Guðmundur í beinni á morgun, 31. maíGuðmundur Kjartansson úr T.R. mun tefla einvígi við Hjörvar Stein Grétarsson um sigurlaunin í Meistaramóti Skákskólans. Einvígið fer þannig fram, að tefldar verða tvær atskákir og fara þær fram í beinni útsendingu á vef Skáksambands Íslands. Einvígið hefst kl. 13:00 og fer fram í húsnæði Skákskólans að Faxafeni 12.

T.R. sendir Guðmundi baráttukveðjur!