Author Archives: Þórir

Guðni og Vilhjálmur taka forystuna

Vilhjálmur Pálmason náði Guðna Stefáni Péturssyni að vinningum í B-flokki Boðsmótsins, eftir 3. umferð sem tefld var í dag.  Vilhjálmur vann Þorvarð F. Ólafsson, á meðan Guðni gerði jafntefli við Jóhann Ingvason.  Mótið er annars gríðarlega jafnt, sem sést á því að allir keppendur hafa a.m.k. 1 vinning.  Það er því of snemmt að spá. Round 3 Bo. No.   ...

Lesa meira »

Verðlaunahafar á 1. Grand Prix mótinu

  Meðfylgjandi er mynd af verðlaunahöfum á 1. Grand Prix móti T.R. og Fjölnis 2007. Frá vinstri: Davíð Kjartansson (2. sæti), Hjörvar Steinn Grétarsson (3. sæti), Björn Þorfinnsson (1. sæti), Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (stúlknaverðlaun – skákskóli T.R.), Friðrik Þjálfi Stefánsson (drengjaverðlaun – SkákskóliT.R.), Helgi Brynjarsson (unglingaverðlaun), Jóhanna B. Jóhannsdóttir (kvennaverðlaun). Fyrir hönd mótshaldara þakkar vefstjóri T.R. skemmtilegt mót og góða ...

Lesa meira »

Evrópumót félagsliða hefst í næstu viku

Á þessu ári eru 20 ár liðin frá því T.R. sendi fyrst sveit á Evrópumót félagsliða. T.R. sendir að sjálfsögðu lið til keppni þetta árið, en mótið fer fram í Tyrklandi. Á síðasta ári, þegar mótið fór fram í Austurríki, lenti T.R. í 5.-12. sæti, sem hlýtur að teljast einn besti árangur íslensks félagsliðs á Evrópumóti, en á toppnum með ...

Lesa meira »

Björn sigraði á 1. Grand Prix móti TR og Fjölnis

Björn Þorfinnsson sigraði örugglega á 1. Grand Prix móti Taflfélags Reykjavíkur og Skákdeildar Fjölnis, en það fór fram í Skákhöllinni í Faxafeni 12 í kvöld, fimmtudagskvöld. Björn hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum og gerði aðeins jafntefli við Paul Frigge. Í öðru sæti varð Davíð Kjartansson með 5,5 vinninga og í 3.-4. sæti urðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann H. Ragnarsson ...

Lesa meira »

T.R. hraðskákmeistarar

www.skak.is Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Taflfélaginu Helli í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, sem fram fór í dag í Skákhöllinni í Faxafeni.  Lokatölur urðu 43,5-28,5 eftir að staðan var í hálfleik 24-12.   Þröstur Þórhallsson stóð sig best TR-inga en Bragi Þorfinnsson var bestur Hellismanna.  Þetta er annað árið í röð sem TR-ingar hampa sigri og í fimmta skipti frá ...

Lesa meira »

T.R. og vinir unnu í 2. umferð

Lið T.R. og vina tók forystuna í C-flokki Boðsmótsins með sigri á S.R. og vinum 4-2.  Staðan er nú samtals 7-5 fyrir T.R. og vini.  Þeir Torfi Leósson og Patrekur Maron Magnússon úr liði T.R. og vina eru í fararbroddi með fullt hús, en uppi heiðri S.R. og vina heldur Patrick Svansson, einnig með fullt hús. Úrslit 2. umferðar: Bo. ...

Lesa meira »

Guðni Stefán efstur í B-flokki

Guðni Stefán Pétursson tók forystuna í B-flokki Boðsmóts T.R. eftir sigur á Vilhjálmi Pálmasyni.  Guðni hefur nú 1,5 vinning, en mótið er gífurlega jafnt og eru sex skákmenn jafnir í 2. sæti með 1 vinning. Úrslit 2. umferðar: Round 2 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 8   Ingvason Johann 1 – 0   Baldursson ...

Lesa meira »

Hraðskákkeppnin í kvöld

Í kvöld kl 20.00 verða úrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Hellismenn fengu 20,5 vinninga á síðasta ári og mæta nú í hefndarhug gegn stórveldi T.R., sem mætir vængbrotið til leiks vegna forfalla, en nokkra af öflugustu skákmönnum félagsins vantar í kvöld. Á meðan Hellismenn stilla a. Í lið T.R. vantar bæði stórmeistara og alþjóðlega meistara en liðið mun hlaupa inn á ...

Lesa meira »

Grand Prix mótið annaðkvöld

Grand Prix fimmtudagsmótin í Taflfélaginu hefjast annað kvöld, eins og áður auglýst. Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis standa að mótinu. Það verða sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Verðlaun á fyrsta mótinu verða gefin af Zonet músík og Geimsteini. Með þátttöku í fimmtudagsmótunum vinna keppendur sér inn stig, sem síðan verða talin að vori og vegleg verðlaun veitt fyrir þá, ...

Lesa meira »

B-flokkur Boðsmótsins hafinn

Keppni er hafinn í B-flokki Boðsmóts T.R. Frestaðar skákir voru tefldar í kvöld, þriðjudagskvöld. Úrslit: Vilhjálmur Pálmason – Jóhann Ingvason 1-0 Guðni Stefán Pétursson – Sverrir Þorgeirsson 0,5-0,5 Þorvarður F. Ólafsson – Ingvar Ásbjörnsson 0,5-0,5 Björn Þorsteinsson – Hrannar Baldursson 0,5-0,5 Næsta umferð verður tefld annað kvöld, miðvikudagskvöld kl.19.  Þá mætast: Vilhjálmur Pálmason – Guðni Stefán Pétursson Sverrir Þorgeirsson – ...

Lesa meira »

Jón Viktor öruggur sigurvegari Boðsmótsins

Jón Viktor Gunnarsson vann öruggan sigur á Boðsmóti TR, en hann hlaut 8 vinninga úr 9 skákum og varð einum vinningi á undan næsta manni.  Það varð hinn geðþekki danski Fide meistari, Esben Lund, sem hlaut 7 vinninga og lokaáfanga sinn að alþjóðlegum meistaratitli. Esben sigraði Braga Þorfinnsson í lokaumferðinni í æsispennandi skák.  Guðmundur Kjartansson átti einnig möguleika á áfanga, ...

Lesa meira »

Úrslitin í Hraðskákkeppni taflfélaga annað kvöld

Jæja, nú er stóra stundin að renna upp. Vængbrotið lið T.Ringa mun mæta til leiks gegn fullskipuðu liði Hellismanna, sem skarta mun Jóhanni Hjartarsyni á 1. borði. Á síðasta ári sigraði T.R. Hellismenn 51,5 – 20,5 í úrslitum, eftir að hafa lagt Akureyringa 50,5 – 21,5 og KRinga 65-7. Þetta árið unnu TRingar Akureyringa með svipuðum mun, eða 52-20. Í ...

Lesa meira »

Tveir eiga áfangamöguleika á Boðsmótinu

Guðmundur Kjartansson og Esben Lund unnu báðir skákir sínar á Boðsmótinu í kvöld, Guðmundur gegn Daða Ómarssyni og Esben gegn Andrzej Misiuga.  Þeir geta því báðir náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með sigri á morgun.  Af öðrum úrslitum má nefna að Jón Viktor sigraði og heldur vinningsforskoti sínu. Round 8 on 2007/09/24 at 17:00 Bo. No.     Name Result ...

Lesa meira »

Grand-Prix fimmtudagsmót í Faxafeninu

Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Fjölnis munu nú hefja að nýju fimmtudagsmótin, sem vinsæl voru hér forðum í Taflfélaginu. Fyrsta mótið verður haldið næstkomandi fimmtudag, 27. september, kl. 19:30 í Faxafeninu. Hvert mót verður hluti af mótaröð, Grand Prix 2007-2008, en í vetrarlok mun sá, sem stendur sig best heilt yfir litið, mælt eftir Stone-Stone kerfinu, hljóta vegleg verðlaun: Ferð á ...

Lesa meira »

C-flokkur Boðsmótsins hófst í dag

Tólf áhugasamir skákmenn höfðu samband við Taflfélag Reykjavíkur og langaði til að tefla. Úr varð stofnun C-flokks Boðsmóts T.R. en fyrsta umferð fór einmitt fram í kvöld. Reyndar settu fleiri áhugasamir skákmenn sig í samband við T.R. eftir að farið var af stað með C-flokkinn. Er því verið að safna í 4 umferða D-flokk sem hefst næstkomandi sunnudag. Áhugasömum er ...

Lesa meira »

Titilveiðarar gerðu jafntefli

Enn er möguleiki á að áfangi að alþjóðlegum meistaratitli náist á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur.  Þeir tveir sem gætu náð þeim áfanga eru Fide meistararnir Esben Lund og Guðmundur Kjartansson, en báðir þurfa að fá 2 vinninga úr síðustu tveimur skákunum sínum. Svo skemmtilega vildi til að Esben og Guðmundur mættust í dag og skildu jafnir eftir baráttuskák.  Jafntefli varð einnig ...

Lesa meira »

Jón Viktor eykur forskotið

Jón Viktor Gunnarsson jók forskot sitt á Boðsmóti TR um hálfan vinning í 6. umferð í dag.  Jón sigraði Andrzej Misiuga, en á sama tíma gerði Esben Lund einungis jafntefli.  Jón er nú með hálfs vinnings forskot á Esben Lund og Guðmund Kjartansson, en hinir tveir síðarnefndu þurfa að fá 2,5 vinning úr síðustu þremur skákunum til að ná áfanga ...

Lesa meira »

Magnús Örn í Helli

Magnús Örn Úlfarsson (2400) er genginn í Taflfélagið Helli. T.R. óskar Magnúsi velfarnaðar hjá nýju félagi.

Lesa meira »

Kristján Örn og Halldór í T.R.

Kristján Örn Elíasson (1825) og Halldór Garðarsson (1895) eru gengnir í T.R. Þeir voru síðast í T.R., en hafa verið utan félaga um skamma hríð. T.R. býður þá félaga velkomna heim, en þeir munu koma öflugir til leiks í komandi baráttu, eins og þeirra er von og vísa.

Lesa meira »

Frímann Benediktsson í T.R.

Frímann Benediktsson (1795) hefur skipt í Taflfélag Reykjavíkur frá Skákfélagi Reykjanesbæjar og mun tefla með félaginu á Íslandsmóti skákfélaga. Enginn vafi leikur á, að hann mun styrkja félagið verulega, enda hefur það misst nokkra félaga upp á síðkastið og veitir ekki af góðum liðsstyrk. T.R. býður Frímann velkominn í félagið.

Lesa meira »