T.R. síðan hefur nú verið í loftinu í rúmlega 30 klukkustundir. Á þeim tíma hafa 520 gestir skoðað síðuna, flestir hér á Íslandi, en einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Hollandi, Danmörku, Þýskalandi og víðar úti í hinum stóra heimi. Flestir hafa annað hvort slegið inn slóð heimasíðunnar eða slegið á tengilinn á Skák-síðunni. Vinsælasta einstaka slóðin er “Lestur á netinu”, sem vefstjóri ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Aðalfundur T.R. haldinn í kvöld
Aðalfundur T.R. verður haldinn í kvöld, fimmtudag 31. maí, kl. 20:00. Óskað er eftir góðri mætingu félaga. Óttar Felix Hauksson mun gefa áframhaldandi kost á sér í embætti formanns Taflfélagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Lesa meira »Guðmundur í beinni á morgun, 31. maí
Guðmundur Kjartansson úr T.R. mun tefla einvígi við Hjörvar Stein Grétarsson um sigurlaunin í Meistaramóti Skákskólans. Einvígið fer þannig fram, að tefldar verða tvær atskákir og fara þær fram í beinni útsendingu á vef Skáksambands Íslands. Einvígið hefst kl. 13:00 og fer fram í húsnæði Skákskólans að Faxafeni 12. T.R. sendir Guðmundi baráttukveðjur!
Lesa meira »Aðalfundur T.R.
Aðalfundur T.R. verður haldinn fimmtudagskvöldið 31. maí og hefst kl. 20:00 stundvíslega. Félagar eru beðnir um að fjölmenna á fundinn, en hugur er í forystu T.R. að efla starfsemi félagsins á næsta starfsári, m.a. með vikulegum æfingum á fimmtudagskvöldum, ásamt mótahaldi af ýmsum toga, en t.a.m. er í bígerð að endurvekja ýmis fornfræg mót, sem lagst hafa niður á síðustu ...
Lesa meira »Sagt frá sigri Héðins á Ítalíumótinu
Á erlendri skák-blogg-yfirlitssíðu var að birtast skemmtileg grein um mótið í Porto Mannu á Ítalíu, þar sem Héðinn Steingrímsson fór með sigur af hólmi. Þar sagði einn keppandinn frá mótinu og birti nokkrar myndir. Hér að neðan birtum við umfjöllun hans um Héðin. Þótt þetta sé á ensku, ættu flestir að geta skilið þetta. “So let’s speak about ...
Lesa meira »Guðmundur í 1.-2. sæti á Skákskólamótinu
Guðmundur Kjartansson úr T.R. varð í 1.-2. sæti á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2007 ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni. Guðmundur sigraði Hellisdrenginn Hjörvar í innbyrðis viðureign, en tapaði nokkuð óvænt fyrir Vilhjálmi Pálmasyni, sem líka er félagi í T.R. Röð efstu manna: 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. ( af 7 ) 3. Dagur Arngrímson 5 ½ v. 4.-6. ...
Lesa meira »Ný heimasíða T.R.
Taflfélag Reykjavíkur hefur nú opnað nýtt vefsvæði, www.taflfelag.is. Hið gamla verður þó í loftinu aðeins áfram. Nýja síðan er vitaskuld ekki fullgerð enn, enda var ekki ákveðið að ráðast í þetta verkefni fyrr en um miðjan maí og fékk félagið lénið afhent föstudaginn 18. maí. En vonandi verður hægt að uppfæra síðuna smám saman og er stefnan sú, að hún verði tilbúin ...
Lesa meira »Héðinn sigraði á Capo d’Orso!
GM-norm! Héðinn Steingrímsson sigraði á Capo d’Orso skákmótinu, sem er nýlokið á Ítalíu. Hann hlaut 7.5 vinninga af níu og náði þar að auki sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Hann sýndi fádæma öryggi og tapaði ekki skák, eins og sjá má af töflunni hér að neðan. T.R. ítrekar hamingjuóskir sínar til Héðins með von um að árangurinn framundan ...
Lesa meira »Héðinn náði stórmeistaraáfanga!
Sjá nánar á Skák.
Lesa meira »Héðinn með fullt hús eftir 6. umferðir
Héðinn Steingrímsson, alþjóðlegur meistari, er efstur á Capo d’Orso mótinu, sem nú fer fram á Ítalíu. Hann hefur fullt hús vinninga, sex vinninga í sex skákum. Hann fær rúmenska stórmeistarann Mikhail Marin (2533) í sjöundu umferð. Héðni nægir líkast til að fá einn vinning úr þremur síðustu skákunum til að fá sinn fyrsta stórmeistaraáfanga, að því gefnu, að hann fái ...
Lesa meira »Héðinn einn efstur eftir 5. umferðir
Héðinn Steingrímsson er einn efstur eftir 5. umferðir á Capo d’Orso skákmótinu með fullt hús vinninga. Hann fær hlutfallslega veikan andstæðing í 6. umferð og ætti að vinna. Fari svo, hefur hann stigið stórt skref í átt að sínum fyrsta áranga að stórmeistaratitli.
Lesa meira »Héðinn í 1.-2. sæti í Capo d’Orso
Alþjóðlegi skákmeistarinn Héðinn Steingrímsson er í 1.-2. sæti á alþjóðlega Capo d’Orso mótinu, sem fram fer á Ítalíu. Hann hefur fjóra vinninga eftir 4. umferðir, eða fullt hús vinninga. Í 4. umferð sigraði hann ítalska undrabarnið Fabiano Caruana (2513). Hann fær stigalágan andstæðing á morgun (1440) og ætti að vinna frekar auðveldlega. Héðinn er 7. stigahæsti skákmaðurinn af 149.
Lesa meira »Laugalækjarskóli á sigurbraut
Í mars varð skáksveit Laugalækjarskóla Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita með töluverðum yfirburðum og fylgdi á eftir með sigri á Íslandsmóti grunnskólasveita. Þessi árangur kom ekki á óvart, enda var sveitin þæa ríkjandi Íslands- og Norðurlandameistari í sínum flokki. Skáksveit Laugalækjarskóla undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumót grunnskólasveita, sem fram fer í júní, en sveitin tók þar þátt á síðasta ári og ...
Lesa meira »Nýtt lén Taflfélags Reykjavíkur
Taflfélag Reykjavíkur festi í gær, 18. maí, kaup á nýju vefléni, https://taflfelag.is. Jafnframt fékk nýskipaður vefstjóri félagsins, Snorri G. Bergsson, afhentan aðgang að grunnsniði hins nýja vefjar, en vefsíðufyrirtækið Allra átta ehf. ákvað að styrkja Taflfélag Reykjavíkur með því, að veita því endurgjaldslaus afnot af hinu vinsæla vefumsjónarkerfi A8. Taflfélag Reykjavíkur þakkar Allra átta veitta aðstoð.
Lesa meira »