Í morgun hófst Norðurlandamót ungmenna í skák en það fer að þessu sinn fram í Vierumäki, Finnlandi. Ísland á tíu fulltrúa í mótinu en þar af koma fimm úr Taflfélagi Reykjavíkur, þau Hilmir Freyr Heimisson, Aron Þór Mai, Alexander Oliver Mai, Róbert Luu og Batel Goitom Haile. Tefldar eru sex umferðir í fimm aldursflokkum og eru tímamörk 90 mínútur fyrir ...
Lesa meira »Author Archives: Þórir
Mót 4 í Bikarsyrpu TR fer fram helgina 16.-18. febrúar
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...
Lesa meira »Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst 12. febrúar með keppni 1.-3. bekkjar
Reykjavíkurmót grunnskólasveita hefst í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 12. febrúar kl. 16.30 með keppni 1.-3. bekkja. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar fer fram viku seinna, mánudaginn 19. febrúar. Tefldar verða ...
Lesa meira »Góð ferð Benedikts til Svíaríkis á Rilton Cup
Um áramótin fór ég á skemmtilegt skákmót sem nefnist Rilton Cup og fer fram árlega í Stokkhólmi. Þetta var mjög skemmtilegt mót og svo er Stokkhólmur falleg borg þar sem margt er hægt að skoða og nýttum við pabbi okkur það en ég leyfði honum að koma með mér í ferðina. Ég tefldi í flokki skákmanna með minna en 1800 ...
Lesa meira »SÞR #6: Stefán Bergsson óstöðvandi
Við upphaf sjöttu umferðar þurfti að taka upp sögubækurnar og fletta aftur á síðustu öld til að finna skákmann með 6 vinninga eftir 6 umferðir í Skákþingi Reykjavíkur. Þess þarf ekki lengur því þeim áfanga náði hinn grjótharði Stefán Bergsson (2093) síðdegis á sunnudag þegar hann landaði sigri gegn Hrafni Loftssyni (2163). Sú staðreynd að Stefán hafi fullt hús vinninga ...
Lesa meira »SÞR #5: Stefán Bergsson einn eftir með fullt hús og efstur
Það var ekki lognmollunni fyrir að fara á efstu borðunum í 5. umferð á Skákþinginu á miðvikudagskvöldið. Á tíu efstu borðunum litu bara tvö jafntefli dagsins ljós. Hrafn Loftsson (2163) hélt jöfnu með því að gefa peð gegn Degi Ragnarssyni (2332) á öðru borði en tryggja sér nægileg gagnfæri gegn kóngi Dags í endatafli. Þá jafnaði Þorvarður F. Ólafsson (2178) ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst nk. miðvikudag
Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót TR fer fram á fimmtudag
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ...
Lesa meira »Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 10. janúar
Skákþing Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 10. janúar kl. 19.30. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bætast við 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bætast við eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppendur geta tekið tvær yfirsetur (bye) í umferðum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra við upphaf ...
Lesa meira »Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Breiðabliks & Bolungarvíkur sameiginlegir Íslandsmeistarar unglingasveita
Eitthvert hið dramatískasta Íslandsmót unglingasveita frá upphafi fór fram sunnudaginn 10. desember í Garðaskóla, Garðabæ, en mótshaldari var Taflfélag Garðabæjar. Umfjöllun um mótið birtist fyrst nú þar sem endurreikna þurfti lokastöðuna en A-lið Taflfélags Reykjavíkur (TR) og A-lið Breiðabliks & Bolungarvíkur (B&B) komu hnífjöfn í mark. Eftir allnokkur fundarhöld og góða og faglega umræðu var það sameiginleg niðurstaða allra hlutaðeigandi ...
Lesa meira »Jólahraðskákmót TR fer fram 28. desember
Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið fimmtudaginn 28. desember og hefst taflið klukkan 19:30. Tefldar verða 9 umferðir og verður umhugsunartíminn 4 mínútur á skák auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (4+2). Teflt verður í húsnæði TR að Faxafeni 12. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Þátttökugjald er 1.000kr (greiðist með reiðufé á staðnum). Frítt er fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ...
Lesa meira »Alexander og Páll sigurvegarar U-2000 mótsins
U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur lauk síðastliðið miðvikudagskvöld þegar spennandi lokaumferð fór fram í húsakynnum félagsins að Faxafeni. Lokaröð keppenda lá fyrir rétt fyrir miðnætti en jafnir í 1.-2. sæti með 6 vinninga voru Alexander Oliver Mai (1875) og Páll Andrason (1805) þar sem sá fyrrnefndi var eilítið hærri á mótsstigum (tiebreaks) og hlýtur því fyrsta sætið. Þriðji í mark með ...
Lesa meira »Leikar æsast í U-2000 mótinu – Þrír á toppnum
Þegar ein umferð lifir af U-2000 móti TR eru Alexander Oliver Mai (1875), Páll Andrason (1805) og Jón Eggert Hallsson (1648) efstir og jafnir með 5 vinninga. Í sjöttu og næstsíðustu umferð gerði Alexander jafntefli við Harald Baldursson (1935) í stuttri skák, Jón Eggert sigraði Stephan Briem (1895) nokkuð óvænt eftir mikla baráttu og þá lagði Páll Kristján Geirsson (1556) ...
Lesa meira »Alexander Oliver leiðir í U-2000 mótinu
Alexander Oliver Mai (1875) er á nýjan leik einn efstur þegar fimm umferðum af sjö er lokið í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Hefur hann hlotið 4,5 vinning en í næstu sætum með 4 vinninga eru Stephan Briem (1895), Haraldur Baldursson (1935), Páll Andrason (1805), Kristján Geirsson (1556) og Jón Eggert Hallsson (1648). Spennan er því mikil fyrir lokaumferðirnar tvær og ...
Lesa meira »Batel og Kristján Dagur unglingameistarar TR
Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, sunnudaginn 5. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferðir tefldar með umhugsunartímanum 10 + 5 (10 mín. og 5 sekúndur fyrir hvern leik). Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru þátttakendurnir 24, ...
Lesa meira »U-2000 mótið: Fjórir keppendur leiða
Það færist fjör í leikinn í U-2000 mótinu en fjórða umferð fór fram í húsakynnum TR í gærkveld. Að henni lokinni eru Alexander Oliver Mai (1875), Óskar Víkingur Davíðsson (1777), Haraldur Baldursson (1935) og Páll Andrason (1805) efstir og jafnir með 3,5 vinning. Alexander gerði jafntefli við Stephan Briem (1895) í viðureign sem má lýsa sem störukeppni þeirra í milli. Hvorugur ...
Lesa meira »Fjórir efstir og jafnir í Bikarsyrpu helgarinnar
Blikapilturinn knái, Gunnar Erik Guðmundsson, sigraði í þriðja móti Bikarsyrpu TR sem fram fór um nýliðna helgi. Eftir æsispennandi lokasprett þar sem síðustu skákinni lauk ekki fyrr en að ganga sjö að kveldi sunnudags varð úr að hvorki fleiri né færri en fjórir keppendur komu jafnir í mark með 5,5 vinning af sjö mögulegum. Ásamt Gunnari voru það Benedikt Briem, ...
Lesa meira »Fjölmenn Bikarsyrpa hafin
Þriðja mót Bikarsyrpu TR, og hið síðasta á líðandi ári, hófst í dag þegar flautað var til leiks í Skákhöll TR. Við tók rafmögnuð spenna þegar hin efnilegu ungmenni hófu baráttur sínar á borðunum köflóttu, en alls tekur á fjórða tug keppenda þátt í móti helgarinnar sem er mesta þátttaka um allnokkurt skeið. Bikarsyrpan hefur undafarin ár skipað sér fastan ...
Lesa meira »Mót 3 í Bikarsyrpu TR hefst í dag kl. 17.30
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...
Lesa meira »Alexander Oliver efstur í U-2000 mótinu
Alexander Oliver Mai (1875) er einn efstur með fullt hús vinninga þegar þremur umferðum er lokið í U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur. Alexander, sem hefur verið á feykilegri siglingu að undanförnu, hafði betur í þriðju umferðinni gegn Kristjáni Geirssyni (1556) þar sem hann saumaði jafnt og þétt að þeim síðarnefnda með svörtu mönnunum eftir að hafa stillt upp hinni sívinsælu Sikileyjarvörn. ...
Lesa meira »