Barna- og unglingafréttir

Magnús Hjaltason sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar

Adam og Gunnar eigast hér við í lokaumferðinni.

Magnús Hjaltason úr Fjölni hafði sigur í fyrsta móti Bikarsyrpunnar sem fram fór um nýliðna helgi. Magnús, sem hefur frá upphafi Bikarsyrpunnar verið þar tíður gestur, hlaut 5,5 vinning úr skákunum sjö og fór taplaus í gegnum mótið. Næstir í mark með 5 vinninga komu TR-ingurinn Adam Omarsson og Gunnar Erik Guðmundsson úr skákdeild Breiðbliks, en Adam var hærri á ...

Lesa meira »

Hart barist í Bikarsyrpunni – Gunnar Erik leiðir

20170826_130142

Ekkert var gefið eftir á degi tvö í Bikarsyrpunni þegar umferðir 2-4 fóru fram. Staða efstu keppenda er nú þannig að Gunnar Erik Guðmundsson (1350) leiðir með 3,5 vinning en skammt undan koma Benedikt Þórisson (1049), Magnús Hjaltason (1262) og Ingvar Wu Skarphéðinsson, allir með 3 vinninga. Ingvar skaut sér í toppbaráttuna eftir seiglusigur gegn Bjarti Þórissyni í fjórðu umferð ...

Lesa meira »

Bikarsyrpan hafin

20170825_175146

Bikarsyrpa TR hófst í dag þegar 18 ungmenni settust niður tilbúin að stýra sínum 16 manna her um hina 64 köflóttu reiti. Keppendalistinn samanstendur af krökkum sem eru nú þegar komin með allnokkra reynslu af þátttöku í skákmótum en stigahæstur þeirra er Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guðmundsson (1350). Úrslit fyrstu umferðar voru á þann veg að sá stigahærri sigraði þann ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst í dag kl. 17.30

IMG_9208

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst næstkomandi föstudag

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en þá byrja byrjendaæfingar, stúlknaæfing og almenna æfingin. Framhaldsæfingar hefjast þriðjudaginn 29.ágúst. Afreksæfingar eru hins vegar þegar hafnar. Haustönninni lýkur með jólahátíð barna 9.desember. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 25. ágúst

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Aron Þór og Alexander Oliver gerðu það gott á Ítalíu

12345

Hinir vösku bræður Aron Þór Mai (2039) og Alexander Oliver Mai (1875) tóku á dögunum þátt í opnu móti í Bergamo á Norður-Ítalíu. Aron tefldi í A-flokki þar sem hann var númer 54 í stigaröð keppenda sem voru alls 67 talsins, þ.á.m. sjö stórmeistarar. Alexander tefldi í B-flokki þar sem hann var númer 12 í stigaröð keppenda sem voru alls ...

Lesa meira »

Mikið fjör í Sumarskóla Taflfélags Reykjavíkur

WP_20170613_011

Sumarskóli Taflfélags Reykjavíkur hófst á ný síðastliðinn mánudag og hefur skáksalurinn iðað af lífi alla vikuna. Sumarskólinn er nú starfræktur annað árið í röð og sem fyrr er það alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson sem slær taktinn. Þátttaka hefur aukist verulega frá því sem var í fyrra og er það mikið gleðiefni að sjá hve mikinn áhuga börnin hafa á því ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva í hraðskák fer fram 5.júní

20170208_203734

Truxvi, ungliðahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hraðskák næstkomandi mánudag og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Mótið er opið öllu því vaska skákfólki sem mætt hefur á afreksæfingar Daða Ómarssonar síðastliðinn vetur ásamt því sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofið ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20170513_160230

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Fyrst var teflt 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5+3. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðalaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið ...

Lesa meira »

Vorhátíð TR haldin laugardaginn 13.maí kl.14-16

IMG_8942

Vorhátíð TR verður haldin næstkomandi laugardag þann 13.maí og hefst fjörið klukkan 14. Vorhátíðin er einskonar uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar Taflfélags Reykjavíkur á þessari vorönn. Öllum börnum sem hafa sest að tafli á byrjendaæfingum, stúlknaæfingum, framhaldsæfingum, afreksæfingum eða á sjálfri Laugardagsæfingunni er velkomið að taka þátt í hátíðinni með okkur. Einnig öll þau börn sem ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Háspenna og dramatík á þriðja mótinu

20170409_133753

Þriðja og síðasta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag og var það fjölmennasta mótið til þessa. Toppbarátta beggja flokka var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaumferðinni. Einnig skapaðist mikil spenna yfir því hver myndi hljóta flesta vinninga samanlagt í mótunum þremur. Sú spenna komst þó ekki í hálfkvisti við spennuna sem ...

Lesa meira »

Barna Blitz: Róbert Luu og Benedikt Þórisson komnir áfram

IMG_8879

Hún var óvenjuleg Laugardagsæfingin í gær því hún var jafnframt undankeppni í svokölluðu Barna Blitz sem haldið er samhliða Reykjavíkurskákmótinu. Tvö sæti voru í boði fyrir þau börn sem eru fædd árið 2004 eða síðar. Spennan var því enn meiri en venjulega á þessum vel sóttu æfingum. Fyrirfram var búist við sterkari þátttakendum en yfirleitt mæta á þessar æfingar. Róbert ...

Lesa meira »

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpunnar hefst kl.13 á morgun sunnudag

TRBanner2017_simple

Þriðja og síðasta mót Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Bjartur og Batel sigurvegarar móts nr.2

20170402_133753

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hélt áfram um síðastliðna helgi og var skákhöllin sem fyrr full af kátum og súkkulaðiþyrstum börnum. Hafi fyrsta mótið þótt spennandi þá var þetta mót æsispennandi! Í yngri flokki urðu þrír keppendur efstir og jafnir en í eldri flokki urðu fjórir keppendur jafnir í 2.sæti. Sigurvegari yngri flokks í fyrsta mótinu, Einar Tryggvi Petersen, ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan heldur áfram sunnudaginn 2.apríl kl.13

TRBanner2017_simple

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram á morgun, sunnudaginn 2.apríl. Taflið hefst klukkan 13 og er áætlað að því ljúki um klukkan 15:45. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða reiknuð. Enginn ólöglegur leikur ...

Lesa meira »

Páskaeggjafjörið er hafið hjá TR

9Z9A2641

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hófst síðastliðinn sunnudag og er óhætt að segja að kátt hafi verið í skákhöllinni. Hátt í 60 börn voru samankomin til þess að iðka skáklistina í von um að næla sér í nokkra vinninga og jafnvel eitt páskaegg að auki. Eins og gefur að skilja geta ekki allir hlotið verðlaun, en allir geta notið ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hefst sunnudaginn 26.mars

TRBanner2017_simple

Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur göngu sína á morgun, sunnudaginn 26.mars. Taflið hefst klukkan 14 og er áætlað að því ljúki um klukkan 16. Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Hraðskákstig verða reiknuð. Enginn ólöglegur ...

Lesa meira »

Benedikt Briem sigraði á lokamóti Bikarsyrpunnar

20170317_174534

Fimmta og síðasta mót Bikarsyrpu TR þennan veturinn fór fram um síðastliðna helgi. Keppendur voru hátt í 30 talsins, flestir ef ekki allir komnir með nokkra reynslu af þátttöku í skákmótum. Að venju voru tefldar sjö umferðir og urðu úrslit þau að Benedikt Briem varð efstur með 6 vinninga, Árni Ólafsson varð annar með 5,5 vinning og þriðji með 5 ...

Lesa meira »