Grand Prix mót í kvöldÍ kvöld fimmtudaginn 15. maí verður Grand Prix mótaröðinni fram haldið í Skákhöllinni í Faxafeni.

Tefldar verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma á skák. Mótið hefst klukkan 19:30.

Grand Prix kannan góða er veitt fyrir efsta sætið ásamt tónlistarverðlaunum.

Sá er bestum samanlögðum árangri nær í mótaröðinni fær vegleg ferðaverðlaun, en mótaröðinni lýkur fimmtudaginn 29. maí.

Skákdeild Fjölnis og Taflfélag Reykjavíkur standa sameiginlega að Grand Prix mótaröðinni.

Skákmenn- og konur eru hvött til að mæta. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir alla á grunnskólaaldri.