Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Vetrarmót öðlinga hefst á miðvikudagskvöld

Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 30. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.   Þetta nýja mót, sem nú er haldið í þriðja sinn, hefur fengið góðar viðtökur og er án efa góð viðbót í öfluga ...

Lesa meira »

Æskan og ellin: Bragi sigurvegari í glæsilegu móti

Mikið var um dýrðir í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær þegar hið vinsæla skákmót Æskan og ellin – Olísmótið fór fram.   Þetta er í fyrsta sinn sem Riddarinn taflfélag eldri borgara og Taflfélag Reykjavíkur halda mótið saman og með dyggri aðstoð Taflfélags Garðabæjar gekk mótahaldið vonum framar.  Glæsileg verðlaun voru veitt í mótslok í fjölmörgum flokkum og voru þau ...

Lesa meira »

Æskan og ellin fer fram á morgun – tæplega 70 skráðir

Skákmótið  “Æskan og Ellin”, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í tíunda sinn laugardaginn 26.  október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni.  Nú þegar eru á sjöunda tug keppenda skráðir til leiks og því fer hver að verða síðastur að skrá sig!   RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélag Reykjavíkur,  og OLÍS – Olíuverslun Íslands hafa gert með sér  3ja ára stuðnings- ...

Lesa meira »

Laugardagsæfing fellur niður

Vegna mótsins Æskan og ellin næstkomandi laugardag falla allar barna- og unglingaæfingar félagsins niður þann daginn.  Næstu laugardagsæfingar verða því laugardaginn 2. nóvember.  Við hvetjum ykkur krakkar til að skrá ykkur í mótið á laugardaginn enda um eitt skemmtilegasta mót ársins að ræða. Æskan og ellin – Skráning Æskan og ellin – Upplýsingar

Lesa meira »

Barna- stúlkna- og unglingameistaramót TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. október  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi með umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verður í einum flokki. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu og þar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2013. Þá verða veitt verðlaun fyrir þrjár efstu stúlkurnar og þar ...

Lesa meira »

Jón Trausti siguvegari vel sótts Hraðskákmóts T.R.

Sigurvegari B-flokks í nýafstöðnu Gagnaveitumóti, Jón Trausti Harðarson, kom sá og sigraði í Hraðskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem ávallt fylgir í kjölfar Haustmótsins.  Jón Trausti hlaut 12 vinninga úr 14 viðureignum en tefldar voru 2x sjö umferðir.  Jafn Jóni var Daði Ómarsson en Jón varð ofar eftir stigaútreikning.  Daði er því Hraðskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur annað árið í röð.  Jafnir í 3.-5. ...

Lesa meira »

Einar Hjalti sigurvegari Gagnaveitumótsins

Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson sigraði örugglega á Gagnaveitmótinu – Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk síðastliðinn föstudag.  Einar Hjalti, sem var í forystu frá upphafi móts, tapaði ekki skák og hlaut 7,5 vinning úr níu skákum.  Jafnir í 2.-3. sæti með 7 vinninga urðu alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson og stórmeistarinn Stefán Kristjánsson en þeir gerðu áreynslulaust jafntefli í innbyrðis ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Skákir 8. umferðar

Kjartan Maack hefur slegið inn skákir áttundu umferðar Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Bein útsending Úrslit, staða og pörun Skákir: 1   2   3   4   5   6   7   8 Myndir

Lesa meira »

Hraðskákmót T.R. fer fram á sunnudag

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 sunnudaginn 20. október kl. 14:00. Tefldar verða 2×7 umferðir eftir Swiss Perfect kerfi og er umhugsunartími 5 mínútur á skák. Þátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Að loknu hraðskákmótinu fer fram verðlaunaafhending fyrir Gagnaveitumótið – Haustmót T.R. Núverandi Hraðskákmeistari ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Einar Hjalti efstur fyrir lokaumferðina

Áttunda og næstsíðasta umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram í gær eftir að tíu daga hlé var gert á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga.  Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson hélt áfram á sigurbraut en hann hafði betur gegn Sverri Erni Björnssyni í mikilli baráttuskák.  Einar Hjalti er því enn taplaus í mótinu og heldur efsta sætinu með 7 vinninga. ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið heldur áfram í kvöld eftir hlé

Áttunda og næstsíðasta umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld og hefst kl. 19.30.  Einar Hjalti Jensson er efstur í A-flokki og mætir Sverri Erni Björnssyni.  Í B-flokki leiðir Jón Trausti Harðarson en hann fæst við Sverri Sigurðsson í kvöld.  Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Sigurjón Haraldsson eru efst og jöfn í C-flokki og í opnum flokki er ...

Lesa meira »

Ziska sigraði í alþjóðlegu hraðskákmóti T.R.

Færeyski alþjóðlegi meistarinn Helgi Dam Ziska stóð uppi sem sigurvegari alþjóðlegs hraðskákmóts T.R. sem haldið var í kjölfar Stórmeistaramóts félagsins sem lauk í síðastliðinni viku.  Framan af móti háði Helgi harða baráttu við úkraínska stórmeistarann Mikhailo Oleksienko og samlandi þess síðarnefnda, stórmeistarinn Sergey Fedorchuk, fylgdi í humátt.  Í síðari hluta mótsins sigldi Helgi Dam sigrinum hinsvegar örugglega í höfn og ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Sigrar í lokaumferðinni

Vignir Vatnar Stefánsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir unnu bæði í lokaumferð Evrópumeistaramóts ungmenna sem lauk í gær en bæði höfðu þau gert jafntefli í næstsíðustu umferðinni.   Eftir góðan fyrri hluta hjá Vigni vann hann aðeins eina viðureign af síðustu fjórum sem gerði út um vonir um toppbaráttu.  Hann hlaut 6 vinninga í skákunum níu og hafnaði í 11.-24. (13.) ...

Lesa meira »

Alþjóðlegt hraðskákmót T.R. fer fram í kvöld

Þrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur, þeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485), munu á miðvikudagskvöldið 9. október kl. 20 tefla á sex manna alþjóðlegu hraðskákmóti, Reykjavik Chess Club – Tölvutek International Blitz 2013, þar sem allir tefla við alla í tvöfaldri umferð.  Íslenskir skákmenn kepptu nýverið um þrjú laus sæti í mótinu og munu Helgi ...

Lesa meira »

Fjöltefli Mikhailo Oleksienko við börnin í T.R.

Miðvikudaginn 9. október kl. 16.00 mun úkraínski ofurstórmeistarinn Mikhaylo Oleksienko (2608)  tefla fjöltefli við nemendur Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll Taflfélagsins.  Oleksienko, sem teflir á Stórmeistarmóti félagsins 1. -8. október, er félagsmaður T.R. og hefur margsinnis keppt fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga. Með þessum viðburði vill félagið gefa ungum og upprennandi skákkrökkum tækifæri á að spreyta sig á taflborðinu gegn einni af ...

Lesa meira »

Gagnaveitumótið: Einar Hjalti enn efstur

Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson í sjöundu umferð Gagnaveitumótsins – Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gær.  Einar Hjalti er því enn í efsta sæti með 6 vinninga og er taplaus í mótinu.  Jón Viktor er annar með 5,5 vinning ásamt stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni sem sigraði Jóhann H. Ragnarsson í skrautlegri ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót T.R.: Úkraínskur stormsveipur

Yfirburðir úkraínsku ofurstórmeistaranna í Stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur eru algjörir.  Þegar tvær umferðir lifa af móti eru Sergey Fedorchuk (2656) og Mikhailo Oleksienko (2608) jafnir í efsta sæti með 6,5 vinning, 2,5 hálfum vinningi meira en næstu keppendur sem eru danski alþjóðlegi meistarinn Simon Bekker-Jensen (2420) og alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2434).   Það er magnað að fylgjast með svo sterkum ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Jafntefli og tap í 7. umferð

Veronika Steinunn Magnúsdóttir gerði jafntefli í sjöundu umferð Evrópumeistaramóts ungmenna sem fór fram í dag.  Andstæðingur Veroniku var frá Noregi og er með 1615 stig.  Vel gert hjá Veroniku sem hefur nú teflt tvær skákir í röð án taps og hefur 1,5 vinning.  Á morgun hefur hún svart gegn portúgölskum keppanda með 1482 stig og mun hún vafalaust sækja stíft ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Veronika vann í 6. umferð

Sjötta umferð Evrópumeistaramóts ungmenna fór fram í dag í Budva, Svartfjallalandi.  Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem teflir í flokki stúlkna sextán ára og yngri, vann sigur á belgískum keppanda og hefur 1 vinning.  Mikilvægur sigur hjá Veroniku og gott fyrir sjálfstraustið að komast á blað.   Vignir Vatnar Stefánsson, sem er í toppbaráttunni í flokki keppenda tíu ára og yngri, beið ...

Lesa meira »

EM ungmenna: Skákir Vignis og Veroniku

Mótshaldarar Evrópumeistaramóts ungmenna í Svartfjallalandi veita góða þjónustu og eru allar viðureignir aðgengilegar á vefnum.  Hér að neðan eru skákir TR-inganna Vignis Vatnars Stefánssonar og Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur. Skákir Vignis Skákir Veroniku

Lesa meira »