  • Skákir Vignis
  • Skákir Veroniku